Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
229. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Leikhúsin
í landinu >> 37
HÁÐAR NÁMSKEIÐUM Í FORNSÖGUM
ÞAÐ SEM SKEMMTI-
LEGRA REYNIST
EINAR THOR GARÐARSSON
Hannar og selur
leðurvörur á netinu
Í TÆP 60 ár hefur Óslóartréð á Austurvelli yljað ungum Íslendingum um
hjartaræturnar. Þessi jól eru engin undantekning og var kveikt á trénu í
gærdag við jólalega athöfn. Grenitréð er rúmlega 12 metra hátt og var
höggvið í vinsælu útivistarsvæði Óslóarbúa, Maridalen. Tréð er í þriðja
sinn skreytt Jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Kveikt á Óslóartrénu
Morgunblaðið/Golli
Ljós í myrkrinu
HALLI ríkissjóðs til ársloka 2011 verður
nærri 470 milljörðum króna, gangi spá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) eftir. Þar af er
gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs árið 2009
nemi um 200 milljörðum króna. Hallinn verð-
ur fjármagnaður með útgáfu skuldabréfa og
gæti vaxtakostnaður vegna útgáfunnar numið
um 280 milljörðum króna. Heildarfjármögn-
unarþörf ríkisins á næstu árum nemur um
1.660 milljörðum, samkvæmt spá IMF. | 16
IMF spáir 470 milljarða
króna halla á ríkissjóði
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
DRAGA á úr hömlum á auglýsingum á
lyfjum til að auka samkeppni á lyfja-
markaði. Er þetta meðal tillagna í
nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
Segir þar að kostnaður við leyfisum-
sóknir og þung stjórnsýsla geri nýjum
og smærri lyfjainnflytjendum erfiðara
um vik að hasla sér völl á markaði.
Þá mælir eftirlitið með því að sala á
fleiri lyfjum utan apóteka verði heim-
iluð og að heimildir til starfsrækslu
póst- og netverslunar með lyf verði
rýmkaðar. Til dæmis mætti afnema
skyldu til starfrækslu apóteks sam-
hliða póstversluninni.
Í skýrslunni leggur Samkeppniseft-
irlitið einnig til að búvörulög verði tek-
in til heildstæðrar endurskoðunar, þar
sem eitt af meginmarkmiðunum verði
að jafna samkeppnisstöðu afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði. Þetta mætti
t.d. gera með því að fella niður verð- og
magntolla á mjólkurdufti. Þá vill eft-
irlitið að heildsöluverðlagning á mjólk-
urvörum verði afnumin, sem og heim-
ild til handa afurðastöðvum til
samráðs um verkaskiptingu. Einnig
vill eftirlitið að Mjólkursamsölunni
verði gert að selja frá sér tilteknar af-
urðastöðvar þannig að samkeppni
geti orðið virk í framleiðslu og sölu. Í
framhaldi verði felld úr gildi laga-
ákvæði sem heimili samruna afurða-
stöðva án afskipta samkeppnisyfir-
valda.
Eftirlitið finnur einnig að þátttöku
RÚV á auglýsingamarkaði sem það
telur raska samkeppni. Þá hafi 365
miðlar staðið í vegi fyrir afhendingu
sjónvarpsmerkja og séu vísbendingar
um að fyrirtækið hafi með því brotið
gegn ákvörðunum samkeppnisráðs.
Vill aukna
samkeppni á
lyfjamarkaði
Leggur til að búvörulöggjöfin verði
tekin til heildstæðrar endurskoðunar
Í HNOTSKURN
»Í skýrslunni finnur Sam-keppniseftirlitið að gerð
deiliskipulags hjá sumum
sveitarfélögum og vill að unn-
ið sé samkeppnismat við gerð
skipulags.
»Smærri fyrirtæki, einkumá sviði matvöru- og olíu-
verslunar, sitja ekki við sama
borð og stærri fyrirtæki við
úthlutun lóða.
Skortir skýra stefnu | 4
SKIPULAG
iðngarða í
grennd við
Hellisheið-
arvirkjun er til
skoðunar hjá
Orkuveitu
Reykjavíkur. Þar
mætti hugs-
anlega nýta
koltvísýring sem til fellur og breyta
í eldsneyti og nýta til efnafram-
leiðslu.
Einnig er verið að kanna ýmsa
möguleika til nýtingar á brenni-
steinsvetni. Gagnaver og papp-
írsverksmiðja gætu einnig risið á
völlunum neðan við Kolviðarhól.
Forsenda hugsanlegrar starfsemi
þarna er að hún falli að umhverf-
ismarkmiðum Orkuveitu Reykja-
víkur. »8
Fjölbreytt starfsemi í
iðngörðum á Hellisheiði?
Íþróttir
Berglind Íris Hansdóttir var kjörin
besti leikmaðurinn í undanriðli
heimsmeistaramóts kvenna í hand-
knattleik sem lauk í Póllandi í gær
og Hanna G. Stefánsdóttir var
markahæsti leikmaður mótsins.
Berglind var best og
Hanna markahæst
Njarðvíkingar sneru heldur betur
blaðinu við í gærkvöld þegar þeir
unnu óvæntan en sætan sigur á
grönnum sínum, Keflvíkingum, í
úrvalsdeild karla í körfuknattleik,
77:75.
Njarðvíkingar unnu
grannaslaginn
Eftir Helga Bjarnason og
Jón Pétur Jónsson
VÍÐTÆK leit að rjúpnaskyttu á
Skáldabúðaheiði í fyrrverandi
Gnúpverjahreppi í Árnessýslu hef-
ur ekki borið árangur. Leitað var
frá því um miðjan dag á laugardag
og fram á kvöld í gær. Leit hefst að
nýju með birtingu í dag.
Maður um sjötugt fór til rjúpna-
veiða með tveimur félögum á
Skáldabúðaheiði um klukkan 10 á
laugardagsmorgunn. Þeir ætluðu
að hittast aftur tveimur tímum síð-
ar við bíl sinn undir fjallinu. Þegar
maðurinn kom ekki til baka fóru fé-
lagar hans að svipast um eftir hon-
um og létu síðan lögreglu vita.
150 björgunarsveitarmenn
Björgunarsveitir voru kallaðar
út um miðjan dag og leituðu fram
undir morgun. Í gær voru síðan um
150 menn úr um 30 björgunarsveit-
um af öllu Suðvesturlandi við leit.
Reynt var að nota hunda og leitað
úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Leitarsvæðið er stórt og ógreið-
fært. Þó tókst að fara nokkuð vel
yfir það. Engar vísbendingar fund-
ust um ferðir rjúpnaskyttunnar. Að
sögn Jóns Inga Sigvaldasonar hjá
Landsbjörgu nær leitarsvæðið í
grófum dráttum yfir landsvæðið
frá Stóru-Laxá að þjóðveginum um
Þjórsárdal.
Maðurinn sem leitað er að er
nokkuð vel búinn, að sögn Jóns
Inga, og vanur fjallaferðum.
Kalt var á fjöllum í gær en bjart
veður. Í gærkvöldi byrjaði að
snjóa.
Ekki lá fyrir í gærkvöldi hversu
margir færu til leitar í dag.
Engar vísbendingar úr víðtækri leit
!
" ##
$
!
"
### %
&&
#
$
' ( )# &
## # * #
#&#+'# &#,