Sjómaðurinn - 01.12.1940, Page 64
56
SJÓMAÐURINN
N/ tegund lestarskipa.
Ýmsum er kunn hin svokájlaða Frederiks-
sladsgerð ski])a, sem hefir kyndistöðina á
j)ilfari. Önnur norsk skipasmíðastöð, Kald-
Hið nýja fyrirkomulag á kötlum í skipum.
nes Mekanisk Verksted í Tönsberg, hefir
nú fengið einkaleyfi á ketilfyrirkomulagi, sem
hefir vakið allmikla athygli. Með þessu fyrir-
komulagi er hægt að spara allm'ikið rúm, sem nota
má fyrir farmrúm. Ef þessi skip eru horin sam-
an við eldri gerðir skipa af líkri stærð, sést að hin
nýju skip eru rúmbetri og jafnframmt eru þau
léttari og hraðskreiðari í hlutfalli við kolaeyðsluna.
Aðalstærðirnar eru sem liér segir: lengd 78,64
m., breidd 12,8 m. og dýpt 8.0 m., fullhlaðið ristir
skipið 5.56 m. og er l)urðarmagnið 2600 smálestir.
Aðalvélin framleiðir 1100—1200 hestöfl og skipið
gengur 11 milur á klukkustund, með kolaeyðslu,
sem er 12 smálestir á sólarhring.
í fremmri hluta þilfarshússins miðskipa, eru
íbúðir yfirmanna, en aflari hlutinn, aftan við
reykháfinn, er kolageymsla, og nokkur hluti farm-
rúmsins undir líolageymslunni er þannig útbú-
inn, að hægt er að nota hann fyrir kolageymslu.
Vélin, sem er venjuleg tviþennsluvél með sívöl-
um sleðum, er tengd við „Bauer-Wach-Túrbínu“,
með tannhjólakerfi. I „túrhinunni“ er notfærl
])rýstingsfallið á milli 1 atm. (rauno.) þrýstings
og þrýstingsins i eimsvalanum, og framleiðir hún
30 til 35% af hinum samanlögðu hestöflum. „Túr-
bínan“ er tengd við skrúfuásinn með „Vulcan-
tengslum“
Kötlunum tveim er komið fyrir hvorum í sinni
lilið, á þilfarinu yfir vélinni, með þvi sparast mik-
ið rúm. Lengd og breidd katlanna er 3.5 m.; þrýst-
ingurinn er 16 kg/cm2. Katlarnir eru útbúuir með
„Schmidts yfirhita“, sem hitar eiminn upp í
300° C.; þeir eru einnig úthúnir með vélsúg al'
Howdens-gerð og loftliitara.
Sú reynsla, sem fengist hefir af hinum fvrstu
skipum af ])essari gerð hefir verið góð. Alls hafa
verið smíðuð 3 skip af þessari gerð og 2 eru i
smíðum.
Lauslega þýtt.
Það bezta
verður ávallt ódýrast!
Sjómenn!
Munið
STEBBABÚÐ