Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthorg@gmail.com ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga í Norður-Ameríku, The Icelandic Nat- ional League of North America (INL of NA), hefur brugðist við fjárhags- kreppunni á Íslandi og hrundið af stað söfnun til styrktar Íslendingum. Gerri McDonald, forseti INL, hef- ur sent félagsmönnum bréf þar sem hún útskýrir vandann sem Íslending- ar standa nú frammi fyrir. Hún bend- ir á að samfara því að margir Íslend- ingar hafi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni hafi beiðnum um aðstoð hjálparstofnana fjölgað til muna. Hins vegar hafi þær líka orðið fyrir barðinu á kreppunni og nú sé tími fyrir fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku og aðra vini Íslands til að rétta fram hjálparhönd. Auðvelda jólahald Forsetinn leggur áherslu á að vandamálið verði ekki leyst á einni hóttu og ástandið muni ríkja um hríð. Í fyrstu sé hugmynd INL að safna peningum til handa íslenskum góð- gerðarstofnunum, sem útdeili mat, fötum og gjöfum, svo þær geti létt undir með einstaklingum og fjöl- skyldum fyrir jólin. Eftir áramótin verði síðan kynnt nýtt átak. Fólk af íslenskum ættum og aðrir vinir Íslands bregðast við Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum Morgunblaðið/Steinþór Undirbúningur Helga Malis á skrifstofu Þjóðræknisfélagsins á Gimli. Eftir Steinþór Guðbjartsson NÆR 400 Íslendingar fluttu til Ut- ah á árunum 1854 til 1914 og nú hefur David Alan Ashby gefið út nýja bók, Icelanders Gather to Ut- ah 1854-1914, með ýtarlegum upp- lýsingum um þessa vesturfara og fjölskyldur þeirra. David Ashby segir að tilgang- urinn með útgáfu bókarinnar sé að leggja fólki í Utah af íslenskum ættum lið í því að tengjast upp- runa sínum. Reyndar er unnið mjög öflugt starf á því sviði á veg- um Íslenska félagsins í Utah (IAU), sem var stofnað 1897, og halda af- komendur íslensku Utah-faranna upprunanum hátt á lofti. Þó nokkuð hefur verið skrifað um flutningana til Utah. David Ashby hefur með þessari bók end- urbætt bókina Icelanders of Utah eftir LaNora Allred. Hann byggir líka á safni móður sinnar, Phyllis Higginson Ashby, sem var sagn- fræðingur IAU um árabil. Við gerð bókarinnar naut hann að- stoðar Bliss Koyle Anderson, ætt- fræðings í Spanish Fork og fór í smiðju Hálfdáns Helgasonar sem heldur úti vef um íslenska vest- urfara. Bókin er rúmlega 150 síður í A4 stærð. Höfundur hennar gaf IAU upplagið og það sér um söluna. Eintakið kostar 18 dollara og flutningskostnaður til Íslands er 12 dollarar en pantanir má senda á eftirfarandi heimilisfang: Icelandic Association of Utah P.O. Box 874, Spanish Fork, Utah 84660 USA Morgunblaðið/Steinþór Höfundurinn Hjónin Bonnie og David Alan Ashby í Spanish Fork. Ýtarlegar upplýsingar um Utah-farana í nýrri bók Þj́óðræknisþing INL í Norður- Ameríku verður haldið í 90. sinn í vor undir yfirskriftinni „Komið heim til Nýja Íslands“, en það verður á Gimli dagana 30. apríl til 3. maí. Undirbúningur á fullu Undirbúningur fyrir Þjóðrækn- isþingið er í fullum gangi og vona skipuleggjendur að þingið verði vel sótt eins og undanfarin ár. Íslensk- kanadíska félagið á Gimli, GICS, hefur umsjón með skipulagn- ingunni og nýtur aðstoðar frá fólki í nágrannabyggðunum, einkum Ár- borg, Selkirk og Lundar. Helga Malis, formaður GICS, segir að undirbúningurinn sé á áætlun. „Efnahagskreppan getur haft áhrif en vonandi fáum við um 100 til 150 gesti,“ segir hún. Í tengslum við Þjóðræknisþing undanfarin ár hefur verið boðið upp á ferðir um „íslenska“ sögu- staði í nágrenni þingstaðar og verður uppteknum hætti haldið áfram í vor. Farið verður í dagsferð um Nýja Ísland og kemur það ekki beint á óvart. „Komið heim til Nýja Íslands“ ÚR VESTURHEIMI Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g gaf mér ekki tíma til að sinna neinu svona listrænu á meðan ég var í fullri vinnu sem sjúkraþjálfari, en eftir að ég greindist með parkinsonveiki fyrir þremur árum og hætti að vinna hef ég haft nægan tíma til að láta innra sjálfið njóta sín. Ég lít líka á mósaíkvinnuna mína sem hluta af endurhæfingunni, því þessi vinna viðheldur fínhreyfingunum,“ segir Ósk Axelsdóttir sem hefur komið sér upp lítilli vinnustofu í bílskúrnum heima hjá sér í Kópavoginum, þar sem hún vinnur með mósaík. Faðir hennar, Axel heitinn Helgason, var mikill listamaður, en hann stofnaði Nesti og margir þekkja stytturnar hans við Nestin. „Í Nesti í Fossvogi er til dæmis styttan af drengnum með fiskinn og ég bjó einmitt til mósaíkmunstur með þessum strák á litla hirslu sem mér þykir ofur vænt um.“ Listrænir hæfileikar eru greini- lega í blóðinu því Erla systir Óskar er listakona og bróðirinn Helgi er líka mjög listrænn. „Ég er yngri en þau og ég hélt að þau hefðu fengið þetta allt og ekkert hefði verið eftir í mínum genum,“ segir Ósk og hlær en hún hefur verið að vinna í mósaík í tæp þrjú ár og er að mestu sjálf- menntuð. Bók frá pabba er biblían „Ég hef reyndar farið á eitt nám- skeið en ég hef gert mikið af því að stúdera bækur um mósaík. Til dæm- is er ég með bók frá 1937 um „Wall- painting“ eða veggmálun sem mér áskotnaðist eftir að pabbi dó, en hann var mjög áhugasamur um listaverk sem máluð voru á veggi. Ég hef pikkað upp mikið af munstr- um úr þessari bók og nýtt mér í mósaíkinu. Mér er þessi bók mjög kær og mér finnst gaman að vinna upp úr svona gamalli bók sem pabbi notaði. Þetta er eiginlega biblían mín.“ Ósk segir að hennar helsta áhuga- mál í mósaíkinu sé ljósker í ýmsum stærðum og gerðum, ýmist fyrir kertaljós eða ljósaseríur. „En ég hef líka sérhæft mig í fuglakerum til að hafa úti í garði, en þá steypir mað- urinn minn kerin og ég lími mósaík- ið á. Hann er að þróa sig áfram með að búa til gosbrunna í nátt- úrusteinum, þannig að við hjónin er- um komin í smásamkeppni,“ segir Ósk. Hún bætir við að þeir sem eigi sumarbústaði spái og spekúleri oft mikið í fuglalífinu og þá sé kjörið að vera með svona fuglaböð, einhólfa eða tvíhólfa fyrir brauðmola. Einnig hafa þau framleitt fuglaker með seytlandi vatni í hringrás. „Við eigum sælureit í sum- arbústaðnum okkar og þar eru fugl- arnir duglegir að koma, bæði til að baða sig, éta og drekka. Ég hef líka mjög gaman af því að þróa óvænt úti- verk og til dæmis gerði ég þrjár risa- stórar fljúgandi álftir úr mósaíki ut- an á bústaðinn. Mér finnst líka gaman að koma fólki á óvart með því að líma kannski mósaíkhjarta eða blóm á náttúrusteina sem eru í um- hverfinu. Svo hef ég gert könglakr- ansa úr könglum sem ég finn í skóg- inum við bústaðinn.“ Brotið bollastell í hjarta Efniviðurinn í verkum Óskar er mest glerflísar og marmari, en hún notar líka efni sem hún brýtur, eins og gamla diska eða bolla. Úti í garð- inum hjá henni hangir meðal annars stórt hjarta sem maðurinn hennar steypti. „Ég braut fyrsta bollastellið okkar sem við fengum í brúðargjöf og notaði það til að líma falleg brot á hjartað.“ Ósk hefur líka gert nokkur borð með mósaíkmunstri, veggmyndir, ostabakka og vasa, svo fátt eitt sé nefnt. „Í munstrum hef ég leikið mér með einfaldleikann en ég hef líka mjög gaman af því að klippa flísarnar nið- ur í smæstu einingar, móta laufblöð á blóm, litlar pöddur og ýmislegt fleira. Ég hef líka leitað að munstr- um í litabókum barnabarnanna minna. Mér finnst gaman að spinna,“ segir Ósk sem ætlar að selja verkin sín á Jólamarkaðinum við Elliðavatn en hún segir að fólki sé líka velkomið að koma á vinnustofuna. Nú er tími til að skapa Fyrsta verkið Þetta borð er eitt af því fyrsta sem Ósk vann í mósaík. Jólalegt Þau eru notaleg ljóskerin sem varpa hlýlegri birtu eftir að kveikt hefur verið á kertunum. Úti í garði Seytlandi vatn í einu af mörgum fuglaböðum Óskar. Morgunblaðið/Kristinn Á vinnustofunni Ósk umvafin ótal ljóskerjum sem hún hefur búið til. Listamannsdóttirin Ósk Axelsdóttir féll fyrir mósa- íki eftir að hún þurfti að hætta að vinna vegna sjúkdóms. Nú býr hún til fuglaker, ljósker og ótal- margt fleira. www.oskaxels.is oskaxels@isl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.