Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 90 ára afmæli fullveldis á Íslandi Þórarinn Eldjárn fer með ljóð Ávörp flytja: Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Katrín Jakobsdóttir alþingismaður Kári Stefánsson forstjóri Tónlistaratriði: Egófónía III Eydís Fransdóttir óbóleikari flytur Egófóníu III eftir Svein Lúðvík Björnsson Diddú og Jónas Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ættjarðarsöngva við undirleik Jónasar Ingimundarsonar Undirrituð hvetja fólk til að fjölmenna í Salinn í Kópavogi á fullveldisdegi íslensku þjóðarinnar. Með því leggjum við okkar að mörkum til varðveislu fullveldis landsins á viðkvæmum tímum í stjórnmálalífi og efnahag þjóðarinnar. Við leggjum áherslu á vinsamleg samskipti og samstarf við aðrar þjóðir og hvetjum til opinnar umræðu um Evrópumál. Við teljum að aðild að Evrópusambandinu fæli hins vegar í sér víðtækt framsal valds og réttinda til stjórnarstofnana ESB í Brussel, þar á meðal yfirráð yfir helstu auðlindum landsins. Við teljum því að ESB aðild sé andstæð frelsi og fullveldi þjóðarinnar og samrýmist ekki hagsmunum Íslendinga. Jafnframt teljum við ljóst að aðsteðjandi efnahagsvandi verði ekki leystur með aðild eða aðildarviðræðum að ESB . Þér er boðið til 90 ára afmælis fullveldisins í Salnum í Kópavogi mánudaginn 1. desember. Samkoman hefst klukkan 17:00 Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Hjörleifur Þór Ólafsson Eiríkur Tómasson Sigurður V Viggósson Stefán Jóhann Stefánsson Ólafur Hannesson Haraldur Haraldsson Máni Atlason Hörður Vignir Sigurðsson Sólrún Ólafsdóttir Sigurgeir Pálsson Bjarni Harðarson Gunnar Albert Rögnvaldsson Gunnar Ásgeir Gunnarsson Steingrímur Hermannsson Guðmundur K Steinbach Páll Vilhjálmsson Hjörleifur Guttormsson Pétur Guðmundur Ingimarsson Steingrímur J Sigfússon Guðrún Ásta Guðmundsdóttir Örvar Már Marteinsson Höskuldur Marselíusarson Kolbrún Sigríður Hilmarsdóttir Elínbjörg Magnúsdóttir Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Dagskrá: FORSETI Alþingis boðar til ráð- stefnu kl. 14 í dag á Hótel Hilton Nordica, um eftirlit löggjafarþinga með framkvæmdavaldinu. Á ráð- stefnunni verður leitast við að lýsa þessum þætti í starfi þjóðþinganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður vinnuhóps forsætisnefndar Alþing- is um þingeftirlit, fjallar almennt um þingeftirlit. Samkvæmt þingræðisreglunni geta ráðherrar ekki setið í embætti nema meiri hluti alþingismanna sætti sig við að þeir gegni ráð- herraembætti. Þá getur Alþingi ákært ráðherra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Morgunblaðið/Kristinn Eftirlit lög- gjafarþingsins Á MORGUN, þriðjudag, verður hádegisleiðsögn á Þjóðminjasafni Íslands í formi hugleiðingar um samtímasöfnun á Íslandi. Þar mun Helga Lára Þor- steinsdóttir safnafræðingur fjalla um sýninguna Yfir hafið og heim, ís- lenskir munir frá Svíþjóð. Helga Lára mun ræða stöðu samtímasöfnunar í ljósi söfnunar séra Helga Sigurðssonar sem var prestur á Melum í Mela- sveit og safnaði mörgum munum á 19. öld og seldi til Svíþjóðar. Á seinni hluta 19. aldar eignaðist hið nýstofnaða safn Nordiska museet í Stokkhólmi töluvert marga íslenska muni. Flestir íslensku munanna eru frá 18. og 19. öld og koma upphaflega frá bæjum víða um land. Margir munanna eru af Vesturlandi. Á tveggja vikna fresti er boðið upp á sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafn- inu. Hádegisleiðsögnin á morgun hefst í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins kl. 12.05 og tekur um 40-50 mínútur. Allir velkomnir. Hvar er flatskjárinn minn? Í dag, á fullveldisdeginum, verður Auðlind – Náttúrusjóður – stofn- aður formlega í Þjóðminjasafni Ís- lands við Suðurgötu kl. 17. Til- gangur sjóðsins er að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjöl- breytni íslenskrar náttúru. Auðlind mun standa fyrir verklegri um- hverfisvernd, m.a. að endurheimta votlendi og viðhalda arnarstofn- inum. Í frétt í Morgunblaðinu á laugardag var ranglega sagt að stofnun sjóðsins færi fram í Þjóð- leikhúsinu. Það leiðréttist hér með. Náttúrusjóðurinn Auðlind LAGADEILD Háskólans í Reykja- vík stendur í dag fyrir hádegisfundi um hluthafaábyrgð, þ. á m. ábyrgð móðurfélaga í hlutafélaga- samstæðum, frá kl. 12 til 13.15 í stofu 201. Þar fjallar Áslaug Björg- vinsdóttir dósent m.a. um und- antekningar frá meginreglunni um takmarkaða ábyrgð hluthafa. Hluthafaábyrgð STUTT HEIÐURSSKJÖLD Sjóvár árið 2008 hlýtur að þessu sinni Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu. Í tilkynningu frá Sjóvá segir að Stefán hafi sem lögreglustjóri komið með ferskleika, metnað og kraft í starf lögreglunnar. Hann hafi aukið mjög sýni- leika lögreglunnar sem hefur ótvírætt gildi fyrir ör- yggi borgaranna og hefur hann einnig beitt sé fyrir auknu umferðaröryggi í sínu umdæmi að mati Sjóvár. Lögreglustjóri heiðraður MAGNÚS Skúlason, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar, færði Júlíusi Vífli Ingvarssyni, for- manni skipulagsráðs Reykjavíkur, lista sl. föstudag með undirskrift- um 330 íbúa sem mótmæla fyr- irhugaðri byggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg og niðurrifi gamalla húsa. Undirskriftunum var safnað á tæplega þriggja vikna tímabili í september síðastliðinn, að því er segir í fréttatilkynningu frá stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar. Söfnun undirskrifta var hætt þegar aðstæður breyttust skyndi- lega í þjóðfélaginu, aðallega vegna þess að ólíklegt þótti að ráðist yrði í fyrrnefndar framkvæmdir í nán- ustu framtíð. Ef ákveðið verður að halda áfram með byggingu skólans í óbreyttri mynd má búast við að söfnun undirskrifta verði einnig haldið áfram. Í samþykkt stjórnar íbúasamtakanna frá því um síðustu helgi segir að tillagan sem nú liggi fyrir fari langt fram úr skipulags- málum hvað varði fermetrafjölda og hæðir. Tillagan gangi jafnframt gegn áherslum borgaryfirvalda um að viðhalda sögulegu umhverfi og sérkennum Laugavegar sem mik- ilvægum þætti í að auka aðdrátt- arafl hans. Undirskriftir gegn niðurrifi húsa Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VERIÐ er að koma upp nótahóteli á Eskifirði. Það verður í nýju húsnæði sem Egersund er að byggja. Fjarða- byggðarhafnir gera hafnargarð við nýja húsið þannig að hægt verður að hífa næturnar beint um borð í skipin. Veiðarfæragerðin Egersund Ís- land ehf. er að byggja við hús sitt tæplega 2.000 fermetra nýbyggingu. Tilgangurinn er að auka framleiðsl- una og bæta vinnuaðstöðu starfs- fólks. „Það fæst ekki lengur fólk til að standa niðri á bryggju í hvaða veðri sem er og sauma nætur. Við er- um að bæta vinnuaðstöðu starfs- fólksins með því að færa þetta inn í hús,“ segir Stefán Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Egersund á Eskifirði hefur sér- hæft sig í vinnu við veiðarfæri fyrir uppsjávarfisk. Mikið af efninu hefur verið flutt inn. Með því að stækka verkstæðið er ætlunin að vinna stærri hluta veiðarfæranna á staðn- um. Tekin á tækninni Hluti af húsnæðinu verður nýttur sem eins konar nótahótel. Þá gefst viðskiptavinum fyrirtækisins kostur á að geyma næturnar inni á milli ver- tíða. „Veiðarfærin fara illa á því að liggja úti. Svo er það orðið óvinsælt hjá bæjarfélögunum að láta næturn- ar liggja í hrúgum úti um öll hafn- arsvæðin,“ segir Stefán. Fjarðabyggðarhafnir undirbúa byggingu hafnarkants framan við húsið. Þá verður hægt að hífa veið- arfærin beint um borð. Þá segir Stef- án að settir verði upp stórir kranar með blökkum sem keyrðir verða eftir brautum í loftinu. Ekki veitir af öfl- ugum búnaði því loðnunæturnar eru mikil ferlíki, vega 45-50 tonn og erfitt að fletta þeim með höndunum. „Reksturinn hefur gengið vel enda værum við ekki að fara út í svona mikla framkvæmd nema við værum bjartsýnir á framtíðina,“ segir Stef- án. Hann segir að vissulega geti erf- iðleikar í efnahagslífinu haft einhver áhrif. Það hjálpi nú að kostnaðar- áætlun fyrir framkvæmdina hafi ver- ið gerð í norskum krónum og búið hafi verið að fjármagna verkefnið. Egersund Ísland varð til þegar norska fyrirtækið Egersund Group keypti nótastöð Eskju í félagi við tvo stjórnendur. Hótel fyrir veiðarfærin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Veiðarfæragerð Öll vinna flyst inn í hlýjuna þegar 2000 fermetra ný- bygging bætist við aðstöðu veið- arfæragerðar Egersund á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.