Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 12
SÉRA BENJAMÍN KRISTJANSSON:
DJÖFLAFRÆÐI OG SVIKAMYLLUR
Einhver kunningi minn sýndi mér nýlega grein í riti þvi,
sem nemendur guðfræðideildar Háskólans gefa út og nefna
Orðz'ð. Mun ritið heita eftir orðinu, sem var í upphafi og um
getur í Jóhannesarguðspjalli, orðinu frá Guði. Telja verður það
þó meiri vafa undir orpið, eftir þessu sýnishorni að dæma,
hvort þetta Orð deildarinnar er fullt náðar og sannleika eða
hvort það ber með sér það ljós, sem upplýsir hvern mann.
Varla býst ég heldur við, að nokkur eigi von á því nema ef til
vill höfundarnir.
,, , , Ekki getur það talizt smekklegt af málgagni
Omakleg aras. ° . f 6
guðfræðideildar og aJlra sizt af einum kenn-
ara hennar, að nota aldarafmæli prófessors Haralds Níelssonar
til að bera honum á hrýn „barnalega einfeldni" og skort á vís-
indalegri hugsun, manni, sem ekki bar aðeins höfuð og herðar
að þekkingu og-vitsmunum yfir flesta eða alla þá, sem að
þeirri stofnun hafa komið, heldur vann einnig kirkju vorri
ómetanlegt gagn með snilldarlegri útleggingu Biblíunnar á
vora tungu og var um sína daga einhver dáðasti og andríkasti
kennimaður á Islandi.
I vorhefti þessa umrædda tímarits er grein eftir prófessor
Jóhann Hannesson: „Um öndunga, skemenn, skáld og vísindi,“
þar sem hann kemst að þeirri megin niðurstöðu, að meira en 99
prósent miðla á Islandi séu svikamiðlar og að „spíritisminn sé
sennilega afkastamesta svikamylla á landinu önnur en fjár-
málin.“
Svari fjármálaráðherra fyrir sig! En hvað Sálarrannsókna-
félagið snertir á þessi dómur sennilega að styrkja umsögn höf-
undarins um lítið gáfnafar og vísindalega grunnfærni fyrir-