Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÖRYGGISRANNSÓKNARSTOFA á Keldum, byggð sérstaklega til að rannsaka fuglaflensu, er vel á veg komin og verður tekin í notkun í byrjun næsta árs. Að sögn Vil- hjálms Svanssonar, dýralæknis og sérfræðings í veirufræði, hefur fuglaflensa af stofni H5N1 náð mik- illi dreifingu um heiminn með fugl- um auk þess að valda banvænum sýkingum í mönnum eins og kunn- ugt er. Árið 2005 greindist veiran í fyrsta sinn í fuglum í V-Evrópu. Á því ári var ákveðið að hefja skim- anir á villtum fuglum hérlendis fyr- ir fuglaflensuveirum líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. „Þegar við fórum að huga að því að koma okkur upp aðferðum til greiningar á veirunni kom í ljós að- stöðuleysi til að fást við svo alvar- legt smitefni,“ segir Vilhjálmur. Samkvæmt stöðlum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) þarf greining á H5N1 veirunni að fara fram í sérhæfðu rannsókn- arrými sem uppfyllir ákveðna ör- yggisstaðla. „Þá komu upp þessar hugmyndir að reisa svona hús þar sem við getum sjálfir rannsakað veiruna og greint.“ Húsið reis í byrjun árs 2007 og var þá tekið til við að innrétta rannsóknarstofuna. Dýrari en áætlað var Sigurður Ingvarsson, for- stöðumaður og prófessor á Keldum, viðurkennir að rannsóknarstofan sé orðin töluvert dýrari en lagt var upp með. „Það er alveg ljóst að kostnaðurinn rýkur upp vegna gengishruns íslensku krónunnar,“ segir hann. „Þó að fuglaflensan hafi aldrei komið er þetta aðstaða sem okkur hefur lengi vantað,“ segir hann og bætir við að í rannsókn- arstofunni verður einnig hægt að fást við önnur alvarleg smitefni, svo sem miltisbrand og skæðar pestir. „Það þarf að hafa öryggisrann- sóknarstofu til að hindra að það geti borist smit í fólk. Upp á öryggi starfsmanna þýðir rannsókn- arstofan því heilmikið,“ segir Sig- urður. Hann bætir við að seinast þegar miltisbrandur var tekinn til greiningar, árið 2004, hafi þurft að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og gefa starfsfólkinu sýklalyf. „Ástæð- an fyrir því að verið er að skima hér fyrir fuglaflensu er að hún er hugs- anlega í landinu, og við erum að tryggja að svo sé ekki. Matið er þannig að það þarf að mæla þetta og þá þurfum við að bjóða starfs- fólki upp á 100% öryggi og við- unandi aðstæður.“ Sýnin send til Svíþjóðar Vilhjálmur segir að fuglaflensan sé alls ekki á undanhaldi þó að minna sé fjallað um hana nú en áð- ur. „Veiran er sloppin úr blöð- unum,“ segir hann og bætir við að nú síðast hafi greinst fuglaflensa í öndum í Þýskalandi. Undanfarin ár hefur Mat- vælastofnun staðið fyrir því að tvisvar á ári, á vorin og á haustin, er 6-800 saursýnum safnað víðs- vegar af landinu á um sex vikna tímabili og þau send til Keldna. Að auki er nokkru fjöldi villtra fugla sem finnast dauðir krufinn árlega á Keldum og sýni tekin úr þeim til rannsókna. Á Keldum eru sýnin undirbúin fyrir sendingu en sjálf skimunin fer fram á rannsóknarstofu í Svíþjóð. Sýnin eru send út með hraðsend- ingu þar sem þau verða að vera fersk. Hingað til hefur tekið um viku að fá niðurstöðurnar úr skim- ununum en þegar öryggisrannsókn- arstofan verður tekin í notkun mun það aðeins taka 1-2 daga. Húsnæði öryggisrannsóknarstof- unnar er þannig byggt upp að um er að ræða nokkurs konar hús inni í húsi, þ.e. ytra byrðið virkar sem skel utan um aflokað rannsókn- arrýmið. Rannsóknaraðstaðan skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða krufningsstofu og hins vegar rannsóknarstofu. Einn inn- gangur er að hvorri stofu og fyrir framan hvora þeirra er lítið her- bergi með búnings- og sturtuað- stöðu sem ganga þarf í gegnum til að komast inn í sjálft rannsókn- arrýmið. Af öryggisástæðum er ekki hægt að hafa opið í gegn, þ.e. ekki er hægt að hafa dyrnar í ytra rýminu opnar á sama tíma og dyrnar inn í rannsóknarstofuna eru opnar. Þá kemur samspil undir- og yfirþrýst- ings í rýmunum í veg fyrir að smit- að loft úr rannsóknarstofunni sleppi úr herbergjunum þegar hurðirnar eru opnaðar. Þá kemst mengað loft heldur ekki út í gegn- um loftræstikerfið þar sem allt loft er síað svo jafnvel smæstu veirur komast ekki í gegn. Ekkert fer út úr rannsóknarstofunni án þess að fara í gegnum svokallaðan gufu- svæði sem hitnar í 120-130°C undir miklum þrýstingi svo öll smitefnin afvirkjast. Að auki er allt affall úr sturtum og rannsóknarrýmum meðhöndlað á sama hátt. Vísindamennirnir verndaðir Sérstakar dyr eru á krufnings- stofunni þar sem fuglahræ eru tek- in inn. Þau eru krufin á þar til gerð- um bekk með eins konar háfi yfir og sogast loftið upp í gegnum háf- inn svo vísindamaðurinn fær aldrei smitað loft yfir sig. Þegar sýnið hef- ur verið tekið er það sett í sérstakt hólf milli stofanna þar sem loftið er síað. Eftir vissan tíma er loftið orð- ið hreint og er þá hægt að opna hólfið rannsóknarstofumegin. Á rannsóknarstofunni er sýni sett í ákveðið tæki sem magnar upp erfðaefnið og segir til um hvort erfðaefni fuglaflensuveiru sé til staðar eða ekki. Sýnið er fryst við -80°C þar til ljóst er hvort það sé já- kvætt fyrir H5 eða H7 en þeir stofnar valda skæðustu sýkingum í fuglum. Sé sýnið jákvætt fyrir öðr- um hvorum stofninum er það rækt- að áfram í eggjum til að ákvarða N- gerðina. Öryggisrannsóknir á Keldum  Verið að leggja lokahönd á öryggisrannsóknarstofu til þess að rannsaka fuglaflensu  Vegna aðstöðuleysis eru sýnin send til Svíþjóðar  Niðurstöður ættu að fást eftir 1-2 daga í stað viku áður Morgunblaðið/RAX Viðbúnaður Sigurður staddur í krufningsstofunni og Vilhjálmur í rannsóknarstofunni. Nauðsynlegt er að gluggar séu á rannsóknarstofunum svo vísindamennirnir sem þar eru að störfum fái ekki innilokunarkennd. Þá er einnig ákveðið öryggisatriði að hægt sé að horfa inn í rannsóknarstofurnar. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, í dag- legu tali nefnd Keldur, fagnar um þessar mundir 60 ára af- mæli sínu. Á sínum tíma kom meirihluti stofnkostnaðarins frá Rockefeller-stofnuninni í Bandaríkjunum en þar var það skilyrði sett að tilraunastöðin yrði að vera tengd Háskóla Ís- lands og hefur svo verið alla tíð. Allt frá stofnun hefur aðal- viðfangsefnið verið dýra- sjúkdómar en áður fyrr voru sjúkdómar í mönnum einnig rannsakaðir á Keldum. Upp úr 1970 var sett upp sérstök að- staða fyrir síðarnefndu rann- sóknirnar á Landspítalanum þó að einhverjar rannsóknir tengd- ar mönnum hafi alltaf farið fram á Keldum. Aðeins tíu ár eru síðan hætt var að rannsaka sníkjudýr í mönnum en um þessar mundir er verið að rann- saka arfgenga heilablæðingu í mönnum þar sem aðferða- fræðin og þekkingin er svipuð og við rannsóknir á riðu- sjúkdómum í sauðfé. Eitt af stærstu verkefnum Keldna í dag er tengt ónæm- iskerfi íslenska hestsins og að auki skipa rannsóknir á fiskum og fisksjúkdómum stóran sess. Þar er fyrst og fremst verið að skoða þær fisktegundir sem eru í eldi hér á landi. Alltaf verið tengt HÍ Morgunblaðið/RAX Öryggi Vilhjálmur bendir á hólfið sem sýnin eru látin í þegar flytja á þau frá krufningsstofunni yfir á rannsóknarstofuna. Vinstra megin við Vilhjálm er krufningsbekkurinn þar sem unnið er undir sogi vegna smithættu. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið, í allt sumar fyrir aðeins 6000 kr. Þú ákveður svo hvar og hvenær þú veiðir. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Frí heimsending þegar verslað er á www.veidikortid.is NÁMSKEIÐ um rannsóknir á jarðhita á vegum Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fóru fram í síðasta mánuði við Naivasha vatn í Kenýa. Búið var að hnýta flesta hnúta hvað fjármögnun námskeiðanna snerti, þegar efnahagskreppan skall á, svo að hægt hefur verið að halda námskeiðin þrátt fyrir erfiðar að- stæður. Námskeiðið sem er samvinnuverkefni Jarðhitaskól- ans og KenGen, landsvirkjunar Kenýa, hófst hinn 24. október og stóð til 17. nóvember. Er þetta fjórða árið í röð sem Jarðhitaskólinn stendur að slíku nám- skeiðahaldi í Afríku, og eru þau hluti af framlagi Ís- lands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í fyrsta skipti nemendur frá Zambíu og Kongó Þátttakendur voru 37 frá 11 löndum Austur- og Mið-Afríku. Þeir eru langflestir frá heimalandinu Kenýa sem er forystulandið í Afríku hvað varðar nýt- ingu jarðhita. Nú tóku í fyrsta skipti nemendur frá Zambíu og Kongó þátt í námskeiðum á vegum Jarð- hitaskólans. Námskeiðið, sem var einkum ætlað yngri jarðvís- indamönnum og verkfræðingum í Austur-Afríku, mið- aði að því að gefa nemendum sem best yfirlit yfir þá aðferðafræði sem notuð er við jarðhitarannsóknir, með áherslu á yfirborðsrannsóknir, þ.e. jarðfræði, jarðeðlisfræði, jarðefnafræði og umhverfisfræði, ásamt kynningu á forðafræði jarðhitageymisins og borunum eftir jarðhita. Kennsla var í höndum 4 jarðvísindamanna frá Jarð- hitaskólanum og ÍSOR, og 19 sérfræðinga í ýmsum greinum frá KenGen sem flestir hafa hlotið þjálfun í Jarðhitaskólanum á Íslandi, og 5 fyrrverandi nem- enda Jarðhitaskólans frá öðrum löndum Austur- Afríku. Umsjónarmaður með námskeiðinu var Lúðvík S. Georgsson, aðstoðarskólastjóri Jarðhitaskólans. Síðan var haldið stutt námskeið í Úganda á vegum sömu aðila ásamt Jarðfræðistofnun Úganda, DGSM. Námskeiðið var undanfari 2. Jarðhitaráðstefnu A- Afríku. Námskeiðið var einkum ætlað stjórnendum í orkufyrirtækjum og jarðhitastofnunum í A-Afríku. Fjölsótt jarðhitanámskeið Í HNOTSKURN »Þátttakendur komu víða að úr Afríku»18 komu frá heimalandinu Kenýa en aðrirkomu frá Búrúndí (2), Djíbútí (2), Erítreu (2), Eþíópíu (2), Jemen (2), Kongó (1), Rúanda (2), Tanzaníu (2), Úganda (2) og Zamíbu (2).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.