Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 17
DJOFI.AFRÆÐI OG SVIKAMYLLUR
11
teldu framlífið eins vel sannað og nokkra staðreynd aðra, hvað
svo sem leið staðhæfingum hinna, sem aldrei fengust til að
koma nálægt rannsóknunum.
Séra Haraldur Níelsson var því lireint ekki í svo slæmum fé-
lagsskap, enda var hann vel metinn af sálarrannsóknarmönn-
um sins tíma.
Svo að nokkrir séu nefndir af þessum einfeldningum, sem
ekki standast snúning í guðfræðiprófinu hjá séra Jóhanni mætti
t. d. benda á efnafræðingana Sir William Crookes og Sir Wil-
liam Barrett, Sir Oliver Lodge, prófessor í eðlisfræði og rektor
liáskólans i Birmingham, náttúrufræðinginn Alfred Russell
Wallace, sem naut heiðurslauna frá brezka ríkinu fyrir vís-
indaleg afrek, Henry Sidgwick, prófessor i siðfræði við Cam-
bridge háskóla, William James, heimsfrægan prófessor í sálar-
fræði við Harvard háskóla, Dr. James H. H}rslop, prófessor í
heimspeki við háskóla í New York, Charles Richet, prófessor í líf-
eðlisfræði og Nóbelsverðlaunahafi i París, frú Curie, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin fyrir að finna radium, Bergson, heimspeking-
inn nafnkunna, dr. Baron von Schrenck-Notzing, dr. Geley
og fjölmarga háskólamenn aðra, sem of langt yrði upp að
telja. Af rithöfundum og skáldum má nefna menn eins og
Frederick W. H. Myers, sem skrifaði bókina: Persónuleiki
mannsins og líf hans eftir líkamsdauðann, Alfred Tennyson,
Victor Hugo, Ruskin og fleiri, jafnvel stjórnmálamenn eins og
Arthur Balfour oe; Gladstone.
Hafi nú þessir og f jölda margir vísindamenn aðrir sem rann-
sökuðu málið árum saman og sannfærðust um fyrirbrigðin all-
ir verið einfeldningar, hversu miklir yfirburðarmenn mega þá
þeir menn vera, sem án þess að koma nærri slíkum rannsókn-
um geta verið vissir um að 99 prósent af fyrirbrigðunum séu
efalaust svik og það eina prósent, sem eftir er komi beina leið
frá djöflinum?
Enda þótt guðfræðikennarinn tali mikið um
vísindi, ef hann telur kreddum sínum henta
að sækja hjálp í vopnabúr þeirra í baráttu
sinni gegn spíritistum, ber þess að gæta, að yfirleitt eru það
Tvenns konar
"rautur.