Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 56
ELÍNBORG LÁRUSDÓTTIR:
AÐSÓKN
Ég hef getið um það einhvers staðar áður, að sumt fólk sæki
að mér, og getur það verið all óþægilegt. Ég ætla að segja frá
einum slíkum atburði, sem gerðist árið 1959. Ég býst ekki við
að geta orðað hann svo, að lesendur finni hvað ég leið þessa
nótt, sem sagt verður frá hér á eftir. En þetta er hin hörmuleg-
asta aðsókn, sem ég hef orðið fyrir. Heyrði ég þó hvorki né sá
neitt óvenjulegt.
Tuttugasta september háttaði ég á sama tima og vant var, um
klukkan níu. Ég les alltaf á kvöldin eftir að ég er komin í rúmið,
því að ekki sofna ég fyrr en klukkan tólf til eitt. Ég sef ein i
herbergi og hef því gott næði til að lesa. Við erum aðeins tvö í
heimili, maðurinn minn og ég. Engir gestir voru staddir hjá
okkur og engir komu þetta kvöld. Þegar ég legg bókina frá
mér þetta kvöld, finn ég, að ég get ekki sofnað, svo að ég held
áfram að lesa. Ekki leið langur tími þar til mér fannst ég eitt-
hvað einkennileg. Ég gat samt ekki gert mér grein fyrir hvað
var að mér, en á mig sótti enginn svefn, svo að tilgangslaust
var fyrir mig að reyna að sofna. Eftir litla stund fer mér að
verða svo kalt að það er hrollur í mér. Ég hugsa:
Ég er líklega bara að fá kvef; en man bó ekki til að mér hafi
orðið kalt daginn áður, en þann dag kom ég ekki út fyrir hús-
dyr. Við vorum lika farin að kynda, svo að hlýtt var í húsinu.
Vegna þessa kulda, sem í mér var, fór ég niður og fann hlýja
uliarpeysu og fór í hana. Ég hélt að kuldinn, sem sótti á mig,
myndi hverfa við þetta, en svo fór ekki. Ég hríðskalf. Þó hafði
ég yfir mér góða sæng og hlýtt, stórt teppi og vafði þessu um
mig. Ég reyndi ekki að lesa og ekki gat ég sofnað, því að kuld-
inn var svo ægilegur. Mér datt helzt í hug að ég væri að fá