Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 83
— Þær annast góðir álfar, þangað til þeini verður
fenginn nýr smali.
Að svo mæltu tók smalinn í hönd kóngsdótturinn-
ar, og þau leiddust eftir grundunum. Smátt og smátt
fór að koma roði á austurloftið. Sólin var að koma
upp. Þau gengu í áttina til hennar.
Þegar sljettan þraut, tóku við hólar og hæðir, og
loks komu þau i stóran skóg. 1 honum gengu þau
lengi.
— Ertu ekki þreytt? spurði smalinn.
— Nei, svaraði kóngsdóttirin, J>ví að þegar jeg lít
á þig, verð jeg strax afþreytt.
— Þú ert svo góð, sagði hann. Jeg get ekki yfir-
gefið þig. Jeg vil fara hvert sem þú ferð og vera
þar, sem þú vilt vera.
Þá brosti kóngsdóttirin. Þannig hafði hún ekki
hrosað í mörg ár, ]>ví að nú var hún sæl.
Þegar J)au komu út úr skóginum, blasti við J)eim
beinn vegur. Meðfram honum uxu dásamleg blóm í
þúsund litum. Það var orðið albjart. Döggin glitraði
á blómunum og laufinu. Himininn var heiður og blár,
og sólin sendi sína fegurstu og heitustu geisla niður
á kalda jörðina.
Við veginn sátu tvö litil börn meðal blómanna.
— Veistu, af hverju öll þessi blóm hafa sprungið
út í nótt? spurði annað barnið.
— Já, svaraði hitt, jeg veit það. Það er af því, að
kóngsdóttirin okkar er að gifta sig í dag.
Suanhildur Porsteinsdóttir.
81