Bankablaðið - 01.07.1985, Side 33

Bankablaðið - 01.07.1985, Side 33
GUNNLAUGUR G. BJÖRNSON 33 Gunnlaugur G. Björnson starfar nú hjá Reiknistofu bankanna. Hann hef- ur á langri starfsævi unnið ýmiss kon- ar bankastörf. Fyrst í Landsbankan- um fyrir réttum 50 árum síðan. Gunn- iaugur hefur því kynnst ólíkum starfs- aðferðum bankanna, og gerir sér vafalaust betur en margir aðrir grein fyrir þeim hættum sem kunna að fyigja því að skipta frá einu kerfínu til annars. TÖtVAN MÁEKKI IAKA VÖLDM „Stærsta breytingin sem orðið hefur í bankastarfseminni síðan ég byrjaði að vinna í banka er einmitt tilkoma tölvunn- ar. Það sem framundan er, og verður til mikilla bóta, er beinlínuvinnslan. Hér áður fyrr var allt fært og bókað í bankan- um sjálfum, þannig að allar upplýsingar- lágu þar fyrir. Núna er þetta sent í tölv- una í Reiknistofunni og bókað þar; þú færð síðan lista í bankann á hverjum ntorgni yfir það sem gerðist daginn áður. En þegar þú ert kominn í beint samband við tölvuna, þá getur þú spurt hana beint úr bankanum: hvemig stendur þessi reikningur. Við getum tekið dæmi um hvað þetta þýðir. Týni einhver viðskiptamaður tékk- heftinu sínu, þá getur hver einasti af- greiðslumaður bankans séð um leið og tapið er tilkynnt hvað gerst hefur. Hið sama má segja um þegar afturkalla þarf ávísun; afturköllun ávísana er eiginlega ekki virk í dag. Og það hefur ekki sísta þýðingu fyrir bankana sjálfa að um leið og einhver brýtur af sér í bankakerfinu, þá geti upplýsingar um það borist í einu vetfangi út um allt kerfið". - Nú mun afgreiðslan í bönkunum breytast nokkuð við beinlínukerfið; hverju þarf starfsfólk bankanna að þínum dómi að gefa gætur að við þess- ar nýju aðstæður? „Fólkið í bankanum þarf að vera dóm- bært á það sem tölvan skilar frá sér. Ég vil að bankarnir, í gegnum Bankamanna- skólann, kenni starfsfólkinu sérstaklega það sem tölvan lætur frá sér fara. Það má alls ekki vera þannig, að þegar viðskiptamaður kemur inn í bankann og spyr af hverju ákveðin greiðsla sé þannig, þá verði svarað:“ Ég veit það ekki, en tölvan segir að þetta eigi að vera svona“. Þetta kalla ég að tölvan verði búin að taka völdin. En ef maðurinn er hins vegar fær um að eftirreikna það sem tölvan gerir og sendir frá sér, þá hefur hún ekki fengið völdin“. Gunnlaugur G. Björnson, Reiknistofu bankanna. - Þýðir þetta e.t.v. að þú berir tak- markað traust til þessara sjálfvirku véla? „Nei, en það geta verið settar vitlausar upplýsingar í tölvuna. Við verðum að hafa í huga að tölvan gerir ekki annað en það sem þú segir henni að gera; það er svo ekki nauðsynlega einmitt það sem þú meintir. Mistök geta alltaf átt sér stað. Og þegar það gerist má ástandið ekki vera þannig að enginn í stofnuninni greini mistökin, eða kunni að endur- reikna það sem tölvan sýnir. Þá værum við orðin eins og í grínmynd sent ég sá einhvern tíma, þar sem forstjórinn gekk um fyrirtækið og spurði hvort nokkur kynni lengur að leggja saman, því sam- lagningarvélin væri biluð. Það þarf svo örugglega að veita því fólki sem semur prógrömmin hjá Reikni- stofunni aðstöðu hjá bönkunum, þannig að eðlileg samvinna geti orðið þarna á milli“.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.