Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 65
UM DÁLEIÐSLU OG SEFJUN
59
Með þjálfun geta menn lært að komast fljótt í leiðsluástand,
bæði fyrir tilverkan sjálfra sín og annarra. Hversu ljós vitund
mannsins er í leiðsluástandi er lika æfingaratriði. Að maður er í
slíku ástandi þarf engan veginn að merkja, að hann sé ekki
sjálfráður gerða sinna, heldur geta sumir vísvitandi flutt sig úr
venjulegri dagvitund yfir í annars konar vitund. Þetta á við
um listamenn og miðla, en lika venjulegt fólk, t. d. þegar það
lætur eftir sér að hlusta á fagra tónlist — eða ófagra tóna og
ærandi, ef því er að skipta — með þeirri innlifun, sem því er
gefin.
Sefjun er nefnilega algei’lega eðlilegt fyrirbrigði. Ef svo væri
ekki, væri til lítils fyrir verzlunarfyrirtæki að ausa fé í aug-
lýsingar. Flestar auglýsingar á verzlunarvöru byggjast á sef jun
og tala að litlu leyti til vitsmunanna. Og oft byggja auglýsingar
á því, að athyglin er þrengd og dregin að einhverju, sem talar
til „fómardýrsins“. Oft er agnið, sem notað er, eitthvað, sem
talar beint til tilfinninganna framhjá allri skynsemi: falleg
stúlka, glaðlegt barn, gervilegur maður, rennilegur bíll o. s. fi'v.
Þetta er notað til að festa og þrengja athyglina, en samtímis er
smeygt inn á „fórnardýrið“ meðmælum með einhvers konar
vörum eða öðru, sem seljanlegt er. Tónlist er oft notuð með til
að halda athyglinni bundinni við það að skynja, svo að gagn-
rýnin komist ekki að.
Þvi fleiri skynfæri, sem bundin eru við að skynja, því minna
svigrúm til gagnrýnandi hugsunar.
Sefjanleiki fólks fer mest eftir persónuleika þess. Margir hafa
rótgróna ótrú á því að láta annan mann ná eins miklu valdi á
sér og felst í fullkominni dáleiðslu og vinna því á móti dávald-
inum, jafnvel þó að þeir hafi gert sér grein fyrir, að honum
gangi ekki annað til en það að vilja hjálpa öðrum til betri
heilsu. Slíku fólki má stundum hjálpa með því að kenna því
sjálfssefjun, sem raunar þarf ekki að felast í öðru en að kenna
því að ná djúpri slökun og tala síðan við sjálft sig eftir því sem
þörf krefur. Þannig geta menn t. d. oft læknað sjálfa sig af