Sjómaðurinn - 01.12.1940, Page 13

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Page 13
SJÓMAÐURINN o sjónum af þessum ferlíkjum, sjásl þau ekki, í þoku, byljum eða náttmyrkri, frá ystu neðan- sjávarröndinni, sem oft er aðeins nokkur fet und- ir yfirborðinu. Þessir jakar liafa brotnað úr binum mörgu og stóru skriðjöklum einhversstaðar á ströndum Grænlands, og hafa hlaupið af stokkunum í ein- um hinna norðlægu fjarða skriðjöklalandsitts. Síðan liafa þeir borist með hinum kalda labrador- straum, suður með austurströnd Norður-Ameríku. Á Newfoundlandsbönkum eru þeir aðallega á tímabilinu marz—júlí. Það er vitanlegt, að sama borgarísjakann getur drifið um hafið, bæði fyrir straumi og vindi, svo árum skiptir, áður en liann að lokum bráðnar, i liita golfstraumsins og bverf- ur að fullu og öllu. En víst er um það, að nokkuð lífsegir geta þeir verið, ef svo mætti að orði kveða, því menn hafa séð þá suður i miðjum Mexicoflóa eða alla leið niður við Vestur-indverskueyjarnar, en J)á eru þeir nú aðeins orðnir vesælar leifar af fornri frægð. Þeir, sem séð liafa myndir frá Grænlandi, geta ef til vill gert sér í hugarlund hve fádæma stór- hrikalegir og tignarlegir þessir fljótandi fjalla- tindar gela vcrið ásýndum. Enda segja þeir, er séð hafa þessar risavöxnu „kristalsborgir“, í sólskini, að það sé töfrandi fögur sjón, að sjá hvernig glitr- andi sólargeislarnir dansa um hjalla og slalla og endurspeglast í gljúfraveggjunum, iklæddir öll- um regnbogans litum. En „oft er flagð undir fögru skinni“ og svo mætti segja hér, því að verði skip fvrir þeirri óhamingju, í þoku eða mvrkri næturinnar, að rekast á ferlíki þessi, þá eru dag- ar þess taldir. Hin hárbeitta og stálharða rönd jakans, rétt undir yfirborðinu, blátt ál'ram ristir skipið á hol, eins og brugðið væri á það tröllauk- inni sveðju, af ofurafli. Venjulegast gela þeir er eftirlitsstarfinu gegna ekki gerl annað en tilkynnt leið hafísins og aðvar- að skip er lcynnu að eiga leið um þær slóðir. Það er ekki auðvelt að ráðast beinlínis á þessa „bel- jaka“ og skiljanlega alveg vonlaust að hefja stór- skotahríð á þá. Þeir eru, ef svo mætti segja, „vígi“ sem ómögulegt er „að jafna við jörðu“, vegna þess, hve mikill hluti af þeim er neðansjávar. Aftur á móti hefir verið reynt að fara, með mestu gætni „um borð“ í þá, og setja í þá afar sterk sprengiefni á víð og dreif, og þegar tekist hefir á þann hátt að sprengja þá í marga smærri jaka, þá hafa þeir hver fyrir sig ekki verið eins hættu- legir. Einnig hafa menn notað Termitblöndu, sem veldur gífurlegum hita og bræðir sprungur í ís- inn hingað og þangað, og við það klofnar hann í marga minni hluta, sem svo bráðna mikið fljótar, þegar suður í heitastrauminn kemur, og eru lika langtum minna hættulegir fyrir umferðina. Með tilliti til árangurs af starfsemi þessari, ætti manni að vera óhætt að ætla, að borgarísinn sé ekki alveg eins hættulegur, og hann var áður, en hún var hafin. Enda mun sjómaðurinn hafa nógar aðrar hættur við að stríða, sem steðja að honum í öllum hugsanlegum og óhugsanlegum myndum, og enginn rönd verður við reist, þar sem menn- irnir sjálfir, eins og nú á þessum brjálæðis tímum, gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að auka hætturnar, en ekki draga úr þeim eins og umrædd starfsemi hefir stefnt að. Ólafur Tómasson. eru ágæíít sjómenn.. P'LESTIR " ÆTLA, að farkostir þeir, sem liinir inn- fæddu á Suður- hafseyjunum nota, séu mjög frumstæðir og allt, sem þeim fylgi, sé í raun og veru ónot- liæft til mikilla sjósókna, eins og hinir inn- fæddn geti varla verið góðir sjómenn. Þetta hélt eg að minnsta kosti, þar til höfðingi nokkur í Bora Bora bauð mér dag nokkurn að koma með sér i skemmtisiglingu i bátnum bans. Tíu mín. seinna átti ég fullt í fangi með að ná and- anum svo óðfluga skriðum við á smábátnum vfir flóann þveran til Motu Tabu með 18 mílna braða á klst. Frá þessari stundu var eg sannfærður um að höfðinginn væri fvrsta flokks sjómaður með öll hin beztu próf binna beztu stýrimannaskóla og

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.