Bankablaðið - 01.07.1985, Síða 36

Bankablaðið - 01.07.1985, Síða 36
36 við hann, að hann tæki að sér skólastjóm hins væntanlega bankaskóla og sam- þykkti hann það. En áfram hélt málið og á fundi 8. okt- óber 1959, þar sem mættir voru fulltrúar bankanna auk stjómar SÍB, var skipulag skólans endanlega samþykkt, samkvæmt tillögu skólanefndar. Skólinn telst stofnaður 13. apríl 1959, en fyrsta byrjendanámskeið hans hófst 2. nóvember sama ár. Stofnendur teljast Samband íslenskra bankamanna, Lands- banki íslands (sem þá skiptist í Við- skiptabanka og Seðlabanka íslands), Út- vegsbanki íslands og Búnaðarbanki íslands. Þegar Seðlabankinn var síðar skilinn að fullu frá Landsbankanum, gerðist hann sjálfstæður aðili að skólan- um. Hlutafélagabankarnir og sparisjóð- irnir gerðust síðar einnig aðilar að skólanum. NÁM OG STARF í BANDARÍKJUNUM „Ég gegndi starfi skólastjóra Banka- mannaskólans í 20 ár, eða til 1. septem- ber 1978,“ segir Gunnar. „Þetta var aukastarf allan tímann, því mitt aðalstarf var í Búnaðarbankanum. Þegar ég tók starfið að mér var ég ný- korninn frá námi og starfsþjálfun í Bandaríkjunum, þar sem ég starfaði árin 1958 og 1959 hjá elsta banka New York borgar, The Bank of New York. Ég starfaði þar í öllum deildum erlendra viðskipta, jafnframt því að stunda nám við The American Institute of Banking í New York. Hvað starfsemi Bankamannaskólans þessi ár snertir, má í stórum dráttum skipta henni í tvö tímabil. Hið fyrra stóð í átta ár, eða til 1966, en hið síðara til ársins 1978. Það ár tók gildi nýr samn- „Annatímar í bönkum 1985" ingur um starfsskipulag skólans, þar sem starf skólastjóra var gert að heilsárs- starfi. Þá tók við því Þorsteinn Magnús- son, kennari í Verslunarskólanum, en hann hafði verið kennari við skólann frá upphafi. Á fyrsta námskeiði skólans voru kenn- arar 13, þar af 11 sérfróðir starfandi bankamenn. Flestir nemendanna komu frá Landsbankanum, eins og alltaf hefur verið. Einvarður Hallvarðsson varstarfs- mannastjóri Landsbankans; tryggur og ötull stuðningsmaður skólans og veitti honum ómetanlegan stuðning. Fyrstu átta árin hafði skólinn ekkert fast húsnæði til umráða fyrir starfsemi sína. Byrjendanámskeið voru um fimm ára skeið haldin til skiptis í samkomusöl- um Landsbankans, Útvegsbankans, Búnaðarbankans og Iðnaðarbankans, en þá voru þessir salir teknir undir mötu- neyti bankanna. Síðan lá starfsemi skólans að mestu niðri um tveggja ára skeið, þar sem ekki var völ á hentugu húsnæði. ÞÁTTASKIL - EIGID HÚSNÆDI Árið 1966 eignaðist Samband íslenskra bankamanna eigið húsnæði að Lauga- vegi 103, og fékk skólinn þar til umráða ágætis leiguhúsnæði til 10 ára. Byrjendanámskeið skólans hófust síðan að nýju í október það ár. Starfsemi skólans fórnú vaxandi. Auk byrjendanámskeiða og verklegrar kennslu á reiknivélar og í vélritun, voru haldin tungumálanámskeið. Þau fóru ýmist fram í skólanum eða samkomusal Landsbankans, ef þau voru haldin í Reykjavík, en að auki voru þau haldin úti á landi, svo sem.á Akureyri, Húsavík og í Bifröst. Árið 1975 voru námsgrein- arnar orðnar 22 fyrir utan framhaldsnám- skeiðin. Nýir starfsmenn voru þá orðnir skyldugir til að sækja skólann, sam- kvæmt ákvæði 5. greinar reglugerðar um störf og launakjör bankamanna. BÆKUR 0G RIT SKÓLANS Bankamannaskólinn gaf út bókina „Stjómun og skipulag", sem Ólafur Pét- ursson hagfræðingur þýddi fyrir skólann og var notuð sem kennslubók. Þar fyrir utan hafa ýmis önnur rit verið gefin út, svo sem sérprentaðir fyrirlestrar og rit notuð við kennslu. Meðal höfunda má nefna Jónas Rafnar, Helga Bergs, Bjöm Tryggvason, Stefán Sturlu Stefánsson, Magnús Árnason hrl., Gunnar H. Blöndal, Benedikt E. Guðbjartsson og fleiri. „Annatímar í bönkum 1985" NÝ TÆKNI SKAPAR MEIRI ÞÖRF FYRIR SKÓLA Að lokum var Gunnar spurður, hver skoðun hans væri á framtíð Banka- mannaskólans; hvort hann ætti einhverja framtíð fyrir sér. Já, Gunnar var sann- færður um að svo væri. „Það er ljóst, að ný lög um banka- rekstur gefa möguleika á mun fjölbreytt- ari bankaþjónustu. Ný tækni; beinlínuaf- greiðslukerfi banka og sparisjóða kemur til með að valda miklum breytingum á starfsemi þessara stofnana og skapa þar af leiðandi verkefni og aukna þörf fyrir Bankamannaskólann. Kennsla og þjálf- un og notkun tækja fer nú fram á vegum Bankantannaskólans og á ábyrgð hans. Þörfin á Bankamannaskólanum á eftir að aukast." Að lokum bað Gunnar Blöndal fyrir kveðjur til samstarfsmanna sinna. „Ég þakka skólanefnd, starfsmannastjórum, skólastjóra, kennurum, nemendum og bankamönnum ágæta samvinnu og sam- starf á liðnum árum. Ég vil að lokum áma skólanum allra heilla á þessum merka áfanga í starfsemi skólans og óska þess jafnframt að skól- inn megi í vaxandi mæli stuðla að vel- gengni og frama íslenskra bankamanna.“

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.