Morgunblaðið - 30.11.2008, Side 25
irkjubekkir
25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
PÉTUR var poppstjarna á Ís-landi, en alltof alþýðlegur tilþess að vera nokkurn tímameð stjörnustæla. Honum
fylgdi glaðværð sem skapaði stöðugt
skemmtilegar uppákomur og tengdi
fólk saman. Hann sagði sögur, hafði
sérstakt orðfæri
og var sjálfur
uppspretta sögu-
efnis. Hann
kvaddi alltof
snemma en minn-
isstæð nærveran
lifir t.d. í þeim
upptökum sem hér eru og skemmti-
legum sögum.“
Svona lýsir Steinar Berg vini sín-
um og samstarfsmanni, Pétri heitn-
um Kristjánssyni, í bæklingi sem
fylgir tvöföldum geisladiski með öll-
um þekktustu lögum Péturs. Á disk-
inum, sem heitir Algjör sjúkheit, er
af nógu að taka, frá Jenny Darling
með Pelican til Rabbits með Paradís,
frá Wild Thing með Pops til Para-
dísar með Start og þaðan til Króks-
ins með Pétri og Sálinni hans Jóns
míns. Alls eru lögin 42 og spanna
tímabilið frá Pops á miðjum sjöunda
áratugnum og þar til söngvarinn
þekkti lést aðeins 52 ára gamall, árið
2004.
Tónlistin var aðalmálið
Steinar Berg þekkti aðeins til Pét-
urs þegar þeir voru báðir að skríða á
unglingsárin. Þeir voru á sama ári í
fótboltanum í Fram, báðir í fremstu
víglínu. En létu boltann svo eiga sig,
þótt báðir héldu tryggð við Fram
áfram. Tónlistin var aðalmálið.
„Eftir að Tempó fékk að spila með
Kinks spruttu unglingahljómsveit-
irnar fram hver af annarri í aust-
urbæ Reykjavíkur,“ skrifar Steinar.
„Mods, Trix og svo auðvitað Pops,
sem Pétur stofnaði daginn eftir að
hann fermdist.“
Pétur spilaði á bassa í Pops, auk
þess að syngja. Í næstu hljómsveit,
Náttúru, lét hann sér nægja að
syngja. Og söngvari var hann eftir
það, í Svanfríði, Pelican, Paradís,
Poker og Start. Af þessum hljóm-
sveitum voru Pelican og Paradís
vafalaust vinsælastar. Fyrir utan að
syngja með eigin hljómsveitum kom
hann víða við, lagði t.d. Sálinni lið og
söng með Bjartmari Guðlaugssyni.
Gömlu félagarnir úr Fram, Stein-
ar og Pétur, sameinuðust í liði þegar
Steinar stofnaði útgáfufyrirtæki sitt,
Steinar hf. Eigandinn ritar að Pétur
hafi notið þess að taka upp send-
ingar af nýjum plötum, en leiðst óg-
urlega að sitja á löngum fundum.
„Eftir að hafa litið á klukkuna
nokkrum sinnum stóð hann upp og
sagði: „Klukkan er að verða fjögur.
Verð að fara og loka bankanum.“
Þetta var löngu fyrir tíma rafrænna
millifærslna. Menn þurftu að mæta
með innleggið til að „redda heftinu“.
Nú eða besta skýringin sem ég hef
heyrt fyrir að yfirgefa fund: „Verð
að fara, gamla er komin úr.“
Algjör sjúkheit
Péturs poppstjörnu
Með bassann Pétur greip oft í bass-
ann, hér á balli árið 1982.
REYNIR, sem er útskrifaður hús-
gagnahönnuður frá Danmörku,
hefur rekið eigið fyrirtæki frá
árinu 2000 en það ber nafnið Sy-
russon og má sjá hönnun hans á
Syrusson.is. Hann leggur mikið
upp úr því sem íslenskt er og
hefur unnið með mörgum íslensk-
um fyrirtækjum. Í Guðríðarkirkju-
verkefninu er hann í mestri sam-
vinnu við smíðastofuna Beyki og
GÁ húsgögn í bólstruninni.
„Þetta er gríðarlega atvinnu-
skapandi. Ég vinn eins mikið og
mögulegt er með íslenskum fyr-
irtækjum enda er í flestum til-
fellum hægt að gera allt hér-
lendis.“
Hann segir gildi íslenskrar
hönnunar og framleiðslu fara
vaxandi á krepputímum. „Ég sé
bara mjög áhugaverða og bjarta
tíma framundan hvað það varðar.
Við eigum fullt af hæfileikaríku
og reyndu fagfólki í verksmiðjum
í smíðageiranum. Eins og hug-
arfarið er núna gagnvart því sem
íslenskt er sé ég ekki annað en
að við getum notað þetta tæki-
færi og byggt sterkari stoðir und-
ir þennan geira. Verðið er hag-
stætt og samkeppnishæft í
augnablikinu,“ segir Reynir, sem
leggur áherslu á að skapa at-
vinnu.
„Mér líður sérstaklega vel yfir
því núna að vera svona atvinnu-
skapandi,“ segir hann og finnst
ákveðin ábyrgð hvíla á íslenskum
fyrirtækjum að leita til íslenskra
hönnuða og framleiðanda. „Núna
áttar maður sig enn betur á því
hversu mikilvægt það er. Áður
voru fyrirtæki með fangið fullt af
peningum og þá dugði oft ekkert
annað en dýrir innfluttir hlutir til
að skreyta allar hallirnar. Vonandi
verður breyting þar á.“
GILDI ÍSLENSKRAR HÖNNUNAR
OG FRAMLEIÐSLU
Nostri Stólinn Nostri eftir Reyni í
nýrri útgáfu með íslenskri gæru.
Íslenskt Bæði sófinn og borðið er hönnun Reynis Sýrussonar og framleidd hér á landi.
Þægilegur Við hönnunina hugsaði
Reynir um þægilega púða.