Morgunblaðið - 30.11.2008, Side 40
40 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2008
| Síðumúla 13 | www.miklaborg.is569 - 7000
FULLBÚIÐ RANNSÓKNARHÚSNÆÐI
TIL LEIGU EÐA SÖLU
Glæsilegt húsnæði sem er sérhannað fyrir rannsóknarstofur, með góðri
skrifstofuaðstöðu á góðum stað í Reykjavík. Um er að ræða 1287,5 fm
húsnæði sem er skiptanlegt í tvær jafn stórar einingar og getur þannig
leigst í tvennu lagi eða í minni einingum. Húsnæðið er sérhannað með til-
liti til reksturs lyfjaþróunar en Actavis var síðast með rannsóknarstofur í
húsnæðinu. Í húsnæðinu er fullkomið loftræstikerfi, lokuð loftrými, einangr-
unarherbergi, ásamt góðri starfsmannaaðstöðu og hreinlætisaðstöðu.
Um er að ræða mjög snyrtilegt húsnæði með góðri aðkomu og miklum fjöl-
da bílastæða. Fallegt útsýni. Eignin skiptist í skrifstofur, fundarsali, opin
vinnurými, snyrtingar og rannsóknarstofur. Góð kaffistofa. Allar lagnir eru
til staðar. Eignin er laus.
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur
fasteignasali
Jason Guðmundsson, lögfræðingur BA og löggiltur fasteignasali
TJARNARHOLT 11, RAUFARHÖFN
Um er að ræða vandað einbýlis-
hús, úr forsteyptum einingum,
byggt 1979. Húsið er 6 herbergja
214,7 m² þar af er 56 m² bílskúr.
Eignin skiptist í: Forstofu, stofu,
borðstofu/hol, gang, fimm svefn-
herbergi, baðherbergi, snyrtingu, eldhús,
búr, þvottahús, geymslu og stakstæðan bíl-
skúr. Mjög rúmgott hús og stutt í ósnortna
náttúru.
Uppsett verð: 7,7 mkr.
Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali
INNI fasteignasala • Sími 580 7925 • www.inni.is
Óskum eftir 1800-2200 fm atvinnuhúsnæði á
Reykjavíkursvæðinu, Rvík, Kóp, Garðabæ, Mos eða Hafnarfirði.
Þetta þarf að vera steinhús með 4-5 metra lofthæð. Helst til
leigu. Traustir og mjög öruggir aðilar.
VANTAR
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍMI 588-4477
Nánari upplýsingar veitir
Bárður Tryggvason í 896 5221
UMRÆÐA um
Evrópumál er hávær
og ekkert undarlegt
við það. Það er eðli-
legt að svo stórt mál
brenni á fólki við þær
aðstæður sem nú eru
í þjóðfélaginu. Það er
manninum eðlilegt að
leita að öryggi þegar
erfiðleikar steðja að.
Það er þó mikilvægt að það öryggi
sé ekki röngu verði keypt. Önnur
og ekki síður mikilvæg mál hafa
því miður orðið undir í um-
ræðunni.
Framsóknarflokkurinn hefur
reynt að benda á önnur mikilvæg
mál er snerta fjölskyldu og at-
vinnulíf landsins. Því miður hafa
þær ábendingar lítið náð eyrum
stjórnvalda. Stefna flokksins í mál-
efnum fjölskyldna og atvinnulífs
hefur m.a. lagt grunninn að stöðu
Íbúðalánasjós í dag og öflugum út-
flutningi sjávarfangs og iðn-
aðarvara. Án þessa væru fjöl-
skyldur í enn meiri vanda vegna
húsnæðis og gjaldeyristekjur litlar
sem engar. Um þetta ætlar Fram-
sóknarflokkurinn að standa vörð.
Enginn stjórnmálaflokkur, nema
e.t.v. Vinstri grænir, getur leyft
sér að stöðvast svo í hugsun og
þróun að stefna og markmið geti
ekki tekið breytingum í takt við
kröfur þjóðar og þróun heimsmála.
Miðstjórn Framsóknarflokksins
samþykkti á fundi sínum nýverið
að flokksþingi skyldi flýtt og að
það ákvæði stefnu flokksins um
það hvort sótt skyldi um aðild að
Evrópusambandinu. Innan flokks-
ins hafa lengi verið fylgjendur og
andstæðingar aðildar. Þar hefur
einnig verið hópur sem er reiðubú-
inn að skoða aðild, að
gefnum ákveðnum
samningsmarkmiðum.
Ég hef tilheyrt þeim
hópi. Framsókn-
arflokkurinn hefur
lagt mesta vinnu allra
flokka í að skoða og
skilgreina kosti og
galla aðildar. Nýlega
var m.a. unnin vönduð
greinargerð varðandi
kosti í gjaldmið-
ilsmálum. Ég tel að
fyrir Íslendinga skipti
mestu að fá svör varð-
andi íslenskan landbúnað, sjávar-
útveg, húnsæðismál, nátt-
úruauðlindir og heildaráhrif á
fjölskyldur landsins.
Sjálfsforræði þjóðarinnar hefur
eðlilega verið mörgum áhyggju-
efni, þar á meðal mér. Ég hef hins
vegar velt því fyrir mér undanfarið
hvert raunverulegt sjálfsforræði
okkar er. Hvert er sjálfsforræði
þjóðar sem einangrast vegna
kreppu í fjármálum? Hvert er
sjálfsforræði okkar þegar NATO
tekur ákvarðanir um varnir lands-
ins? Við eigum vissulega nátt-
úruauðlindir, sjávarútveg og land-
búnað en er það nóg til að uppfylla
þarfir nútímafjölskyldunnar og
skilgreiningu á því að ráð sér sjálf-
ur? Við höfum gert bindandi al-
þjóðlega samninga sem fela í sér
ákveðið afsal á völdum. Ég efa að
meirihluti þjóðarinnar sé tilbúinn
að hverfa frá þeim samningum.
Það er þó gríðarstór ákvörðun
að afsala sér þeim völdum eða
þeim ákvörðunarrétti sem við eig-
um eftir og þurfum að fórna, göng-
um við í samband Evrópulanda. Til
að það sé réttlætanlegt þurfum við
að ná ákveðnum árangri komi til
viðræðna við Evrópusambandið. Í
þeim viðræðum má ekki gefa af-
slátt af sanngjörnum markmiðum
en við þurfum að vera reiðubúin að
miðla málum þar sem minna ber á
milli.
Flokksþing Framsóknarflokks-
ins mun kveða upp úr varðandi
stefnu flokksins um aðildarumsókn
í janúar nk. Þá mun þessi æðsta
stofnun flokksins móta stefnu
næstu missera. Ég held að það sé
mikilvægt fyrir þá sem taka munu
þá ákvörðun að kynna sér vand-
lega hvaða afleiðingar atkvæði
þeirra munu hafa, hvort sem at-
kvæði er greitt á móti eða með.
Ekkert okkar getur leyft sér að
greiða atkvæði vegna þrýstings frá
samfélaginu eða gamalla hefða. Við
þurfum að vega og meta kosti og
galla og greiða atkvæði samkvæmt
því, með framtíð þjóðarinnar að
leiðarljósi.
Ég tel ekki ólíklegt að flokks-
þingið samþykki að gengið skuli til
viðræðna. Hver sem niðurstaða
flokksþings verður þá megum við
ekki gleyma uppruna okkar og
halda honum á lofti í nýju um-
hverfi, verði það niðurstaðan.
Afsögn Guðna Ágústssonar kom
verulega á óvart. Guðni svaraði
harðri gagnrýni flokksmanna á
forystuna með því að segja af sér.
Gagnrýnin beindist þó síður en svo
að Guðna einum. Guðni samþykkti
sáttatillögu í Evrópumálum og gaf
miðstjórn tóninn.
Hann sá hins vegar að krafa
flokksmanna um endurnýjun for-
ystunnar var mikil. Hann tók því
framtíð flokksins fram yfir eigin
hag. Af því mættu margir læra.
Afsögn Guðna þýðir að nýtt fólk
þarf að taka við forystu í Fram-
sóknarflokknum. Fólk sem ekki
hefur tekið þátt í þeim bræðravíg-
um sem of lengi hafa liðist í
flokknum.
Stefna Framsóknarflokksins
snýst um fólkið í landinu, fólk í
fyrirrúmi. Sú stefna mun leiða
þjóðina í nýrri sókn undir nýrri
forystu þar sem grunnur fram-
sóknarstefnunnar verður leið-
arljósið; „manngildi ofar auðgildi“.
Hvað sem framtíðin ber í skauti
sér þá eigum við að vera stolt af
landi okkar og þjóð, og ekki láta
tímabundin áföll draga úr okkur
kjark.
Ísland er land þitt
Gunnar Bragi
Sveinsson skrifar
um stefnu Fram-
sóknarflokksins
»Ekkert okkar getur
leyft sér að greiða
atkvæði vegna þrýst-
ings frá samfélaginu eða
gamalla hefða.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Höfundur sveitarstjórnarfulltrúi í
Skagafirði og á sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins.
ÞAÐ er mikil undir-
alda í þjóðfélaginu.
Veröld margra hefur
hrunið og fólk er
hugsi. Við þessar að-
stæður er eðlilegt að
fram komi hugmyndir
og kröfur um róttækar
breytingar á því kerfi
sem við búum við bæði í viðskiptum
og stjórnmálum. Eitt af því sem
hvað oftast heyrist er það að lög-
gjafarvaldið sé of veikt og illa í
stakk búið til þess að gegna hlut-
verki sínu. Sérstaklega sé staða þess
veik gagnvart framkvæmdavaldinu.
Ég þekki það vel af setu minni á
þingi að þetta er því miður raunin.
Þegar eins stór hluti þingmanna og
raun ber vitni gegnir embætti ráð-
herra stendur þingið þegar höllum
fæti. Þegar síðan við bætist að hver
ráðherra hefur ráðuneyti á bak við
sig til að vinna að sínum málaflokk-
um, en þingmenn hafa mun minni
aðgang að aðstoð, er ekki skrýtið að
þingið fari halloka. Það sem er þó
enn verra er það virðingarleysi sem
sumir af handhöfum fram-
kvæmdavaldsins sýna löggjafarvald-
inu. Þegar ráðamenn taka stórar
ákvarðanir við vandasamar að-
stæður eins og nú eru uppi er eðli-
legt að samvinna sé höfð við fulltrúa
flokkanna í þinginu og málin séu
rædd á vettvangi þess. Það hefur
ekki verið raunin og það er rík-
isstjórninni til skammar.
Styrkjum Alþingi
En hvernig á að styrkja stöðu
þingsins? Sú hugmynd hefur heyrst
að fækka beri þingmönnum. Ég sé
ekki hvernig það ætti að efla þingið
og raunar held ég að það myndi
þvert á móti veikja það. Þingmenn
þrífast á sem mestum samskiptum
við kjósendur sína. Það yrði ómögu-
legt að halda úti minnsta votti af
persónulegum tengslum við kjós-
endur ef þingmönnum yrði fækkað
um helming eins og heyrst hafa hug-
myndir um. Þeirri hugmynd hefur
einnig verið haldið á lofti að rétt sé
að breyta kosningakerfinu. Ég held
að það sé rétt að skoða hvaða mögu-
leikar eru á því að auka möguleika á
persónukjöri við kosningar. Ég er
hins vegar alfarið andvígur hug-
myndum um einmenningskjördæmi
eða því að forsætisráðherra sé kjör-
inn beinni kosningu. Slíkt myndi
sjálfkrafa búa til tveggja flokka
kerfi hér á landi sem að
mínu mati skaðar lýð-
ræðið frekar en eflir
það. Ég held að lykill-
inn að því að styrkja
þingið sé að skerpa
skilin á milli fram-
kvæmdavaldsins og
löggjafarvaldsins. Hin
augljósa leið til þess er
sú að ráðherrar sitji
ekki á þingi á sama
tíma og þeir gegna ráð-
herraembætti. Ég vil
sjá sem fyrst laga-
breytingu þess efnis að ráðherrar
afsali sér þingsæti sínu um leið og
þeir setjast í ráðherrastól. Fram-
sóknarmenn hafa lengi stefnt að
þessu og á yfirstandandi þingi er
endurflutt frumvarp þess efnis.
Þetta er eðlilegt fyrsta skref. Fleiri
verða að fylgja í kjölfarið en mark-
miðið hlýtur að vera að hefja þingið
til vegs og virðingar, bæta stöðu
þess og auka raunveruleg völd þess
og möguleika til pólitískrar stefnu-
mótunar.
Val á hæstaréttardómurum
Dómstólar mynda þriðju grein
ríkisvaldsins og það er ekki síður
mikilvægt að efla traust almennings
á þeim. Að mínu viti er vandi dóm-
stólanna ekki sá að þeir hafi ekki
staðið sig. Vandinn er sá að ímynd
þeirra hefur verið spillt með óeðli-
legum afskiptum stjórnmálamanna
af embættisveitingum innan dóm-
stólakerfisins. Þarna er þörf á
breytingum, þó að ekki væri nema
til þess að efla tiltrú almennings á
kerfinu. Þar tel ég rétt að horfa til
þess hvernig kerfið er byggt upp í
Danmörku en þar er sérstök val-
nefnd sem sér um að velja úr hópi
umsækjenda um dómaraembætti.
Við núverandi aðstæður er mik-
ilvægara en nokkru sinni fyrr að
tryggja lýðræði og gagnsæi í öllum
ákvörðunum. Það að tryggja þrí-
skiptingu ríkisvaldsins betur en ver-
ið hefur er mikilvægur þáttur í því
gagnsæi og ég mun beita mér fyrir
því af fullum krafti.
Alþingi og
dómstólar
Birkir Jón Jónsson
vill styrkja stöðu
þings og efla traust
almennings á dóm-
stólum
Birkir Jón Jónsson
»Ég vil sjá sem fyrst
lagabreytingu þess
efnis að ráðherrar afsali
sér þingsæti sínu um
leið og þeir setjast í ráð-
herrastól.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.
@ Fréttirá SMS