Bankablaðið - 01.07.1985, Page 19

Bankablaðið - 01.07.1985, Page 19
19 Á öðrum stað í þessu blaði eru birt helstu efnisatriði hringborðsumræðna nokkurra kunnra bankamanna, sem á starfstíma sínum hafa fengist við hin fjölbreytileg- ustu störf í hinum ýmsu lánastofnunum, bæði í stjómunar- og þjónustustörfum. í þessum hópi em m.a. tveir kunnir for- vígismenn úr hópi Sambands ísl. banka- manna, þ.e. formaður og framkvæmda- stjóri. Þegai' litið er til framtíðar og reynt að eygja þá mynd, sem smám saman er að skapast við sjóndeildarhringinn og varð- ar framtíðarstefnuna í framkvæmd bankamenntunar er fróðlegt að leita til stjómenda bankanna og fá fram viðhorf þeirra. Rætt var við stjómendur frá öllum aðalbönkum, bæði ríkisbönkum og einkabönkum auk fulltrúa frá Sambandi sparisjóða. Það sem hér birtist er árangur þeirra samtala, sem ýmist koma fram í sérstökum yfirlýsingum stjómenda bankanna eða í viðtalsformi með öðmm hætti. Það verður að liggja á milli mála og vera mál viðkomandi stjómenda hvort þeir tala hér í eigin nafni eða fyrir hönd þeirra bankastjóma, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Ritstj. Jóhannes Nordal, Seölabankastjóri Menntun bankamanna í framtíðinni TKXTI: JOHANNKS NORDAI. Bankarekstur er aldagömul starfsgrein, sem einatt hefur einkennst frekar af íhaldssemi en örum breytingum. í þessu efni hafa orðið mikil umskipti hin síðari ár, sem ekki sér fyrir endann á. Tæknibyltingar í fjarskiptum, upplýs- ingamiðlun og aukið frjálsræði í pen- ingamálum um allan heim hafa valdið því, að breytingar em nú örari og þróun- in hraðari á sviði bankaþjónustu en í flestum öðrum starfsgreinum. Þessar breytingar em þegar famar að hafa mikil áhrif á þróun bankamála hér á landi, sér- staklega að því er varðar hvers konar tölvuvinnslu, en þó er ljóst, að íslend- ingar em enn vemlega á eftir þróuninni í nágrannalöndunum, og miklar breyting- ar eru því á næsta leyti. Öll hefur þessi þróun í för með sér sí- fellt nýjar og auknar kröfur til menntunar og sérþekkingar bankamanna, sem leysa verður úr með aukinni menntun, ekki bara þeirra, sem em að hefja störf í bönkunum, heldur ekki síður endur- menntun og starfsþjálfun eldri starfs- manna, sem tileinka þurfa sér nýja tækni og vinnubrögð. Enginn vafi er á því, að Bankamannaskólinn, sem nú hefurþegar starfað í aldarfjórðung, mun enn eiga verulegu hlutverki að gegna varðandi menntun bankastarfsmanna í framtíð- inni. Vandamálið verður hins vegar ekki sízt fólgið í því, hver verkaskiptingin skuli vera milli Bankamannaskólans annars vegar og hins almenna skólakerf- is og starfsþjálfunar einstakra banka hins vegar. Bankastarfsmenn em orðnir svo stór stétt, að eðlilegt er að aukið tillit sé tekið til starfsþjálfunar hennar í hinu almenna skólakerfi. Þannig geti bankamir ráðið til sín starfsfólk með góða grundvallar- þekkingu til dæmis á sviði tölvumála og almennra viðskipta. Jafnframt er margt sem bendir til þess, að einstakir bankar muni í framtíðinni auka eigin starfsþjálf- un sína. Kemur þar bæði til, að aukin samkeppni milli banka hlýtur að draga nokkuð úr áhuga á sameiginlegri fræðslustarfsemi, en einnig hitt, að hver banki hlýtur að vilja þróa starfshætti sína í samræmi við eigin markmið, en þar hlýtur sérþjálfun eigin starfsmanna að gegna veigamiklu hlutverki. Verði úr samruna bankanna í stærri heildir, eins og margir telja æskilegt, mun áhuginn á sérstakri starfsþjálfun innan hvers banka fyrir sig fara vaxandi. Þrátt fyrir þetta ætti enn að vera um að ræða veigamikil verkefni fyrir Banka- mannaskólann, og virðist mér þá fljótt á litið tvennt sérstaklega blasa við. í fyrsta lagi sérstök námskeið eða -fyrirlestra- flokkar um almenn sérhæfð bankamál, sem ekki er sinnt með viðunandi hætti af hinu opinbera menntakerfi. Slík nám- skeið gætu oft verið skipulögð í sam- vinnu, t.d. við viðskiptadeild Háskólans eða Verzlunarskólann. í öðru lagi ætti Bankamannaskólinn að taka forystu um endurmenntun bankamanna er tryggi, að hinir eldri starfsmenn geti tileinkað sér nýja tækni, sem sífellt er að ryðja sér til rúms í starfsgrein þeirra. Hér yrði bæði um að ræða almenn endurmenntunar- námskeið t.d. í notkun á tölvum og nú- tíma fjarskiptum í bankastarfsemi, en einnig sérhæfðari námskeið fyrir ein- staka starfshópa í bönkunum, sem ella kynnu að dragast aftur úr vegna ófull- nægjandi starfsþjálfunar á tímum örra breytinga á hlutverki og starfsháttum bankakerfisins.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.