Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 22

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Side 22
I 14 þennan atburð. Hverl var skipið að fara? Hvað var i vændum? Vitanlega sváfum við i skipi okkar allir skip- verjar og við lögðumst rólegir lil livilu um kvöld- ið. Að eins einn var uppi: vaktmaðurinn, eins og venja er. En klukkan 4 um nóttina vöknuðum við allir í einni svipan og flýttum okkur í fötin. Ógurleg skothrið kvað við og jörðin virtist nötra. Undir eins og við komum upp sáum við að skotliríðin kom frá herskipum utan af hafi og frá strandvig- inu á Odderö, en það er rétl við hafnarminnið. Þessi skothríð virtist aukast með liverri mínútu og um kl. 1 sáum við margar flugvélar koma svíf- andi i loftinu. Þær réðust á liöfnina og vigið og köstuðu niður mörgum sprengjum. Sprengjurn- ar féllu víða umhverfis okkur, ekki að eins ur flugvélunum heldur og úr fallbyssum herskip- anna, sem einnig héldu uppi árás á höfniná. Yfir okkur á „Snæfelli“ rigndi sprengjubrotum. Bralc og brestir heyrðust úr bænum, liús hrundu eins og spilaborgir og eldar brutust út, þetta var mikil- fengleg sjón — og hræðileg. Allt í einu, klukkan að ganga 7, heyrðist svo ó- gurleg sprenging, að svo virtist að alll ætlaði um koll að keyra. það var skotfærabúrið á Odderö sem hafði sprungið i loft upp og eldbjarmihn lýsti upp himinhvolfið. Skyndilega kvað við sprenging í skipi okkar og svartan reykjarmökk lagði upp úr því að aftan. Við bjuggumst við að skipið myndi þá og þegar laka að sökkva, og bæði vegna þess, og af því að i raun og veru var fyrir löngu orðið óvært um borð, fóru skipverjar að yfirgefa ])að. 13 fóru fyrst saman og stefndu þeir vestur með höfninni til kletta, sem þar voru og vissum við af að þar voru neðanjarðar gangar. Vildu þeir leila sér skjóls þar og tókst það þrátt fyrir kúlnaregn og eld. Við vor- um fjórir eftir í skipinu um stund, en innan lítillar stundar yfirgáfum við skipið einnig. Við leituðum uppi í sund milli tveggja stórra vörugeymsluhúsa. Vissum við að afdrep var að minnsta kosti í öðru þeirra, sem var næstum fullt af matvörum. En þegar við vorum komnir miðja vega í sundið féll fallhyssukúla í þak annars hússins og þakhéllurn- ar, glerbrotin og sprengjubrotin þustu um okkur. Ein þakhellan kom á öxl eins félaga míns, skar hún í sundur yfirfrakka hans og jakka en sakaði hann ekki og var það mikil mildi. Við héldum áfram göngu okkar gegn um þessi ósköp og komumst inn í vörugeymsluhúsið. Hreiðruðum við um okk- S JÖMAÐURINN ur þar milli hveitisekkja. Þarna voru fyrir nokkrir verkainenn og l'ólkinu fjölgaði. Fyrst þarna feng- um við rétta hugmynd um það sem var að gerast. Það voru Þjóðverjar, sem voru búnir að ráðast á Noreg. Þarna i vörugeymsluhúsinu höfðumst við við í eina klukkustund. Skothríðin óx stöðugt og ætlaði hávaðinn alveg að æra mann. En skyndilega klukkan 8 hættu skolhvellirnir og allt varð kyrt. Við fórum þá út til að litast um. Allt var vitanlega á tjá og tundri í hæmun. Húsin hrunin, eldar víða, götur sprungnar, kirkjuturn- inn eins og skorinn af. Fólkið óð áfram, það flykt- ist um öll hugsanleg farartæki og öil voru þau yfirfull af fólki, bifreiðar, hestvagnar, járnbraut- arvagnar. Allt stefndi burtu. Á járnhrautarstöð- inni var hræðilegt um að litast. Fólkið tróðst þar um grátandi sumt, en annað bar sig betur. Sumir voru hálfklæddir. Allir virtust hugsa um það eit't að komast burlu. Sdðar var mér sagt, að 17 þús- undir manna liefðu flúið hæinn á fyrstu 4 klukku- stundunum eftir að árásin hófst. En alls voru 23 þúsundir íhúa í Iíristjánssandi. Við félagarnir 4 héldum vitanlega hópinn. Þeg- ar við vorum búnir að litast um héldum við lil skipsins okkar. Við töldum líklegast að það mar- aði nú í hálfu kafi, en svo var ekki. Hins vegar var ekki fagurt á að líta um borð í skipinu eða í næsta nágrenni þess. Fallbyssukúla Jiafði fallið á afturhluta skipsins bakborðsmegin. Hafði hún eyðilagl fjórar plötur í þilfarinu, rifið faðmlangt stykki úr öldustokknum og lá það langt inn á bryggju. „Kappinn“ var af afturgeymslunni, kjöt- tunna og ýmiskonar „tógverk", sem hafði verið við „kappann“ var i cinni „kássu“ og var meira að segja varla nokkur kjötbiti lieill — en innan um þelta alll lágu sprengjubrotin á víð og dreyf. Afturtoppljósið var i þúsund molum og milli 30 og 40 göt voru á útsíðunum eftir sprengjuflísar. Auk þessa bar skipið allt, jafnt liáll sem lágt óræk merki eyðileggingarinnar. Flagglínan var höggvin í sundur eftir sprengjuflís og lafði fáni okkar nið- ur. Fyrsta verk okkar var að laga línuna og draga fánann að hún, svo að hægt væri að sjá hverrar þjóðar skipið væri. Enn urðum við ekki, þrátt fyrir allt, varir við að skipið læki. Ég held að ekkert skip, sem lá þarna hafi orðið eins illa úti í árásinni og einmitt okkar skip. Tvö norsk skip lágu til dæmis fast hjá okkur. Þau sak- aði lítið. Skipshafnir þeirra yfirgáfu þau tafar- laust, þegar árásin byrjaði og flýðu úr bænum.

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.