Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 40
32
SJÓMAÐURINN
ÖRN ARNARSON:
Hann var alinn upp við slark,
útilegur, skútuhark.
Kjörin settu á manninn mark,
meitluðu svip og stældu kjark.
Sextíu ára svaðilför
setur mark á brá og vör,
ýrir hærum skegg og skör,
skapið 'herðir, eggjar svör.
STJÁNI
BLÁI.
Kæmi Stjáni í krappan tlans,
kostir birtust fullhugans.
Betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.
Norðanfjúkið frosti remmt
fáum hefur betur skemt,
sílað hárið, salti stemt,
sævi þvegið, stormi kembt.
Sunnan rok og austan átt
eldu við hann silfur grátt.
Þá var Stjána dillað dátt,
dansaði skeið um hafið blátt.
Þegar vínið vermdi sál,
voru ei svörin myrk né hál -
ekkert tæpitungumál
talað yfir fylltri skál.
Þá var stundum hlegið hátt,
hnútum kastað, leikið grátt,
hnefar látnir semja sátt, —
sýnt hver átti í kögglum mátt
Sló af lagi sérhvern sjó,
sat við stýri, kvað og hló,
upp í hleypti, undan sló,
eftir gaf og strengdi kló.
Hann var alinn upp við sjó,
ungan dreymdi um skip og sjó,
stundaði alla æfi sjó,
aldurhniginn fórst í sjó.