Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 103
viðskiptavinirnir sem eru einfaldir og gleyma því að
bankar nútímans eru allt annað fyrirbæri en bankar gær-
dagsins. Nú bæði ráðleggja þeir, lána okkur peninga til
að fylgja ráðunum og selja okkur vörur, allt í dýrlegu
skjóli smáa leturins, sem of mörgum láist að lesa.
er ekki kráin hans Jóns Olafssonar, þessi er við Kings Road í Chelsea.
Harðarson í Manchester hefur þróað. COL er þegar notað með
góðum árangri af íslenskum tryggingarfélögum. Kerfið nýtir
sér hversu auðvelt er að nota Netið til upplýsingamiðlunar.
COL er skemmtilegt dæmi um viðskiptahugmynd, sem
hefur verið reynd á íslandi og er orðin útflutningsvara. Njáll
er nú í viðræðum við þýskt fyrirtæki, Safe City, sem er í eigu
fyrrum yfirmanns þýsku glæpalögreglunnar, Kripo, og því
fyrrum starfsbróðir Derricks. Breska farsímafyrirtækið
Vodafone hefur líka sýnt COL áhuga, enda undir miklum
þrýstingi að gera eitthvað annað við farsímaþjófnuðum en
bara að selja fórnarlömbunum nýja síma og rukka þá fyrir
símnotkun þjófanna.
„Falleraðir“ forstjórar skrifa varnarrit Það fylgir því ýmislegt
gott að vera forstjóri þekkts stórfyrirtækis. Það eru launin, boð
á réttu staðina, með rétta fólkinu og vonandi líka starfsgleði.
Gallinn er að ef allt fer í steik vita allir af þessu, þökk sé vaxandi
áhuga fjölmiðla á viðskiptalífinu. Þess vegna færist það í vöxt
að „falleraðir" forstjórar finni sig knúna til að skrifa varnarrit í
stað þess að bera harm sinn í hljóði. Nýjasta dæmið er John
Mayo, fyrrum forstjóri Marconi, sem var rekinn í fýrra. Mayo
fékk blaðsíðu á dag í Financial Times í þrjá daga. Tónninn í
varnarriti Mayos var hliðstæður tóninum í minningabókum
Steingríms Hermannssonar: „Ég vissi þetta var allt tómt rugl
en af því allir hinir vildu þetta þá fylgdi ég því bara.“ The
Guardian er ekki uppveðrað yfir afsökununum og áleit að
Mayo hefði átt að segja af sér ef hann vissi allt sem hann vissi
þar og þá. Blaðið bætir því svo við að Mayo hafi verið „ill-
ræmdur lyrir stórt sjálf. Það er auðsjáanlega enn óskert".
Mayo hefur nýlega samið um starfslokagreiðslur sínar, hann
krafðist einnar milljónar punda, um 150 milljóna íslenskra
króna, en Marconi segist ekki upplýsa greiðsluna fýrr en í árs-
skýrslunni. Einhvern tíma var sagt að það þýddi ekki að gína
yfir meiru en maður gæti étið. Fylgi Mayo þessu bendir allt til
að hann hafi heilt munaðarleysingjahæli á sínu framfæri. H3
Varúlfar Otj verðbréfasalar Hvað eiga varúlfar og verð-
bréfasalar sameiginlegt? Það er erfitt að ná í varúlfa og því
vandsannað að báðir sjúgi blóð, en vísindamenn við
háskólann í Michigan geta hins vegar frætt okkur á að
líkt og varúlfar eru verðbréfasalar viðkvæmir fýrir fullu
tungli. Þá hleypur galskapur í þá og þeir selja. Það er þó
ekki alveg auðvelt að nýta þessar upplýsingar í ábata-
skyni. Vísindamennirnar hafa þegar prófað að kaupa við
fullt tungl og græddu ekki á þvi. Það skipti meira máli í
hvaða fýrirtækjum var keypt. Þetta er því ein af þessum
áhugaverðu en gagnslausu upplýsingum, sem síflæða yfir Þetta
heimsbyggðina.
Mynstur í upplýsingaflæðinu er stórmál í viðskiptum. Pattern-
Vision er íslenskt lýrirtæki, sem byggir á hugmynd Magnúsar S.
Magnússonar prófessors í atferlisfræðum við Háskóla Islands.
Með því að beita nýstárlegri nálgun við að greina mynstur í upp-
lýsingaflæði hefur Magnús þróað forrit, sem lofar góðu í upplýs-
ingagreiningu. PatternVision er í samstarfi við franska og ítalska
háskóla og það verður fróðlegt að lýlgjast með ffamvindu þess á
sviði sem býður upp á víðtæka möguleika.
Móðgandi bónus; 200 milljónir í skaðabætur Er bónus upp á
þrjár milljónir íslenskra króna móðgun? Já, þegar aðrir fá tífalt
meira. Líf kvenna í breskum fjármálafýrirtækjum getur verið
erfitt. Ofan á strákamóralinn, sem kemur fram í því að fara á
súlustaði með kúnnana, bætist mismunun í bónus, bílastyrk
o.fl. En þetta leiðréttir dómskerfið. Nýlega voru Julie Bower,
fýrrum fjármálagreini hjá Schroder Securities, dæmdar 1,4
milljónir punda (um 200 milljónir króna) i skaðabætur fýrir að
þola mismunun, súlustaðaferðir og móðgandi bónus, allt vegna
kynferðis hennar. En það geta víða myndast flóknar aðstæður
fýrir kvenfólk. Ég heyrði einu sinni finnska framakonu lýsa því
þegar hún fór í fýrsta skiptið í hugljómunarferð með starfsfé-
lögunum, tómum karlmönnum. Auðvitað var farið í skógarkofa
og svo í sánuna að loknum stífum vinnudegi. Þetta sá hún fýr-
ir - og mætti á sundbol í stað evuklæða, en lét sér í engu bregða
þó karlarnir væru á adamsklæðunum. Þegar kom að næstu
ferð vildi svo til að allir samstarfsmennirnir mættu í sund-
skýlum. Málið var aldrei rætt frekar, en sundfötin alltaf notuð
þegar hún var viðstödd. Stundum er hægt að leysa mál án
margra orða og utan dómstóla.
Crime-On-Line-kerfið hans Njáls í Manchester Farsímafýrír-
tækin finna daglega fýrir örgum viðskiptavinum, sem hafa lent
í því að farsímanum var stolið. Farsímar eru mest stolni hlut-
urinn í Englandi. Crime-On-Line, COL, gæti verið hluti af
lausninni. COL er skráningarkerfi fyrir Netið, sem Njáll
103