Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 65

Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 65
UM DÁLEIÐSLU OG SEFJUN 59 Með þjálfun geta menn lært að komast fljótt í leiðsluástand, bæði fyrir tilverkan sjálfra sín og annarra. Hversu ljós vitund mannsins er í leiðsluástandi er lika æfingaratriði. Að maður er í slíku ástandi þarf engan veginn að merkja, að hann sé ekki sjálfráður gerða sinna, heldur geta sumir vísvitandi flutt sig úr venjulegri dagvitund yfir í annars konar vitund. Þetta á við um listamenn og miðla, en lika venjulegt fólk, t. d. þegar það lætur eftir sér að hlusta á fagra tónlist — eða ófagra tóna og ærandi, ef því er að skipta — með þeirri innlifun, sem því er gefin. Sefjun er nefnilega algei’lega eðlilegt fyrirbrigði. Ef svo væri ekki, væri til lítils fyrir verzlunarfyrirtæki að ausa fé í aug- lýsingar. Flestar auglýsingar á verzlunarvöru byggjast á sef jun og tala að litlu leyti til vitsmunanna. Og oft byggja auglýsingar á því, að athyglin er þrengd og dregin að einhverju, sem talar til „fómardýrsins“. Oft er agnið, sem notað er, eitthvað, sem talar beint til tilfinninganna framhjá allri skynsemi: falleg stúlka, glaðlegt barn, gervilegur maður, rennilegur bíll o. s. fi'v. Þetta er notað til að festa og þrengja athyglina, en samtímis er smeygt inn á „fórnardýrið“ meðmælum með einhvers konar vörum eða öðru, sem seljanlegt er. Tónlist er oft notuð með til að halda athyglinni bundinni við það að skynja, svo að gagn- rýnin komist ekki að. Þvi fleiri skynfæri, sem bundin eru við að skynja, því minna svigrúm til gagnrýnandi hugsunar. Sefjanleiki fólks fer mest eftir persónuleika þess. Margir hafa rótgróna ótrú á því að láta annan mann ná eins miklu valdi á sér og felst í fullkominni dáleiðslu og vinna því á móti dávald- inum, jafnvel þó að þeir hafi gert sér grein fyrir, að honum gangi ekki annað til en það að vilja hjálpa öðrum til betri heilsu. Slíku fólki má stundum hjálpa með því að kenna því sjálfssefjun, sem raunar þarf ekki að felast í öðru en að kenna því að ná djúpri slökun og tala síðan við sjálft sig eftir því sem þörf krefur. Þannig geta menn t. d. oft læknað sjálfa sig af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.