Morgunblaðið - 30.11.2008, Síða 28
28 Tíska
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
LÆGRA VERÐ - SÖMU GÆÐI
Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík
sími 515 5000, www.oddi.is
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
N
ýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lofaði því að
breyta heiminum og mun að minnsta kosti standa við það hvað
fataskáp sitjandi forseta í Hvíta húsinu varðar. Það er því
ekki aðeins Michelle, eiginkona Obama, sem hefur vakið
athygli fyrir tískuvitund sína heldur bendir allt til þess
að forsetinn tilvonandi geri Hvíta húsið glæsilegra.
„Hann lítur rosalega vel út, eins og maður sem er miklu yngri
en 47 ára,“ sagði Robert Johnston aðstoðarritstjóri breska
herratískutímaritsins GQ í samtali við fréttastofu AFP.
„Hann er með mjög áreynslulausan stíl. Eini Bandaríkja-
forsetinn fyrir utan hann, sem maður getur séð fyrir sér fram-
an á tískutímariti, er Bill Clinton. Hann er með stíl sem er ekki
alveg hægt að negla niður. Þetta bara gengur upp.“
Stjórnmálamenn geta verið öflugir tískuleiðtogar. Sumir
halda því fram að hattleysi forsetans John F. Kennedy hafi
drepið þann gamla sið að bera hatt í Bandaríkjunum. Síðan
má deila um það hvort það hafi verið gott eða slæmt. Hing-
að til hefur Obama þó ekki gert neina eina flík sér-
staklega að sinni. Hann vakti þó athygli fyrr í mán-
uðinum fyrir að hvetja ungt fólk til að hætta að
klæðast víðum og lágum gallabuxum sem sýni nær-
buxurnar.
Tískuheimurinn segir að það sé ekki hverju
Obama klæðist sem geri hann að tískufrömuði
heldur hvernig hann beri fötin.
Vel sniðin jakkaföt
Tyler Thoreson, aðalritstjóri Men.Style.com,
segir að jakkaföt Obama fari vel á „tónuðum“
líkama hans, ólíkt illa sniðnum jakkafötunum, sem
menn af kynslóð George W. Bush klæðist gjarnan.
Hann segir að Obama skapi nútímalega ímynd, sem sé
mjög ólík Bush í kúrekastígvélunum með Stetson-hattinn.
„Jakkafötin hans eru einfaldlega sniðin til að passa honum
en flestir miðaldra menn eru oftast í alltof efnismiklum jakka-
fötum,“ segir Thoreson og útskýrir nánar: „Obama er mjög
sáttur við sjálfan sig bæði líkamlega og tilfinningalega og það er
eitt af því sem gerir hann svona aðlaðandi, ekki síst á þessum erf-
iðu tímum. Hann á tvímælalaust eftir að hafa mikil áhrif á það
hvernig karlmenn klæða sig.“
Óformlegur en stællegur
Starfsfólk og viðskiptavinir í verslunum við hina glæsilegu breið-
götu 5th Avenue í New York töluðu á jákvæðu nótunum um Obama
í samtali við AFP. „Hann er glæsilegur en samt ekki of fínn. Þetta
snýst um persónuleika hans og hvernig hann klæðir sig,“ sagði vel
klædda verslunardaman Emilia Severino. Neminn David Schiff-
hauer tók í sama streng. „Hann er öðruvísi en aðrir forsetar. Þeir
voru formlegri. Ég meina, við höfum séð hann á sundskýlunni og
hann lítur vel út. Hann er flottur en ekki of formlegur, afslappaður
en samt stællegur.“
Tískuheimurinn hefur þó ekki gefið Obama góða einkunn fyrir
heimafötin sín. Heimavið hefur sést til hans í hvítum íþróttaskóm
og hvítri skyrtu, sem girt er ofan í gallabuxur. Greinarhöfundur
New York Times gekk svo langt að líkja honum við Jerry Sein-
feld í samnefndum grínþáttum og er það sannarlega ekkert
tískuhrós.
Mike England, 26 ára breskur bankamaður í heimsókn í New
York, hitti kannski naglann á höfuðið. „Þetta snýst ekki eins
mikið um það hvernig hann klæðir sig og um persónuleika
hans. Hann minnir á Tony Blair þegar hann varð fyrst for-
sætisráðherra, ungur og uppfullur af hugmyndum, það gerir
hann svona flottan.“
AP Reuters Reuters
Á Hawaii
Hér má sjá Obama í sjónum við Honolulu á Hawaii. For-
setinn og forsetafrúinn eru dugleg í líkamsræktinni.
Samstæð fjölskylda
Forsetafjölskyldan var smekkleg og klædd í stíl þegar hún fagnaði sigri Obama í
Chicago fyrr í nóvember. Dæturnar Sasha og Malia eru á milli foreldra sinna.
Ólíkir forsetar
Bush og Obama eru ólíkir að mjög mörgu leyti. Hér
sést vel að jakkaföt Obama eru betur sniðin en Bush.
Obama í tísku
Kraftmikill
Obama bretti upp skyrtuermarnar
og spilaði körfubolta í grunnskóla
sem hann heimsótti í kosningabar-
áttunni. Körfubolti er uppáhalds
líkamsræktin hans og hann spilaði
oft á meðan á baráttunni stóð.
AP
BARACK Obama hefur líka veitt fatahönn-
uðum innblástur eins og sést á meðfylgj-
andi myndum. Hönnuðurinn Jean Charles
de Castelbajac gerði m.a. þennan kjól með
mynd af andliti forsetans. Kannski á hann
eftir að verða vinsæll næsta vor?
Áhrifin hafa einnig náð til ferfætlinganna
eins og sjá má hjá Óskari og Körlu, hundum
í París. Þar seldi fatabúð fyrir hunda um
hundrað hundakápur með mynd af Obama
á innan við mánuði. Fleiri klæði merkt for-
setanum eru ennfremur til sölu.
Innblástur frá
forsetanum
ReutersAP