Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 78
augun voru grá og hörð. Orð hans voru fögur, en
þó ljetu þau illa í eyrum hennar. — Hún hugsaði
ósjálfrátt til smalans. Fötin hans voru gömul og
hætt, en i augum hans var heill heimur af gleði, og
í fallega brosinu hans var ástúð og friður.
— Yndislega kóngsdóttir, hjelt kóngssonurinn á-
fram, jeg bíð með óþreyju eftir svari þínu. Viltu verða
drotningin mín?
Litla kóngsdóttirin titraði öll. Hún leit á foreldra
sín á víxl. Þau störðu á hana með nístandi augna-
ráði. Þá mintist hún dimma kjallarans, og hún sagði
„já“, svo veikt, að það heyrðist varla. Jafnskjótl
hneig hún meðvitundarlaus niður á hallargólfið.
Kóiigurinn Ijet kunngjöra brúðkaup dóttur sinn-
ar um alt ríkið. I höllinni var uppi fótur og fit. Þar
var vakað dag og nótt við að undirbúa veisluna,
sem átti að verða sú stærsta og veglegasta, sem haldin
hefði verið í nokkurri konungshöll.
Nóttina fvrir brúðkaupið lá kóngsdóttirin í rúmi
sínu og grjet. Síðustu dagana hafði hún ekki litið
glaða stund, en nú fanst henni hjarta sitt ætla að
bresta. Hún var orðin vonlaus uin, að dvergurinn
kæmi aftur, hún sá engin ráð til þess að komast
burtu án hans hjáípar, og hún óskaði einskis ann-
ars en að dauðinn vildi koma og taka hana til sín.
En meðan hún var að hugsa um þetta, sá hún
svaladvrnar opnast, og inn kom dvergurinn góði.
Kóngsdóttirin þaut u}>p úr rúminu og hljóp til hans
með útbreidda armana.
— Við gátum ekki horft á þig gráta svona, sagði
hann, og því er jeg kominn til þess að frelsa þig
hjeðan.
Kóngsdóttirin var fegnari en svo, að hún fengi
76