Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 30
um saman og eignaði honum alla þá kosti, sem karl-
mönnum fara best, þó að hún hefði ekki annað
fyrir sjer i því en að hún vildi og vonaði, að hann
væri' eins og imyndunarafl hennar og ástaþrá helst
kaus sjer mann. Bágt átti hún reyndar með að átta
sig á því, að þetta væri sami maðurinn, hann, sem
nú stóð þarna hjá henni og átti að verða bóndinn
liennar kl. 8 í kvöld, sami maðurinn, sem hún hafði
hugsað um dag og nótt um mörg ár, sofnað út frá
á kvöldin og vaknað til á morgnana, þó að margar
milur væru á milli þeirra, maðurinn, sem henni fanst
Vera sá eini i alheimi, sem bindandi væru trúss sam-
an við, sem hægt væri að vera óhult hjá alla æfi og
æskilegt væri að fá að ganga við hliðina á gegnum
líf og dauða. Var hann svona skelfilega breyttur, eða
var liún orðin alt öðruvísi en fyrir 7 árum? Hún
liklega ennþá meira, hann kannske eitthvað líka, en
verst að nú fann hún, að þetta var gagnólíkur mað-
ur honum, sem hún sofnaði með í sálarfaðminum
á kvöldin og gaf alt sitt dálæti. Það hlaut líka að
vera eittlivað bogið við þetta alt hjá henni. Hún
liafði kunnað svo fjarska illa við brjefin lians i seinni
tíð, leið altaf ver í livert sinn, einkanlega þegar
hún var búin að lesa þau, enda hafði hún hlakk-
að svo vitlaust til þeirra og hlaupið svo fagn-
andi heim með þau af pósthúsinu í hvert sinn, er
þau komu með boð frá huganum hans, og kannske
full af — nei, þau voru aldrei full af neinu því,
sem fullnægði þrá hennar. En það var ekkert að
marka, hann var víst svo ólíkur henni, langtum,
langtum dýpri, stærri allur og fullkomnari en hún,
sem var svo lítil og óburðug, líktist engu nema sand-
lóunni. Hún var svo brennandi áköf og fram úr öllu
lagi óskynsöm. Hvernig átti hann að þrá hana eins
28