Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 70
og fjell síðan niður í bogamynduðum úða. Þetta
hafði veitt henni mikla skemtun áður. Nú fanst
henni það tilbreytingarlaust og einskisvirði. — Litln
englabörnin á börmunum þekti hún öll. Henni þótti
vænt um litlu hrokkinhærðu drengina, með útbreidda
vængina. Oft klappaði hún þeim, en marmarinn var
svo kaldur viðkomu, að það fór hrollur um hana.
Hvað hún óskaði þess heitt, að litlu englarnir væru
lifandi og gætu fJogið. Þá myndi hún biðja þá að
bera sig yfir liáa múrinn.
A tjörnunum syntu fallegir snjóhvítir svanir.
— Af hverju fljúga ekki svanirnir burt, fyrst þeir
hafa vængi? spurði kóngsdóttirin eina af þernum
sínum.
— Það hefur verið klipt af vængjum þeirra, svo
að þeir gætu ekkert komist. Þeir eiga að vera hjer
lil prýðis, svaraði þernan.
Þegar kóngsdóttirin lieyrði þetta, komu tár í stóru
bláu augun hennar, og upp frá því varð hún altal’
hrygg, þegar hún sá svanina.
í trjágöngunum var þröngt og dimt, og þar sást
aðeins upp i heiðan himininn. í skugga hinna háu
trjáa stóðu myndastyttu]- á stöllum. Það voru alt
fagrar, naktar konur. Sumar voru með litil börn
sjer við hlið, aðrar voru dansmeyjar og sveifluðu
slæðunum í kringum sig, en allar voru þær úr hörð-
um steini, og engin þeirra gat hreift svo mikið sem
litla fingurinn. Ein þeirra var ólík öllum hinum,
og hana þótti kóngsdótturinni vænst um. Það var
ung stúJka, sem hafði hendurnar krosslagðar á
brjóstinu og mændi til himins. Það var auðsjeð á
andliti hennar, að henni leið illa. Það var eins og
hana langaði ii]>p í himininn og hún væri að biðja
einlivern að bera sig þangað.
68