Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 24

Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 TRAUST þjóðar okkar er- lendis hefur snarminnkað á und- anförnum misserum. Fyrstir til að hætta að treysta Íslandi og Íslendingum voru alþjóðlegir bankar sem starfað hafa með ís- lenskum fyrirtækjum og stofn- unum til margra áratuga. Í kjöl- farið hafa fylgt stjórnvöld og almenningur í mörgum mik- ilvægustu viðskipta- og vinalöndum okkar. Hægt er að útmála ýmsar ástæður fyrir þessum bresti, ytri aðstæður og innri. Stórt séð er ástæðan fyrir þverrandi trausti einföld, íslenska þjóðin eyddi um efni fram og fór fram af fádæma kappi, græðgi og skorti á auðmýkt. Niðurstaðan varð skuldsetning sem alþjóðlegt fjármálakerfi trúði ekki að verð- mætasköpun okkar stæði undir. Hvernig er hægt að treysta okkur ef við treystum ekki hvert öðru? Flest bendir til þess að orðspor þjóðarinnar og traust hennar í viðskiptum sé nú í sögulegu lág- marki meðal viðskipta- og vinaþjóða okkar. Erfitt er að gera þá kröfu til erlendra aðila að þeir treysti okkur ef við treystum ekki hvert öðru. Innanlands ríkir dæmalaust vantraust milli helstu stofnana samfélagsins. Aðeins um 30% al- mennings treysta stjórnvöldum. Stjórnvöld treysta almenningi ekki nægilega til að halda hon- um upplýstum um gang mála. Fjölmiðlarnir treysta ekki stjórnvöldum og öfugt. Almenningur treystir ekki fjölmiðlum og á móti óttast fjölmiðl- arnir sem aldrei fyrr að missa viðskipti almenn- ings. Viðskiptavinir bankanna treysta ekki bönk- unum, sem á móti treysta hvorki viðskiptavinum sínum né eigendum, ríkisvaldinu. Innan við 5% þjóðarinnar treysta enn stjórn Seðlabankans og formaður bankastjórnar Seðlabankans telur aug- sýnilega að allir aðrir en hann hafi brugðist. Mikið verk er augljóslega framundan við að byggja upp traust á milli stofnana og einstaklinga samfélags- ins. Hvernig byggjum við á ný traust í samfélagi okkar? Litlu skilar að bölsótast út í allt og alla og kenna öðrum um ógæfu vora. Fyrsta skrefið er óhjá- kvæmilegt uppgjör við fortíðina. Hver og einn verður að líta í eigin barm, átta sig á og gangast við þeim mistökum sem hann hefur gert. Og við- urkenna þau opinskátt. Slíkt uppgjör krefst hug- rekkis en er nauðsynlegur grundvöllur upp- byggilegra samskipta sem mun leiða af sér vaxandi traust í samfélaginu. Sem dæmi um þetta má nefna boðskipti stjórnvalda við almenning. Þau fara fyrst að verða trúverðug þegar framkvæmdavaldið hef- ur játað á sig mistök sem blasir við að gerð hafa verið. Hvað bankana varðar voru mistökin einnig fjölmörg. Ráðgjöf bankanna til viðskiptavina sinna var að mörgu leyti meingölluð og byggð á kostu- legu mati á stöðu og horfum krónunnar, svo eitt- hvað sé nefnt. Áhersla bankanna á að koma sparn- aði í peningamarkaðssjóði er einnig ámælisverð. Hvað er svona erfitt við að viðurkenna þessi mis- tök? Almenningur í landinu verður einnig að taka til sín það sem hann á. Óhófleg eyðsla fjármögnuð með lánsfé og lítill eða enginn sparnaður í góðæri eru alvarleg mistök í persónulegum fjármálum. Auðvitað á það ekki við um alla, en stór hluti al- mennings tók þátt í góðærisruglinu af kappi. Framundan er tímabil þar sem hroki, yfirlæti og dramb verður að víkja fyrir auðmýkt og raunsæi í samskiptum Íslendinga innbyrðis og við aðrar þjóðir. Þá verður lögleysa að víkja fyrir virðingu gagnvart réttarríkinu. Það má ekki gerast að þeir sem gerst hafa sekir um lögbrot, hvort sem það eru auðgunarbrot eða brot gegn valdstjórninni komist upp með það. Það er trú mín að því fyrr sem stjórnvöld ganga á undan með góðu fordæmi og fara að auðsýna auðmýkt, játa mistök sín og varða leiðina að lausn- um fyrir fyrirtækin og fólkið í landinu, því fyrr muni erlendar þjóðir fá á okkur traust á ný. Ríki á ný traust á að stjórnvöld þekki leiðina út úr vand- ræðunum munu fyrirtækin og fólkið fylgja á eftir. Nýja Ísland mun rísa og raunverulegt góð- ærisskeið hefjast, byggt á sönnum verðmætum og öðrum gildum en græðgi og hroka. Hvernig endurvinnum við traustið? Karl Pétur Jónsson er stjórnmála- fræðingur, MBA og framkvæmda- stjóri GRD Consulting ehf. Í FÁRINU hef ég reynt að horfa beint framan í hin heiðskíru andlit unga fólksins – framtíðarinnar sem er eina von okkar um heið- arlega þjóð á Ís- landi. Í fárinu hef ég á hinn bóginn reynt að horfa fram hjá flöktandi augnaráði hálfstálpaðra strengja- brúða, drengjabrúðanna í bönkum og gróðabraski gömlu skálkanna sem stjórnað hafa öllu sukkinu á bak við tjöldin. Er búin að fylgjast með því hyski sem stýrir för og afleiðingum gjörða þess lengur en ég nenni að muna. Man þó glöggt ýmsar rík- isstjórnir og gjörðir þeirra og allt hefur gróðabraskið verið með þeirra vitund. „Ránskjaravísitalan“ Til að nefna nokkur dæmi. Man t.d. glöggt stöðvun launavísitölu árið 1983 (Steingrímur Her- mannsson forsætisr., Albert Guð- mundsson fjármálar.) Man einnig glöggt ummæli Steingríms um að ekki væri tímabært að afnema lánskjaravísitöluna að svo komnu, en verðbólga yrði að vera undir tveggja stafa tölu og þensla lítil – annað gengi ekki. Samt hefur allt það sullast þann veg áfram á kostnað almennings, sem í sveita síns andlitis borgar og borgar og ekkert minnka skuldirnar. Man einnig loforð sama manns síðar um að þegar verðbólga væri komin niður í eins stafs tölu yrði reynt að endurskoða lánskjara- vísitöluna (jafnvel afnema hana) svo fremi bankarnir teldu sig geta misst hana (líkleg saga!). Og aftur tók Steingrímur við sem forsætis- ráðherra 1990 og Jón Baldvin (ut- anríkisr.) innanborðs. Þessir voru góðir saman – ekki treystandi yfir þveran þröskuld – þeir settu 24% söluskatt á matvæli sem átti að vera til bráðabirgða, ha, ha! Stein- grímur þessi varð síðan seðla- bankastjóri. Þó eru til reglur um að sú stofnun eigi að vera sjálfstæð og hlutlaus stofnun – óháð rík- isstjórn á hverjum tíma. Af mat- arskatti er það að frétta að það var ekki fyrr en árið 2007 sem mat- arskatturinn var loks lækkaður í 4%. „Græðgisvæðing“ Að lokum aftur að fárinu. Getum við ekki orðið sammála um að þeir sem voru helstu ger- endur í undanfara bankahruns og græðgisvæðingar Íslendinga með peningabraski – bygginga- og kaupfári taki til eftir sig en láti okkur hin lifa í friði? Við munum greiða alla skatta sem á okkur verða lagðir, eins og vanalega, en þotukostnað og risnu aðra viljum við alls ekki greiða. Það er óréttlátt að grandvart, samhaldssamt, ósekt fólk – hvað þá blásaklaus ungmenni nútíðar og framtíðar eigi að hirða upp skuldir þeirra sem skaðanum ollu. Hindr- um það með samtakamætti okkar. Ísland lifi! Elín G. Ólafsdóttir, kennari og fv. borgarfulltrúi. Góðu tíðindin eru: ungt – yngra – yngsta fólkið Framundan er tímabil þar sem hroki, yfirlæti og dramb verður að víkja fyrir auðmýkt og raunsæi í samskiptum Íslendinga innbyrðis og við aðrar þjóðir. Þá verður lög- leysa að víkja fyrir virðingu gagn- vart réttarríkinu. Það má ekki ger- ast að þeir sem gerst hafa sekir um lögbrot ... ’ MÉR fannst borgarafundurinn í heild sinni mjög góð hugmynd, fólk fékk að koma saman, mynda smá múgæsing og fá útrás á stjórnmálamönnum sem eiga sér einskis ills von. Auðvitað er fólk reitt, það hefur tapað peningum og þar sem peningar eru ákveð- inn mælikvarði á lífsgæði þín, þá mætti í rauninni segja að þú hafir feilað á ákveðinn hátt. Það er svo oft þannig að þegar maður tapar er auðvelt að byrja að kenna öðrum um; þetta var honum að kenna, þetta var henni að kenna og svo framvegis. En í rauninni tel ég að þetta sé okkur öllum að kenna, við hefðum ekki átt að vera svona óvarkár með peningana okkar, við hefðum átt að kanna hvað virkilega stæði á bak við alla þessa sjóði og reikninga, spá aðeins í það, í staðinn fyrir að kasta bara peningunum í bankann og segja: Hérna, gerðu mig ríkari. Þú getur aldrei treyst öðrum fullkomlega fyrir þínum hag nema þá kannski móður þinni. Auðvitað er bankamönn- unum um að kenna líka, þeir hefðu ekki átt að fara svona með peninga fólksins, þeir hefðu átt að setja Icesave og hvað það allt heitir í dótturfélög, eða stjórnmálamennirnir, þeir hefðu aldrei átt að leyfa bönkunum að verða svona stórir né tryggja Icesave og í það minnsta að styrkja gjaldeyrisforð- ann svo að allur innflutningur myndi ekki stöðvast eins og nú er. Hvað seðlabankastjóra varðar þarf nú varla að tala um það, hann er ekki starfi sínu vaxinn, því miður. En það verður líka að taka mark á því að við vorum að taka heimskuleg bankalán, myntkörfulán og fleira í þeim dúr. Skuldir heimilanna hafa aldrei verið hærri. Að mínu mati ættum við að hætta að einblína á það hverjum vandamálin eru að kenna, heldur leysa þau og spyrja svo óþægilegu spurninganna, kjósa og hvað það nú er sem fólkið vill, bara að við tökum engar fljótfærnisákvarðanir blinduð af reiði eða öðrum tilfinningum. Merkilegasta spurningin þótti mér hins vegar hvað ríkið hygðist gera ef fólk hætti að borga íbúðalánin sín en neitaði að yfirgefa íbúðirnar. Skyldu þeir ætla að bera það út? Þá rann það upp fyrir mér, hverjir ættu að bera það út, miðað við laun lögreglumanna hér á landi myndu lög- reglumennirnir vera að bera sjálfa sig út og tel ég að þeir myndi vera ófúsir til þess. En við þessari spurningu vildi ég fá svar skýrt og skorinort: Hvað myndi ríkisstjórnin gera ef fólk einfaldlega hætti að borga lánin og taka þátt í þessum sýrutrippi bankanna? Það var þó einn ræðumaður sem mér fannst setja svartan blett á þennan fund. Bleikklædda konan. Hún var greinilega femínisti og maður skyldi ætla að hún hefði stigið í pontu til þess að lýsa óánægju með vandamálin sem við okkur blasa og þá hægu úrlausn sem málsmeðferðin öll hefur fengið. En þess í stað sýndi hún forsætisráðherra ótrúlegan dónaskap, kallaði hann húsbóndahollan apakött og annað verra. Ég get ekki sagt að ég sé einlægur stuðnings- maður forsætisráðherra, en fyrir öllu eru einhver takmörk. Þessi bleikklædda kona getur ekki stað- ið fyrir framan þjóðina alla og jafnvel útlenda fjöl- miðla og stundað skítkast af þessu tagi. En sú bleikklædda lét ekki þar við sitja heldur kom því næst með alla femínistarulluna á einu bretti: Geir segðu af þér (af því að þú ert karl) og Ingibjörg taktu við (af því að þú ert kona) og þar fram eftir götunum. Og ég sem hélt að efni fund- arins hefði verið fjármálakreppan og óánægja með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Hvers vegna þurfa femínistar ætíð að troða sín- um málefnum að? Geta þeir ekki skilið að málið snýst ekki um það hvort kona situr í stjórn eða karl, það eru brýnni vandamál sem þarf að kljást við, hvort sem karl eða kona á í hlut. Mitt mat er að svona persónuárásir á forsætisráðherrann séu með öllu ólíðandi, hvort sem manni finnst hann hafa staðið sig vel eða illa, sér í lagi í beinni út- sendingu. Þessi bleikklædda kona hefði átt að halda sig heima. Borgarafundurinn og bleikklædda konan Ísak Einar Rúnarsson, nemi. ILLA upplýstur almenningur og pólitískir andstæðingar Davíðs Oddssonar hafa beint spjótum sínum að honum og Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og kennt þeim um bankahrunið og óöldina sem fylgdi í kjölfarið. Davíð hafði hljótt um sig þar til 18. nóv- ember þegar hann svarar fyrir sig og bendir á að hann og bankinn hafi fyrir löngu bent á að ekki væri allt með felldu hvað starfsemi bank- anna varðaði. Það var einfaldlega ekki hlustað á hann. Hvers vegna aðhöfðust bankinn og Fjár- málaeftirlitið ekkert? Það var einfaldlega ekki á þeirra valdi að stöðva atburðarásina. Sú lög- gjöf (EES) sem þetta athæfi bankanna byggð- ist á, var á ábyrgð stjórnvalda. Fram- kvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnarinnar og hún brást ekki við. Það eru stjórnmálamennirnir, sem komu þessum kerfum á og létu það viðgangast að þau væru misnotuð, sem bera ábyrgð á þessu. Það eru stjórnmálamennirnir sem samþykktu aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og vissu að þær skuldbindingar sem ríkið hafði gengist undir vegna bankanna voru vaxnar því yfir höfuð, sem brugðust ekki við. Nú þegar bankarnir eru aftur komnir í eigu ríkisins er því í lófa lagið að kippa þessum mál- um í lag, ef vilji er til þess. En mun það gera það, og ef ekki, hvers vegna? Ætla menn e.t.v. að leggjast flatir fyrir Evrópusambandinu? Var það kannske til þess sem leikurinn var gerður? Bankahrun og fjármálakreppa – heimatilbúið vandamál? Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri. LENGI var ég þeirrar skoðunar að öll störf væru jafn mikilvæg, þau væru hvert um sig hlekk- ur í þeirri keðju sem atvinnulífið og þjóðfélagið stendur saman af. Nýlega varð mér þó ljóst að sum störf skipta engu máli og eru nokkurs konar atvinnubótavinna fyrir þá sem taka laun fyrir þau. Svo mikilvægt er vinnuframlag verkamanna að hafi þeir í hyggju að skipta um starf ber þeim að gefa vinnuveitanda sín- um allt að þriggja mánaða fyrirvara þannig að koma megi nýjum manni inn í starfið. Þetta á við um flestar starfsstéttir og því minni menntunar sem störfin krefjast því harðar er þessum fyrirvara fylgt eftir. Þessi uppsagnarfrestur er gagnkvæmur þannig að ef vinnuveitandi hyggst rifta vinnurétt- arsambandi við starfsmann sinn þarf að veita sam- bærilegan uppsagnarfrest. Virði aðilar ekki um- ræddan uppsagnarfrest þurfa hinir brotlegu almennt að bæta fyrir brot sín, vinnuveitandi með greiðslu launa út uppsagnarfrest eða launþegi með því að launum hans sé haldið eftir. Í flestum störf- um skiptir það nefnilega máli hvort starfsmaðurinn mætir í vinnuna eða ekki. Þó hefur mér nú orðið ljóst að þetta á ekki við um öll störf. Eftir að hafa skoðað þessi mál virðist vera öfugt línulegt samhengi á milli mikilvægis starfa og þeirrar miklu ábyrgðar sem þeim fylgir að mati þeirra sjálfra sem sinna þeim. Oft á tíðum eru þetta aðilar sem eru eiginlega bara áskrifendur að laun- unum sínum sem eru þó alls ekkert skorin við nögl. Það skiptir t.d. engu máli hvort kjörinn þingmaður mætir í vinnuna eða ekki – nákvæmlega engu máli. Þetta er alveg kristaltært í mínum huga. Nýverið skildi formaður Framsóknarflokksins eftir skilaboð um að hann væri hættur og farinn. Og hann hefur ekki látið ná í sig síðan enda bætti hann um betur með því að stinga sér til sólarlanda – á fullum launum og það á tímum sem þessum. Sam- flokksmaður hans hagaði sér á svipaðan hátt nokkrum dögum áður. Það sem vekur þó furðu mína er að þessir aðilar eiga rétt á svokölluðum biðlaunum í allt að sex mánuði og það þrátt fyrir að hafa stungið af úr vinnunni. Í sjómannalögum er t.d. ákvæði um að hagi menn sér svona þá megi hýrudraga þá enda skiptir miklu máli að ekki verði hnökrar á að manna skipið áður en það lætur úr höfn. Svo virðist sem engin lög séu til staðar svo tryggt sé að þingmenn sinni sínum skyldum hvað þetta varðar. Lögin um þá eru smíðuð af þeim sjálfum og ein- ungis til þess fallin að tryggja réttindi þeirra, rétt- indi sem eru langt umfram þau réttindi sem sam- borgarar þeirra þurfa að sætta sig við. Að þingmenn skuli eiga rétt á margra mánaða launum eftir að hafa stungið af úr vinnunni er fáheyrður fá- ránleiki. Sá fáránleiki fellur samt sem áður nokkuð vel inn í það spillingarkviksyndi sem Ísland er í dag. Aldrei hefur spillingin verið augljósari en ein- mitt nú eftir að ljóst er að yfirlaunaðar þyrnirósir allra eftirlitsstofnana á Íslandi fá allar að sitja óá- reittar í embættum sínum eftir að hafa keyrt þjóð- ina í gjaldþrot. Svo geta þessar sömu þyrnirósir bara stungið af þegar þær hafa lokið við að fela sönnunargögnin um eigið klúður og þeim hentar að hypja sig í burtu á fullum launum í uppsagnarfresti. Hefði Ísland t.d. orðið meira gjaldþrota ef ekki hefði verið starfandi Fjármálaeftirlit eða Seðla- bankastjórn? Skipta þessi störf máli? Er hægt að stigbreyta orðið gjaldþrota? Gjaldþrota – gjald- þrotaðri – gjaldþrotastur! Hættur – farinn Örn Gunnlaugsson, atvinnurekandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.