Dropar - 01.01.1927, Blaðsíða 66
sjálf seig eins liægl i hafið og hún gat, til þess að
hún gæti sem lengst sjeð kóngsdótturina í vöggunni.
— - Litlu blómálfarnir hlógu og hjeldu, að aldrei
myndi koma kvöJd. En svo þegar síðasta gullröndin
var horfin af vesturhimninum og rökkrið breiddi
mjúka bláa blæju yfir liöf og Jönd, hnipruðu þeir sig
saman inni í blómkrónunum, stungu undir sig höfð-
unum og sofnuðu. Og lítill blómálfur, sem bjó í ný-
útsprungnum rauðum rósahnappi í hallargarðinum,
livíslaði brosandi um leið og liann lagði aftur augun:
— Jeg hef sjeð kóngsdótturina. Hún er eins og
stórt dásamlegt blóm, með tveimur bláum tindrandi
stjörnum.
Þá fór titringur um blómhnappinn, og hann
lokaðist.
Skömmu eftir fæðingu kóngsdótturinnar gerði
drotningin boð eftir spákonunni, sem bjó i kofa
langt inni í skóginum. Spákonan kom að vöggu litlu
kóngsdótturinnar og virti hana fyrir sjer um stund.
— Seg mjer forlög dóttur minnar, mælti drottn-
ingin.
— Náðuga drotning, svaraði spákonan, jeg vildi
óska, að þú hefðir aldrei kallað mig hingað, því að
það, sem jeg verð að segja þjer, mun hryggja þig.
Drotningin brá litum.
— Jeg vil heyra alt, sem þú getur sagt mjer, hvern-
ig sem það kann að vera.
Spákonan ljet brúnirnar síga og varð undarleg
mjög. Hún lók til máls á þessa leið:
— Dóttir þín, göfuga drotning, verður fegurri en
allar kóngsdætur jarðarinnar, gáfaðri þeim öllum og
betri en þær allar. Hún verður langlíf og gæfusöm.
— Ekki sje jeg neitt hryggilegt í þessu. Varstu að
64