Morgunblaðið - 30.11.2008, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Eysteinn „Þegar Ástráður fæddist,
var ég við nám í Þýzkalandi og frétti
af honum á leiðinni og svo að hann
væri kominn í heiminn. Hann var
orðinn eins árs, þegar ég kom heim
og sá hann í fyrsta skipti. Okkar sam-
band varð svo mjög náið strax í upp-
vextinum. Hann kom oft til mín, hann
var bráðþroska og mikill lestr-
arhestur sem krakki og hann kom oft
með bækur með sér. Þegar ég fór í ís-
lenzkudeildina, var ég kominn yfir
þrítugt. Hann var þá ellefu ára og
einu sinni kom hann í heimsókn með
bindi af Riddarasögunum undir
hendinni. Ég var ekki búinn að lesa
þær þá utan tvær sem við fórum í
gegnum á námskeiði hjá Óskari Hall-
dórssyni. Ástráður var hins vegar bú-
inn að lesa þær allar. Ég spurði hann
út úr þessum tveimur sem ég kann-
aðist við og hann kunni þær vel. Svör-
in stóðu ekkert í honum! Hann var
ákveðinn og sjálfstæður og tók sjálf-
ur þá ákvörðun að aðeins einn
menntaskóli kæmi til greina; MH.
Hann ólst upp í Borgarnesi og það
var ekki hlaupið að því að fá skólavist
við MH. En hann vildi þetta og kom í
skoðunarferð í skólann. Ég var þá
kennari við MH en vissi ekkert af
þessu ferðalagi hans. En í skólann
komst hann og reyndist mikill náms-
hestur. Starfsfélagar mínir ræddu
um hann við mig og ég held að flestir
hafi talið að hann yrði raunvís-
indamaður, hann var á nátt-
úrufræðibraut og ég held að hann
hafi ekki verið fráhverfur raunvís-
indanámi að loknu stúdentsprófi. En
þá tók hann það upp hjá sjálfum sér
að fara í bókmenntir og tungumál.
Ég var auðvitað ákaflega sáttur við
það.“
Báðir eru þeir í
módernismanum
„Unglingsárin? Ég man ekki eftir
neinum vandræðagangi á honum þá.
Hann var ákaflega tápmikill og fékk
útrás í íþróttum. Hann stundaði svo
framhaldsnám við fjóra háskóla í
fjórum löndum. Við skrifuðumst
reglulega á þau árin og ég fór vestur
um haf til Iowa City í Bandaríkjunum
þegar hann varði doktorsritgerð sína.
Það var mjög skemmtileg ferð, ekki
sízt að heyra hversu vel allir spáðu
fyrir honum. Hann átti sína mögu-
leika ytra, en hann vildi vera hér og
var fljótlega kominn í stöðu við Há-
skóla Íslands. Samband okkar varð
sífellt betra, við höfðum svipað
áhugamál í bókmenntunum og á
sama sviði þar. Mín kandídatsritgerð
fjallaði um módernismann í íslenzkri
ljóðagerð og hans doktorsritgerð um
módernismann á heimsvísu.
Við byrjuðum að þýða saman með-
an Ástráður var enn í námi, þ.e. á
sumrin og í jólaleyfum. Það kom ein-
hvern veginn eðlilega til í okkar sam-
ræðum. Kafka var okkur báðum
mjög hugstæður og við ákváðum að
vinda okkur beint í Réttarhöldin. Við
fundum okkur verklag við þetta, við
skiptum verkinu niður í búta, en fór-
um í gegnum alla söguna báðir með
því að þegar við vorum búnir með
okkar búta, þá lásum við þá fyrir hinn
og hann fylgdist með frumtextanum.
Síðan hreinritaði hvor sitt og sendi
aftur til hins og þá var farið yfir efnið
enn og aftur og rætt rækilega um öll
álitamál
Réttarhöldin komu út 1983 og við
höfum haldið verklaginu við í gegnum
okkar þýðingasamstarf. Nú er ný-
komin út bókin Bréf til föðurins, þar
sem Kafka lýsir erfiðu sambandi
þeirra feðga, en Kafka tókst ekki að
slíta sig undan ofurvaldi föður síns.
Við Ástráður? Nei, okkar samband er
allt öðruvísi! Við erum báðir skap-
stórir og ekki alltaf sammála. En við
leysum öll mál með samræðum.
Reyndar eru sjónarmið okkar ekki
Þrekmikill vinnuþj
Tengsl Þeir feðgar Eysteinn Þor-
valdsson og Ástráður Eysteinsson
eiga bókmenntirnar sérstaklega sam-
eiginlegar. Þeir hafa þýtt verk Kafka og
fleira og segja samstarfið stöðugt
auka vináttuna og samkenndina.
‘‘VIÐ ERUM BÁÐIR SKAP-STÓRIR OG EKKI ALLTAFSAMMÁLA. EN VIÐLEYSUM ÖLL MÁL MEÐ
SAMRÆÐUM.
Hann er fæddur 23. janúar 1932, varð stúdent frá MR og
stundaði síðan nám í A-Þýzkalandi; Leipzig og Berlín.
Hann varð cand. mag. í bókmenntum frá Háskóla Íslands.
Hann hefur kennt á öllum skólastigum, lengst af við Kenn-
araháskólann þar sem hann kenndi bókmenntir í ald-
arfjórðung. Hann hefur skrifað bækur um ljóðakennslu;
m.a. Ljóðalærdóm 1988, en 1980 kom út bók hans At-
ómskáldin, um módernismann í íslenzkri ljóðagerð. Í til-
efni sjötugsafmælis hans kom út bókin Ljóðaþing með
greinum hans, ritgerðum og erindum um íslenzka ljóða-
gerð á 20. öld.
Hann hefur í samstarfi við Ástráð son sinn þýtt verk
Franz Kafka og Max Frisch.
Eysteinn Þorvaldsson er sex barna faðir.
EYSTEINN ÞORVALDSSON
HVERT Á LAND SEM ER
JÓLA PAKKA
SENDU
Sími 525 7700
www.flytjandi.is
Gle
ðile
g
jól
Viðkomustaðir um allt land. Kynntu
þér afgreiðslutíma og síðustu ferðir
fyrir jól á vefsíðunni www.flytjandi.is.