Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 16
rifnar af allar spássíur og sumstaðar langt inn i les-
mál, en aldrei stóð afi við í lestrinum. Þegar fram á
jólaföstuna kom, fóru allir að hlakka til jólanna, cn
jeg vissi ekki, hvort jeg átti að hlakka til þeirra. Nei,
jeg ætlaði nii að bíða með það og sjá, hverju fram
yndi. Mamma var farin að steypa jólakertin, og á
sunnudögunum var hún að sauma ýmislegt smáveg-
is, sem hún ætlaði að geí'a börnunum. Jeg man, að
drengirnir átlu að fá húfur, Mundi bróðir minn,
Valdi frændi, sem þau höfðu tekið, liann var systur-
sonur stjúpa nu'ns, og Siggi, liann var sveitardrengur,
— en það vissi jeg nú ekki þá, — hann kallaði for-
eldra mína pabba og mömmu, og það gjörðu öll
sveitarbörn, sem hjá þeim voru, svo að þau skyldu
ekki finna til munaðarleysis síns.
A Þorláksmessu var allri vinnu hætt, og stúlkurn-
ar voru að þvo og fága alla hluti, og öll verkfæri, sem
mint gátu á hversdagsstritið, voru burt borin. Við
systurnar vorum að fága lýsislampana, þeir urðu nú
að skína eins og glóandi gull, því að rnóðir mín var
ákaflega vandlát með alla ræsting á bænum og öll-
um áhöldum. Hún fór nú ofan í stofu og sótti þang-
að kertastjaka tvo úr látúni og Ijet okkur fægja. Þeir
voru aldrei notaðir í baðstofunni nema á jólunum,
])á brunnu i þeim jólakertin á borðinu undir stafn-
glugganum. Á Þorláksmessu urðu stúlkurnar að vera
búnar að gjöra jólaskóna á sig og þjónustumenn sína.
í þá var notað fallegasta selskinnið, sem til var, og lit-
að svart. Þeir voru bryddir með snjóhvítu elti-
skinni, það var allra kappsmál að gjöra þá sem best,
allir fengu þá lika nýja sokka (jólasokkana). Mjer
þótti afska])Iega vænt um að vita, að enginn fór í
jólaköttinn hjá mömmu. Og nú ásetti jeg mjer að
spyrja hana um jólaköttinn, hvort hún liefði ekki
14