Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 14
um og jeg stóð íilein eftir i niðamyrkrinu, datt mjer
alt í einu í luig, hvort ekki væri reynandi að stelast
út eftir. Jeg var ekki Jirædd að fara í myrkrinu yfir
urðina, jeg var æfð í að stökleva þar stein af steini,
þegar bjart var, og um myrkfælni var ekki að tala.
Jeg Jiafði snemma verið vanin af þeim óvana, með
því að reka mig með liarðri hendi til að fara hvert
sem vera vildi í kolamyrkri, og tjáði þá ekki á móti
að mæla. Jeg hefi oft á minni löngu æfi haft gott af
þeim lærdómi, en þá fanst mjer Jiann harður að-
göngu. Jeg lagði svo af stað án þess að hræðast urða-
grjót og myrkur, en það var annað, sem jeg hræddist,
nefnilega að upp kæmist um mig, að jeg hefði stol-
ist út eftir, því að þá hefði ekki sjálft aðfangadags-
JíveJdið getað hlíft mjer við hegningu. En löngun
mín til söngsins varð öllu öðru yfirsterkari, svo að
jeg tók tiJ fótanna og flýtti mjer sem mest jeg mátti
vfir eggjagrjót og urðir, og út eftir kom jeg mátu-
lega, það var verið að byrja að s'yngja fyrsta sálm-
inn. En hvar átti jeg nú að vera, úti var rigning, og
ekki mátti jeg verða gegndrepa, því að þá komst
upp um mig.
Jeg gekk í kringum húsið og sá, að bakdyraliurðin
var í hálfa gátt. Jeg læddist inn í skúrinn og sá, að
húsið var fult af fólki. Þá kom jeg auga á stóran
kassa, sem stóð i skúrnum, fullur af smíðatólum og
öðru rusli. Bak við hann skreið jeg og lá þar graf-
kyr meðan á messunni stóð, en ekki þorði jeg annað
en hafa mig burt áður en búið var að syngja síðasta
sálminn, og heim Jíomst jeg slysalaust.
Vorið eftir kom móðir mín elskuleg í kynnisferð
til fósturforeldra minna, og talaðist svo til milli henn-
ar og þeirra, að hún tók mig heim með sjer. Nú vai*
jeg áþreifanlega komin í nýjan heirn. Mjer fanst jeg
12