Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 85
í STUTTU MÁLX
79
á kútter Ásu var Friðrik Ólafsson, bróðir Guðjóns Ólafssonar
i verzluninni Geysi.
Kútter Ása reyndist hið mesta happaskip. En nú hugðist
Duus-útgerðin færast í aukana og var kútterinn seldur um þetta
leyti og togari keyptur í staðinn. Var togaranum siðan nafn
gefið og nefndur eftir happaskipinu: Ása. En skip þetta hafði
áður borið nafnið Vinland og verið í eigu Guðmundar Jóhanns-
sonar og fleiri.
En nú brá svo við, að eigi virtist gæfa lengur fylgja nafni
þessu, þvi tæplega hafði togarinn hafið siglingar undir þessu
nýja nafni fyrir Duus-útgerðina fyrr en hann strandaði. Það
var í lok marzmánaðar 1926 við Dritvik. Mannbjörg varð með
naumindum og eyðilagðist skipið að miklu leyti.
Ólafur framkvæmdastjóri lét ekki hugfallast, en keypti ann-
an togara og hlaut hann líka nafnið Ása. En hálfu öðru ári
eftir að hann hóf veiðar fyrir Duus-útgerðina fórst hann einnig
í ofviðri undir Svörtuloftum við Jökul.
Eftir þetta hallaði stöðugt undan fæti fyrir hinu mikla Duus-
fyrirtæki og endaði það með því, að eigendur þess fluttust al-
farnir af laxidi brott til Kaupmannahafnar og fyrirtækið logn-
aðist út af, en ný innlend fyrirtæki tóku við. Æ. R. K.
Bráðræði og
Iiáðlevsa.
Á Laugavegi 40, þar sem nú er Iðunarapó-
tek, var reist lítið hús skönxmu fyrir síðustu
aldamót. Sá, er byggði húsið, var gamall mað-
ur, Egill að nafni. Var hann faðir Sveins Egilssonar, sem seinna
reisti hið mikla hús við Laugaveg 105 og stofnaði bifreiðaverzl-
unina Suein Egilsson h.f.
Egill þótti skrítinn kai'l, einrænn í háttum og sérvitur. Gefur
það góða hugmynd um stærð bæjarins í þá daga, að það þótti
svo mikil fádæma sérvizka og aulaháttur af karli að reisa hús
„svona langt frá bænum“, að almenningur kallaði hún lians
aldrei annað en Ráðleysu, og festist það nafn við húsið. Vest-
asta húsið i Vesturbænum hét þá hinu kynduga nafni Bráðrœði.
Þetta notfærði Valdimar Ásmundsson, ritstjóri (faðir Héðins
verkalýðsleiðtoga) sér skenxmtilega eitt sinn á bæjarstjórnar-