Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 16
10
MORGUNN
unni og var Páll að því leyti meiri guðfræðingur en þeir, sem
nú kenna guðfræði við Háskóla íslands, að hann skildi, að ef
ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur heldur ekki upprisinn.
Liku máli var að gegna um aðra lærisveina Jesú. Oft var
hann búinn að segja þeim, að hann mundi deyja og upprísa.
Samt er eins og upprisa hans komi þeim gersamlega á óvart.
En ef hinum fyrstu lærisveinum nægðu ekki orð meistara síns
til trúar á upprisuna, skyldi þá vera nokkur von til, að menn
trúi þessari sögu eftir tvö þúsund ár, né telji hana annað en
goðsögu, ef þeir þekkja annars engin dæmi um, að dauðir rísi
upp, og jafnvel guðfræðikennarar telja það fjarstæðu, að nokk-
uð því um líkt sé auðið að sanna?
Með upprisu sinni virðist Jesús beinlínis hafa verið að sanna
lærisveinum sínum, að maðurinn lifi þótt hann deyi. Nú telur
guðfræðikennarinn það „barnalega einfeldni“, sem jafnan hafi
verið hafnað af „vísindalegri guðfræði“ að reyna að sanna
nokkuð þvi um likt. En var þá ekki barnalegt og andstætt vís-
indalegri guðfræði, að meistaranum skyldi verða þetta á að
rísa upp frá dauðum?
Já, hún er orðin mögnuð þessi „vísindalega guðfræði“, þeg-
ar búið er að bannsyngja sönnunaraðferð Frelsarans sjálfs og
farið er að telja hana með vélabrögðum djöfulsins.
1 hver’u var Samkvæmt dómi próf. Jóhanns Hannessonar
grunnfærn’ V9r grunn^ærn^ fyrirrennara hans við Há-
„ Crj . o skólann einkum fólgin í því, að hann hafði
longun og manndom til að vilja vita eitthvað
um þann kristindóm, sem hann prédikaði og kenndi.
En ekki var hann einn um þá grunnfærni. Margir frægustu
vísindamenn, heimspekingar og skáld í Evrópu og Ameríku
gerðu sig um sama leyti seka um þessa afleitu grunnfærni.
Þeir rannsökuðu árum saman hin spiritisku fyrirbrigði, margir
að vísu í þeim tilgangi að „afhjúpa svikin“, en komust brátt að
þeirri óvæntu niðurstöðu að fyrirbrigðin gerðust. Og ýmsir
þeirra játuðu, að þeir teldu sennilegustu skýringuna á þeim þá,
að þau stöfuðu frá framliðnum mönnum. Sumir heimsfrægir
visindamenn lýstu því yfir eftir áratuga rannsókn, að þeir