Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 62

Sjómaðurinn - 01.12.1940, Síða 62
54 SJÓM AÐURINN Þú kætist barn, er koma til þín jól og kertaljósin lýsa þér sem sól, með fyrirheit um ljós og lengri dag, við ljóssins skin, þú gleymir stundar hag. Og enginn spyr um undirbúning þinn og enginn veit um gömlu fötin mín, og sjálfur veistu vart í þetta sinn, að veröldin er sköpuð vegna þín. En enginn lítur inn í hreysið þitt að undrast fögru kertaljósin þín, og enginn skilur bros þitt, barnið mitt, né birtu þá, sem þér í augum skín. En Ijósið, sem að lýsir þér í kveld á langa sögu um þyrnum stráðan veg. Það kveikti fyrir mörgum öldum eld og eldinn brenna sjáum þú og eg. Þú barn mitt skynjar þúsundanna þögn, sem þráðu ljós en hlutu stríð og eld og hlekkjabönd, þeir hyggja að helgisögn og hugsa um Ijósið eins og þú í kveld. HÁKON FRÁ BORG. Sjötíu ára sómamaður. • Skólastjórinn, en svo var'Páll Halldórsson altaf nefndur af okkur strákunum sem sóttu Stýri- mannaskólann bæði meðan við vorum þar og eins eftir að við fórum þaðan, varð sjötugur liinn 14. Nóv. síðastliðinn. Innilegustu hamingjuóskir fylgja liinum aldna lieiðursmanni. Vísindamaður látinn. Dr. Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, lést liér í bæ þann (i. nóv. s. 1. Hann varð 73 ára að aldri. Með Dr. Bjarna er í valinn fallinn sæmdarmað- ur, sem varði æfi sinni i rannsóknir og stavfsemi sem þegar liafa orðið sjávarútvegi okkar og ís- lenzkri sjómannastétt til mikils gagns, en á vafa- laust eftir að verða það enn hetur. Ofan á grundvöll rannsókna hans og athugana mun i framtiðinni verða hyggt, en nokkur vandi fylgir þar, því Dr. Bjarni var liinn Varfærnasti í öllu er hann tók sár fvrir hendur. Heiður sé minningu hans. * I heildsölu Ólafur R. Björnsson & Co. Sími Í7Í3.

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.