Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 64

Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 64
58 MORGUNN beitingunni og hin þrengda athygli tekur að renna frá blett- inum, sem honum var sagt að einbeita sér að. Athyglin rennur þá gjarnan að því, sem næst liggur, nefnilega orðunum, sem dávaldurinn lætur renna í rólegum tón inn á vitund hins, sem beitir ekki gagnrýni vegna hinnar þrengdu athygli. Eftir að tekizt hefur að ná slökun er farið að segja manninum, að hann gerist meira og meira syfjaður, að hann sé alveg rólegur og æðrulaus og líði notalega í þessu hvíldarástandi. Honum er sagt, að augnalokin þyngist og þyngist, að hann geti ekki hald- ið augunum opnum, að það sé notalegt að láta sig síga inn i hvíldina. Einbeitingin að hinum upprunalega bletti slaknar, en ósjálfrátt einbeitir hin þrengda vitund sér að því að hlusta á dávaldinn. Venjulega segir dávaldurinn það eitt, sem hann veit, að maðurinn tekur gilt, meðan hann er að byggja upp traustið á, að orð hans séu sönn og máttug. Þegar hann t. d. segir, að augnalokin verði þyngri og þyngri, er það i rauninni ekki fyrir orð hans, sem þau þyngjast, heldur vegna þess, að þannig fer fyrir öllum, sem reyna að stara á sama blettinn lengi. En vegna þess, að staðhæfingin stenzt, fær sá, sem dáleiða skal, aukna trú á orðum dávaldsins og fer ósjálfrtt að trúa því, að þarna sé mátt- ur hans að verki. En þessi trú á mátt dávaldsins greiðir því veg, sem eftir kemur. Ef t. d. dávaldurinn segir: „Nú geturðu ekki lengur haldið opnum augunum,“ tekur maðurinn það gilt og segir við sjálfan sig: „Nú get ég ekki lengur haldið opnum aug- unum“ og það verður, sem til er ætlazt, hann lokar þeim. Allt miðar að því að draga athyglina frá umhverfinu að manninum sjálfum, sem skynjar ekki annað en sjálfan sig og fyrirmæli dávaldsins í ástandi, sem liggur milli svefns og vöku. Hinar mismunandi aðferðir til dáleiðslu eru margbreytilegar. Raunverulega er t. d. engin þörf á, að maðurinn loki augunum, og eins má láta hann einbeita athyglinni að öðru, sem ekki þarf að vera utan við hann. Einbeiting að því að fylgjast með sinni eigin öndun er ein þekktasta og elzta aðferðin, ekki hvað sízt, þegar menn vilja beita sjálfssefjun í því skyni að breyta sínu eigin vitundarástandi eða hafa áhrif á starf líffæra, sem ekki eru háð beinni ákvörðun viljans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.