Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 48

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 48
40 SJÓMAÐURINN látinu á plantekru og þar varð haníi að vinna þar til þrælstíma lians var lokið. Hann vann lil dæiii- is þannig um tíma á Barbados. Eflir að Morgan varð frjáls, var hann ekki lengi að uppgötva að til margs var liægt að nola frels- ið. Hann réði sig sem liásela á sjóræningjaskip og því gekk svo vel, að liinir óhreyttu hásetar fengu allmikið af lierfangi. Morgan kom svo með þá hugmynd við félaga sína, að þeir ællu sjálfir að sfofna til sjórána og nokkru síðar byggðu þeir sér sitl eigið skip. Henry Morgan var þegar valinn til foringja. Hann var enn að visu korn- ungur, en liann var þó búinn að sýna margskon- ar hæfileika til slíkrar forystu. IJað kom líka fljótt i ljós, að Morgan var dug- legur foringi. Hann sýndi það einnig, að hann gat hamið skemmdafýsn sína, þegar skynsemin bauð svo. Á stuttum tíma vann liann fjögur stór flutningaskip. En i staðinn fyrir að drepa skips- hafnirnar og brenna skipin, tók hann þá sjómenn þeirra í þjónustu sina, sem það vildu og mannaði skipin, en fór siðan með þau í fylgsni sitl á Jam- aica. Þessi aðferð réði líka örlögum hans. Edvard Mansfield lá með flota sinn annars slaðar við strendur Jamaica og safnaði liði til árásar á eyj- una Santa Catalina, en þessi eyja var mjög vel vig- girt. Mansfield heyrði um liinn unga foringja, og hann sá slrax, að þar var mannsefni, sem hann varð að tryggja sér. IJann sendi Morgan boð, og þegar lionum var boðin staðan, sem næsti maður Mansfields, var hann ekki lengi að hugsa sig um, en tók boðinu. Mansfield lagði nú af stað til liinnar víggirtu eyjar. Ilann liafði 15 skip og 5 hundruð manns á að skipa. Honum tókst að setja lið sitl á land og vinna öll virkin á eyjunni. Eftir harðar orustur vann hann og alla eyjuna og missti meirihluti Spánverja, sem þar voru til varnar, lífið, i þessum, orustum. Þannig börðust sjóræningjarnir, eins og venjuleg stxúð eru háð, en aðeins þegar þeir töldu sig nógu öfluga til þess. Ilerfangið var mikið. Mansfield lét eyðileggja öll vigin nema eitt. I þetta vígi setti hann 100 manns undir forystu vin- ar sins, Le Sieur Simon. Ætlun hans var að gera Santa Gatalina að bækistöð sinni, því að hann var farinn að óttast um öryggi sitt á Jamaica. Með það, sem, eftir var af liði sínu, sighli hann nú áleiðis til Costa Rica til að ræna þar, en fyr- irætlun hans komst upp. Eyjarskeggjar voru þess albúnir að taka vel á móti hinum óvelkomna gesti og gerðu það eftinninnilega. Mansfield lagði Hinn illræmdi franski sjóræningi Francois Lolonois. Enski sjóræninginn Blackbeard (Svartskeggur).

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.