Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 50
44
MORGUNN
fá til þess að skrifa í tímaritið ekki ómerkari rithöfunda en Ro-
bert Graves, Klaus Mann, Aldous Huxley og Dunsany lávarð.
Að tíu órum liðnum sneri Eileen Garrett sér að fullu að sálar-
rannsóknum og stofnaði Dularsálfrœðistofnunina (Paraspycho-
logy Foundation), sem jafnan síðan hefur styrkt fræðimenn,
skóla og rannsóknarstofnanir til hinna mikilvægustu rannsókna
á þessu sviði. Stofnun frú Garrett hefur miðstöð í St. Paul-de-
Vence í Frakklandi, og eru þar haldnar ráðstefnur á hverju ári.
Hefur hún skipulagt og stjórnað ráðstefnum þessum með sér-
stökum glæsibrag, þar sem vísindamenn, heimspekingar og
kennimenn hafa rætt um ofskynjunarlyfin, kirkjuna og dular-
sálfræðina, nýjar framfarir í beitingu dáleiðslu og önnur skyld
fyrirbæri. En þegar furður miðilshæfileika hafa borið á góma,
hafa menn jafnan snúið sér til frú Garrett, vegna hinnar
traustu þekkingar hennar á þeim efnum og visindalegs heið-
arleika.
Uppruni og
uppeldi.
Eileen Garrett fæddist í borginni Beauparc í
Meath-héraði á frlandi. Múrsteinskofinn, sem
hún fæddist í, stendur þar enn. Það var í mó-
unum nálægt Beauparc, sem Eileen litla Jeanette, dóttir önnu
Brownell og Baska nokkurs Vancos að nafni, reikaði um í
bernsku og talaði við vini sina ,,börnin“, sem enginn annar gat
komið auga á. Eileen var ekki nema tveggja vikna gömul, þeg-
ar móðir hennar fyrirfór sér, drekkti sér, og nokkrum vikum
síðar framdi faðir hennar einnig sjálfsmorð. — Anna móðir
hennar var eitt af þrettán börnum strangra mótmælenda, en
Baskinn, sem hún kynntist á Spáni og giftist með leynd á fr-
landi, var kaþólskur. Hjónabandið var dæmt til glötunar. Það
fer ekki alltaf mikið fyrir skilningnum og umburðarlyndinu
hjá svokölluðu kristnu fólki. Eileen litlu var komið í fóstur hjá
frænda nokkrum, sem var nýkominn heim frá Indlandi, og var
trúr og dyggur fylgjandi hinnar rikjandi kirkju. Hún reyndist
erfitt barn. Erfitt fyrir nunnurnar í skólanum í Meath, og
jafnvel enn erfiðari fyrir mótmælendurna í hinum nýtizku-
legri skóla við Meriontorg i Dyflinni.
Brownellsfólkið, sem enn eru bændur eins og fyrrum, man