Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 15
vera endurfædd iil nýs lífs. Nú átti jeg í fyrsta sinn
að kalla á pabba og mömmu, nú átti jeg föður og
móður. Stjúpi minn, sem var mesta prúðmenni, gekk
okkur systkinunum sannarlega i föðurstað. Jeg var
fyrst svo feimin, að jeg ætlaði ekki að þora að
kalla á pabba og mömmu. Jeg var alt í einu orð-
in svo rík, að jeg átti bæði föður og móður og fjölda
systkina; þar var meira en jeg hafði nokkurn tíma
þorað að láta mig dreyma um. En ástúðin og kær-
leikurinn, sem að mjer streymdu, vöndu fljótt af
mjer feimnina, svo að innan skamms var jeg búin
að átti mig og farin að njóta lífsinsv eins og fugl, sem
tekinn hefir verið undan væng móður sinnar og lok-
aður inni i búri, áður en hann þekti sól og sumar, en
svo alt í einu slept út i birtu sólarinnar og má fljúga
frjáls grein af grein.
Sumarið leið við mikla vinnu og mikla gleði; vet-
urinn kom með sin störf og sina gleði, sem hvort-
tveggja var margbreytt. Það var siður hjá foreldrum
mínum að láta lesa húslestra annaðhvert ár í Vída-
línspostillu, en hitt i Pjeturs Iiúslestrabók. Þegar
Vídalin var lesinn, kom afi ávalt inn i okkar bað-
stofu og las; hann var faðir stjúpa míns og stjúpi
móður minnar. Hann átti baðstofn áfasta við okkar,
sem hann hafði bvgt sjer og bjó þar. Hann var fyrir-
mannlegur öldungur, hvítur fyrir hærum, bar hátt
höfuð sitt og gekk teinrjettur, þá á áttræðis aldri;
liann var gáfaður maður, las og hugsaði mikið; allir
þjeruðu afa, lika foreldrar mínir. Aldrei á æfi minni
liefi jeg heyrt eins vel og skörulega lesið eins og þeg-
ar afi las. Jeg held, að hann hafi kunnað Vídalín utan-
I)ókar, því að þegar jeg man eftir, var hann blindur á
öðru auga og sá illa með hinu. Bókin hans, sem hann
vildi altaf lesa í, var orðin svo slitin, að víða voru
13