Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 20
14
MORGUNN
Skemenn
Bihlíunnar.
setja suma skemenn Gyðinga á hærri bekk en aðra miðla.
Hvers vegna er guðfræðingnum svona mikið
í mun að berjast gegn andatrú? Veit hann
ekki, að öll trúarbrögð og þar með talin þau
gyðinglegu, eru að uppruna til komin frá andatrú og runnin
frá dulskyggnurn mönnum? Að halda þvi fram, að gyðingleg
trúarbrögð séu með sérstökum hætti eðlisóskyld öðrum tniar-
brögðum og hátt hafin yfir þau er ekki annað en gagnrýnislaus
kredda, sem stafar af vanþekkingu og enginn viti borinn mað-
ur getur framar fallizt á. Trúarbragðahöfundar eru misvitrir
og misgöfugir eins og aðrir menn. f þeirra hópi hafa komið
fram mjög göfugir og þroskaðir andar, sem ávinningur er að
kynnast. En jafnvel i Bibliunni koma fram óþroskaðar hug-
myndir eins og þar sem Jahve hvetur til hryðjuverka og ræðst
jafnvel á spámenn sína og ætlar að drepa þá.
f Bibliunni voru skemenn kallaðir spámenn og sjáendur.
Þeir féllu í trans og töluðu við anda, sem þeir kölluðu Jahve og
héldu vera guð sinn, og fluttu frá honum boðskap til þjóðar-
innar. Kannske voru þetta bara demónar eða enginn annar en
fjandinn, sem þeir töluðu við?
Kristin trú hófst einnig með dularfullum fyrirbrigðum. Engl-
ar voru í stöðugu sambandi við Jósef og Maríu, boðuðu fæðingu
frelsarans og birtist fjöldi þessara himnesku hersveita við fæð-
ingu hans á jólanótt. Sjálfur Kristur talaði við anda löngu
löngu liðinna spámanna á fjallinu, og var í stöðugu sambandi
við háa vitsmunaveru, sem hann kallaði „Föðurinn", ef treysta
má Jóhannesarguðspjalli (sbr. „Ég og Faðirinn erum eitt“ og
„Þau orð, sem ég tala til yðar þau tala ég ekki af sjálfum mér“
o. s. frv.). Pétur postuli var skemaður. Hann féll í trans á hús-
þakinu í Joppe, eins og sagt er frá í 10. kafla Postulasögunnar.
Þá birtist Jesús framliðinn Páli frá Tarsus, er hann var á leið-
inni til Damaskus eins og hvert skólabarn hefur lesið um, og
hafði þetta svo djúp áhrif á þennan gáfaða mann, að hann sner-
ist til trúar á hinn upprisna og þreyttist síðan aldrei á að brýna
það fyrir söfnuðum sínum að „sækjast eftir andagáfunum“
söfnuðinum til uppbyggingar.