Bankablaðið - 01.07.1985, Side 61

Bankablaðið - 01.07.1985, Side 61
61 Á þeim tíma, sem skólinn hefur starfað, hafa orðið stórstígar framfarir á sviði tæknimála í bönkum landsins. Tölvuöld hefur hafið innreið sína og öll starfsemi hefur beinst inn á þá braut sér- staklega með það fyrir augum að gera þjónustuna við viðskiptavinina öruggari og fljótvirkari. „Annatimar í bönkum 1985“ Þegar ég hóf starf í Landsbankanum fyrir rúmum 30 árum, voru reiknivélar flestar handknúnar, svo og ritvélar. Samskipti við útlönd fóru fram með skeytum, sem gátu tekið langan tíma að komast á leiðarenda og símtöl þurfti að panta í gegnum talsamband við útlönd og vafamál hvort samband fengist samdægurs þó pantað væri snemma að morgni. í september/október ár hvert byrjaði starfsfólk sparisjóðs og hlaupa- reikningsdeilda að vinna yfirvinnu við að reikna vexti af þessum reikningum svo þeir yrðu til um áramót. Það þarf ekki að lýsa hvernig þetta gengur fyrir sig í dag, en þarna hefur tölvan gjör- breytt vinnuhraða, afköstum og öryggi. Það er ekkert vafamál, að menntun bankamanns framtíðarinnar hlýtur í verulegum mæli að verða á sviði tölvu- mála og finnst mér að á þá menntun þurfi Bankamannaskólinn að leggja áherslu, en það sem þó er mikilvægast að mínu mati í öllum samskiptum bankamanna við viðskiptavini bankanna er hinn mannlegi þáttur, við megum ekki verða einskonar vélmenni. Það er staðreynd, að mennt er máttur, en við skulum ekki gleyma því, að ef hinn mannlegi þáttur í öllum samskipt- um manna á milli gleymist, þá getur sú menntun oft orðið harla lítils virði. Bankamannastéttinni í heild óska ég heilla á þessum tímamótum. FRAMHALD FRÁ BIS. 27 hljóðupptökur og tölvan síðan notuð til að leysa verkefni tengd efninu. Nám af þessu tagi hentar vel þar sem erfitt er að skýra efni það sem um er fjallað með texta eingöngu, eða þar sem texti er verulegur og jafnvel í mörgum bókum af mismunandi tagi. Ef um það síðast talda er að ræða má líta á tölvuna sem próftæki og til upp- rifjunar og til að gera skýringarútdrátt úr námsefninu. Nýjasti vaxtarbroddur í þessum flokki er nám sem byggir á tölvustýr- ingu á myndplötutæki. Efnið er þá á myndplötum bæði með mynd og hljóði og getur nemandi jafnvel valið milli tals á tveimur tungumálum. Tölvustýringin felst í því að hægt er að nota sömu myndplötuna fyrir mis- munandi tegundir náms um sama efni. Sem dæmi má taka nám um tölvu af einhverri tegund. Ef nemandi er í tækninámi varðandi þessa tölvu þá er valin tæknileiðin gegnum efnið. Ef á hinn bóginn nemandinn er vænt- anlegur notandi þá þarf hann ekki á miklum tæknilegum skilningi að halda og því er valin önnur leið við yfirferð efnisins og tæknilegum bút- um hér og hvar sleppt. 4. Ýmislegt. Til þessa flokks flokka ég ýmiss konar nám sem felur fyrst og fremst í sér þjálfun með endurtekningum. Dæmi um þetta er vélritunarnám, en ágæt forrit eru til fyrir einkatölvur til að þjálfa leikni í vélritun. Tölvan fylgist þá með hvaða árangri hefur verið náð og þjálfar nemandann þar til fullnægjandi getur talist. Ef vélritunarhraði fellur niður frá því síðast var þjálfað tekur tölvan aftur til þjálfunar þá stafi sem ekki næst nægi- legur hraði með. Á þennan hátt er far- ið yfir lyklaborðið þar til allir stafir hafa verið lærðir. Vélritunarhraði, sem að er stefnt, er að vali nemand- ans þannig að þegar allir stafir hafa verið lærðir er hægt að nota sama for- rit til að ná upp auknum hraða. Annað dæmi er nám til einkaflug- mannsprófs. Til er forrit sem líkir eft- ir flugi lítillar einkaflugvélar svo ná- kvæmlega að víða í Bandaríkjunum fá þeir sem hafa það á valdi sínu það metið til prófs til jafns við ákveðinn fjölda flugtíma. Ekki er þörf á að forrita námsefni frá grunni í venjulegu tölvumáli þar sem þegar eru til mjög öflug forrit til að fram- leiða námsefni eins og hér er lýst. NOTKUNARMÖOULEIKAR Kostir þess að nota þessa menntunarað- ferð fremur en hefðbundnar eru fjöl- margir og ætti að henta við menntun og þjálfun í bankakerfinu ekki síður en í öðrum þáttum atvinnulífsins; enda fjöldi bankamanna mikill og þörfin á menntun og starfsþjálfun því mikil, auk þess eru reglur og starfsaðferðir svipaðar milli stofnana sem auðveldar gerð fastmótaðra námsferla. Með tölvutengdu námi getur nemandi stundað námið þegar það hentar honum sjálfum. Hann þarf hvorki að bíða þar til námskeið er haldið um efnið né þar til sá starfsmaður sem á að segja honum til hefur tíma aflögu eins og nú er algengt. Það er einnig kostur að nemendur læra sama efni um sömu hluti þannig að hag- kvæmni réttra vinnubragða fær að njóta sín og nemendum er ekki eins hætt við að temja sér röng vinnubrögð vegna mis- skilnings eða vegna ólíkrar tilsagnar. Nemandi getur sjálfur fundið sér hentug- an námshraða þannig að nám og starf falli vel saman. Hann ætti í mörgum til- vikum ekki að þurfa að fara af vinnustað til að stunda námið en þetta er sérlega mikilvægt úti á landi og í litlum útibúum og sparisjóðum þar sem starfsmenn eru fáir. í slíku umhverfi, það er að segja þar sem fólkið þekkist betur innbyrðis en á stærri stöðunum, getur námið jafnvel orðið að eins konar sameiginlegum leik þar sem „dauður" tími nýtist til umræðna og athugunar á námsefninu öllum til hagsbóta. Hægt er að hugsa sér ýmsar mismun- andi aðferðir við slíkt nám. Þannig gæti hluti þess farið fram með formlegum hætti undir leiðsögn kennara ýmist í Bankamannaskólanum eða hjá stofnun- inni sjálfri. Sá hluti námsins sem færi fram innan stofnunar, gæti verið í þar til gerðu tölvuveri þar sem boðið væri upp á hentugt afmarkað afdrep, með aðgangi að einkatölvu, námskeiðasafni, bókum og gögnum varðandi námið auk hugsan- legs aðgangs að einhverjum leiðbein- anda sem bæri ábyrgð á aðstöðunni. Einnig væri hugsanlegt að hafa tölvuna á einhverjum öðrum hentugum stað og jafnvel að nemendur fengju að taka tölvu með sér heim til heimanáms og til að kynnast henni betur. Auðvelt er að aðlaga námsefnið ýms- um breytingum, svo sem nýjungum í þjónustu eða vinnubrögðum, viðbótum og breytingum á útreikningum og regl- um eða aðlögun námsefnisins vegna mismunandi aðferða hjá ólíkum stofnun- um. Þar sem efnið er í tölvutæku formi er hægt að gera ýmsa hluti í þessum dúr sem ógerlegt væri ef um prentað efni væri að ræða. Tölvuvæðing ýmissa þátta bankakerf- isins er nú í örari þróun en verið hefur nokkurn tíma áður og eru því líkur til að tölvulæsi aukist þar verulega á næstunni eins og áðurergetið. Með þeirri byltingu sem átt hefur sér stað með innreið einka- tölvunnar og þess hugbúnaðar fyrir hana sem nú er fáanlegur til nota við menntun og þjálfun er engum blöðum um það að fletta að einkatölvan á eftir að skipta sköpum í tölvulæsi íslendinga á næstu árum.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.