Sjómaðurinn - 01.12.1940, Qupperneq 26

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Qupperneq 26
18 SJÓMAÐURINN usl tveir kajakanna, seni voru í miðið, fram með sterklegum áratogum og næstum þvi samtímis kom löng tönn upp rétt hjá þeim og um leið og öskur heyrðist kom Ijótt, slepjað höfuð i Ijós. Um sama leyli komu fleiri hvalshausar upp, þar til þeir voru orðnir fjórir. Eskimóarnir færðust nær livor öðrum, þeir lögðu árarnar upp og gripu til skutulsins, þessa liættulega vopns í höndum Eskimóa. Það, sem nú har við, skeði svo hratt, að ég gat varla fylgst með atburðunum í smáatriðum. Ég lieyrði mikið skvamp, löðurbylgja reis hátt milli kajakanna, breiður hvalsuggi skaust upp úr sjón- um og bar við höfuð veiðimannanna, en að eins augnalílik. í skyndingu sneri annar kajakinn og Eskimóinn kastaði helg úr honum, en belgurinn hvarf tafarlaust i djúpið, dreginn af liinum skutl- aða hval. Svo varð alll kyrrt. Eskimóarnir réru hver frá öðrum og dreifðu sér vfir allmikið svæði. Að vísu var búið að skutla hvalinn, en það var ekki nóg að hafa einri belg til að koma í veg fyrir að hvalurinn gæti kafað, til þess þurfti þrjá eða fjóra, og ef hvalurinn var stór, þurfti fimm belgi. Fyrst um sinn mátti hvalurinn hamast i djúpinu Þessi eini belgur kom í veg fyrir að liann gæti fylgst með hinum hvölunum, en þeir voru nú allir horfnir. Næstum ])ví í hálfa klukkustund tókst hvalnum að halda sér neðansjávar. Á allt öðrum slað en bú- ist hafði verið við, kom belgurinn nú upp úr sjón- um og næstum samtímis braust hvalurinn einnig upp og kyáðu við titrandi öskur um leið. Eskimó- arnir tveir, sem næstir voru, réru nú í áttina til hans af öllum lifs og sálar kröftum, en áður en þeir komust að honum kafaði hvalurinn aftur. Það var ekki mikil hætta á því, að hann færi langt frá þeim stað. sem veiðimennirnir voru nú á. Bar- átta hans við belginn og stríð hans undir yfirborði sjávarins hafði áreiðanlega dregið mjög úr mætti hans. Hann gat ekki komist langa leið. Hann varð að koma mjög fljótlega aftur upp á yfirborð- ið. Og hað leið ekki á löngu, að hann kæmi upp aftur svo að segia á sama stað, og þá voru hand- tökin ekki sein. Áður en hvalnum hafði tekist að anda var liann skutlaður aftur og að þessu sinni í hnakkann. Hvalurinn tók ægilegl viðhragð. Hann bókstaflega hentist upp úr sjónum svo að sporð- urinn stóð næstum lóðréttur — og síðan hvarf liið særða dýr aftur í djúpið. Ég skal gela ]>ess hér, að skutullinn nnm ekki hafa valdið hvalnum veru- legs sársauka, því að liinn létti skutull Eskimóa kemst að eins inn í spikið og situr þar fastur. Nú voru leikslokin fyrirsjáanleg. Svo mjög var dregið af hvalnum, að hann gal að eins lialdist neðan sjávar stutla stund í einu og þegar liann kom upp næsta sinni, lá hann um stund stynjandi á yfirborðinu og tækifærið var sannarlega notað. Tveimur nýjum skutlum var skotið i bak lionum, þar sem liann lá og úr þessu gat hvalurinn ekki kafað meira. Hann reyndi það samt sem áður, en honum tókst það ekki, lionum tókst ekki að draga hina fjóra belgi niður með sér. En enn þá átti þessi mikla skepna mikla krafta eftir. Með háa hylgju fyrir framan sig synti hún áfram allt livað af tók og reyndi á þennan hátt að losa sig við belgina. Eskimóarnir létu hann eiga sig. Þeir vissu sem var, að þessi barátta hans var til einskis háð. Belg- irnir mundu reynast honum ofjarlar. 1 heila klukkustund eltu þeir hvalinn, sem alll af synti áfram. Smátt og smátt mæddist hann á slindinu, kraftarnir þverruðu, enn eiriu sinni reyndi han” að kafa en árangurslaust. T,oksins skaut einn Eski- móinn kúlu í haus honum og samstundis hætti Iiann að lireyfa sig og lá kvr á spegilsléttum firð- inum. En nú hröðuðu Eskimóarnir sér hurlu sem mest þeir máttu. Þeir vissu, að nú mvndi dauðastríðið hefjast, og þá var lífshæltulegt að vera í námunda við dýrið. Svolitla stund lá hið helsærða dýr i haf- fletinum svo reisti það skyndilega hausinn svo að hin mikla tönn þess stóð beint upp í loftið. Eins og það vildi enn einu sinni sýna hið tröllaukna afl sitt, setti ])að sig í kryppu, l)eigði hausinn og byrj- aði um leið með hinum hreiða sporði sínum að sópa sjóinn svo að bylgjurnar dundu á ströndinni og hinir litlu kajakar Eskimóanna hristust og skókust eins og smáfleytur á ólgandi hafi. Enn einu sinni lyfti hvalurinn hausnum, dálítill skjálfti fór um skrokkinn og smágárar stóðu út frá hon- um á alla vegu — og svo var öllu lokið. Hægt sökk hið mikla dýr, svo mikið, scn) ])að gat sokk- ið fyrir helgjunum. Konur og börn tóku á móti veiðimönnunum með gleðiópum. Alla nóttina hafði fólkið setið á strönd- inni og horft hugfangið á hildarleikinn. Dauða- stríði hvalsins var fagnað með húrrahró])um og þegar veiðimennirnir nálguðust nú ströndina með hráð sína, óðu menn og konur út i jökulkaldan sjóinn á móti þeim. Hver og einn hafði hníf i liendi og allir skáru sér væna sneið úr hinu dauða dýri. Frh. á bls. 37.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.