Morgunblaðið - 30.11.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 30.11.2008, Síða 12
12 Efnahagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008 Hvað gerum við nú? 1 Hvaða þrjú atriði telur þú mikilvægast að hrinda í framkvæmd til að koma landinu út úr efnahagsvandanum? 2 Hvernig á að fara að því að styrkja krónuna næstu vikur og mánuði? 3 Á Ísland að óska eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið? 4 Á að taka upp evru eða annan gjaldmiðil? 5 Hvernig er hægt að skapa aðstæður til að lækka vexti? 6 Telur þú hægt að taka lánskjaravísitölu tímabundið úr sambandi í vetur? 7 Hvernig eiga bankarnir að koma til móts við skuldsett fyrirtæki? 8 Telur þú að það eigi að vera liður í endurreisnarstarfinu að ríkið taki þátt í atvinnulífinu með beinum hætti? 9 Telur þú að við eigum að fresta framkvæmdum við tónlistarhúsið, hátæknisjúkrahús og Sundabraut? 10 Ber að vinna áfram í því að álver Alcoa rísi á Bakka? 11 Á að heimila Norðuráli að stækka álverið í Helguvík í 360 þúsund tonn? 12 Á ríkið að eiga bankana áfram eða selja þá áfram til innlendra eða erlendra aðila? 13 Eiga t.d. erlendir kröfuhafar bankanna að fá hlutabréf í þeim? 14 Á að skipta um bankastjórn Seðlabankans? 15 Styður þú lánveitingu frá IMF og þær forsendur sem liggja að baki láninu? 16 Telur þú nauðsynlegt að hækka skatta? 17 Hvar vilt þú skera niður í ríkisútgjöldum? 1. a. Verja heimili og atvinnulíf í gegnum erfiðleikana, beita til þess velferðarkerfinu, sveitarfélögunum og ríkinu. b. Nýta alla möguleika til aukinnar innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífs, blása nýju lífi í niðurníddar grein- ar eins og skipaiðnað og ullar- og skinnaiðnað, hefja áburðarfram- leiðslu, auka kornrækt o.s.frv. og með átaki í hvers kyns nýsköpun. c. Verjast óhóflegri erlendri skuld- setningu þjóðarbúsins eins og kostur er og mynda nýja rík- isstjórn sem hefur þjóðina að baki sér og nýtur trausts til að takast á við verkefnið. 2 Beita takmörkunum á eða skatt- lagningu á meiriháttar fjármagns- flutningum og bjóða sem valkost móti því að fara með fé úr landi, trygga ávöxtun innanlands bundið til nokkurs tíma. Fara hins vegar mjög varlega í eða jafnvel nota alls ekki dýrmætan gjaldeyrisforða til að reyna að stýra gengi krón- unnar. Jákvæður viðskiptajöfnuður mun þá fljótlega styrkja gengið, sérstaklega ef trúverðugleiki verð- ur til staðar. 3 Nei, þjónar ekki hagsmunum okkar að svo stöddu og hefur auk þess engin áhrif til lausnar bráða- vandans. Er spurning um stöðu okkar til lengri framtíðar litið. 4 Fyrirkomulag gjaldmiðilsmála ber að skoða yfirvegað til fram- tíðar litið, en er ekki viðfangsefni næstu mánaða. 5 Með því að lækka þá í ljósi þess sem þegar er skollið á og í ljósi þess sem horfir um samdrátt í hagkerfinu. Vaxtahækkun sú sem var eitt af fyrirframskilyrðum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins er stór- skaðleg skuldsettum heimilum og atvinnulífi. Sem sagt forsendur vaxtalækkunar eru þegar til stað- ar. 6 Skoða ber hvort viðráðanlegt sé að setja þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána til að draga úr áhrifum verðbólgunnar og beita auk þess vaxtabótum með hækkun þeirra og fleiri ráðstöf- unum í þágu þess að heimilin ráði við sínar skuldir. 7 Með því að veita þeim fyr- irgreiðslu og styðja þau gegnum erfiðleikana, veita þeim greiðslu- frest o.s.frv. en auk þess verða stjórnvöld að koma að málum eftir atvikum með því að veita fyr- irtækjum heimild til að starfa áfram án þess að þurfa að lýsa sig gjaldþrota þó höfuðstóll sé tíma- bundið öfugur ef reksturinn býður upp á það að öðru leyti, með því að endurfjármagna þau að hluta ef það er óumflýjanlegt og fleiri mögulegum ráðstöfunum. 8 Slíkt á alls ekki að útiloka, sbr. svar hér að ofan. 9 Mjög dýrum framkvæmdum sem ekki eru mannaflafrekar kann að vera óhjákvæmilegt að fresta, en almennt séð verður að fara varlega í niðurskurð framkvæmda til að auka ekki enn á niðursveifluna og atvinnuleysi. 10 Nei. Það mál virðist komið í strand nú þegar og hyggilegast er að leita annarra og vænlegri kosta í atvinnumálum á svæðinu, þ.m.t. hvað varðar nýtingu orku til lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja af viðráðanlegri stærðargráðu fyrir svæðið, í hreinni starfsemi og sem fela í sér meiri innlendan virð- isauka en álbræðslur erlendra stórfyrirtækja. 11 Nei. 12 Ríkið á að eiga bankana um sinn og fara á mjög varlega í allar breytingar á eignarhaldi þeirra í ljósi biturrar reynslu af einkavæð- ingu bankanna. Að því marki sem eignarhaldinu kynni svo að vera breytt viljum við yfirvegaða nálg- un, tryggja dreift eignarhald, að- skilnað viðskiptabanka og fjárfest- ingarbankastarfsemi og að eign ríkisins yrði þá færð niður í áföng- um, svokölluð „norsk leið“. Lág- mark er að ríkið eigi um fyr- irsjáanlega framtíð a.m.k. einn kjölfestubanka. 13 Nei. Tel að það orki mjög tví- mælis að opna á slíkt því þá fara önnur mikilvæg markmið for- görðum, sbr. svar hér að ofan. Auk þess er erfitt að sjá hvernig jafn- ræðissjónarmiða verður gætt í slíkri aðgerð. 14 Já, sem og um stjórnendur Fjármálaeftirlitsins og um rík- isstjórn. 15 Málið er til umfjöllunar á Al- þingi og þar kemur afstaða þing- flokks Vinstri grænna í ljós, en við mæltum ekki með umsókninni á sínum tíma og höfum viljað að rík- isstjórnin undirbyggi fleiri kosti eða leiðir út úr erfiðleikunum í stað þess að veðja öllu á Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og þar með und- irgangast þvingunarskilmála hans. 16 Það er réttlætismál að taka aftur upp hátekjuskatt eða fleir- þrepa tekjuskatt (var eitt mesta hneyksli síðustu ára að afnema hann þegar ofurlaunin fóru upp úr öllu valdi). Einnig ber að endur- skoða fyrirkomulag fjármagns- tekjuskatts, sbr. margflutt frum- vörp VG þar um. Skattbyrði láglaunafólks þarf hins vegar frek- ar að lækka heldur en hitt. 17 Leggja niður Varnarmálastofn- un og hætta öllum útgjöldum til hernaðartengdra verkefna. Einnig má spara umtalsvert í utanrík- isþjónustunni, sameina sendiráð og skipa ekki nýja sendiherra um nokkurt árabil. Spara má í risnu og dagpeningagreiðslum, taka ofan af launum svokallaðra æðstu emb- ættismanna, sbr. frumvarp þing- flokks VG þar um, og spara til framtíðar litið með því að afnema lög um eftirlaun forseta, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardóm- ara, sbr. aftur sama frumvarp þingflokks VG. Erlendir aðilar fái ekki hlut í bönkunum Morgunblaðið/ÞÖK STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI HREYFINGARINNAR GRÆNS FRAMBOÐS SPURNINGAR TIL FORMANNA FLOKKANNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.