Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 ✝ Jórunn Ragn-heiður Brynj- ólfsdóttir fæddist í Hrísey við Eyja- fjörð 20. júní 1910. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilnu Grund 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurveig G. Sveinbjarnardóttir húsfreyja frá Hill- um í Stærra- Árskógssókn í Eyja- firði, f. 1886, d. 1950, og Brynjólfur Jóhannesson útgerðarmaður frá Selaklöpp í Hrísey, f. 1891, d. 1977. Jórunn var elst átta systkina sem eru auk hennar: Ásta, f. 1912, d. 1997; Jó- hannes, f. 1914, d. 1962; Sig- tryggur, f. 1916, d. 2000; Sigurður Björn, f. 1918, d. 2002; Hallfríður, f. 1922; Fjóla, f. 1926, d. 1989 og Sóley, f. 1926. Hinn 11. nóvember 1944 giftist Jórunn Jóni Guðmanni Hauki Þor- steinssyni frá Fossvogi, f. 4. maí 1914, d. 27. des. 1990. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Finn- bogasonar frá Hjallanesi í Land- sveit og Jóhönnu Greipsdóttur frá Haukadal í Biskupstungum. Börn ísu Líf og Helenu Ósk, b) Jórunn Ósk, f. 1973, maki Eiríkur E. Benediktsson, f. 1969, þau eiga 3 börn, Ólaf Guðna, Gunnar Inga og Thelmu Ósk, og c) Gunnar Páll, f. 1981, maki Kristbjörg Gunn- arsdóttir, f. 1981, dóttir þeirra er Brynhildur Anna. 4) Brynjólfur Karl, f. 10.6. 1948, maki Arndís Magnúsdóttir, f. 13.6. 1958, börn þeirra eru Edda Vigdís, f. 1987, og Brynjólfur Magnús, f. 1990. Fyrri maki Brynjólfs var Guð- björg Gunnarsdóttir, sonur þeirra er Gunnar, f. 1968, hann á 3 börn, Guðbjörgu Lyndu, Daníel Smára og Sveinbjörn Ara. Jórunn ólst upp í Hrísey og vann þar öll almenn störf á stóru æskuheimili sínu. Á unglingsárum stundaði hún nám við Héraðskól- ann á Laugarvatni og Kvenna- skólann í Reykjavík en flutti al- komin til Reykjavíkur um 1940. Þegar börnin voru komin nokkuð á legg fór hún að vinna utan heim- ilis, t.d. var hún víða smurbrauðs- dama. Verslunarstörf hóf hún í vefnaðarvöruverslunum Ólafs Jó- hannessonar og keypti af honum reksturinn á Grundarstíg 2 ár- ið1974 og rak til 1985 er hún hætti sökum aldurs. Leiddist henni aðgerðarleysið, hóf störf að nýju og keypti verslunina á Skóla- vörðustíg 19 og rak þá verslun fram á síðasta vor er hún, 97 ára gömul, hætti störfum. Útför Jórunnar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jórunnar og Hauks eru: 1) Sigurveig Inga, f. 13.1. 1942, maki Pétur Magn- ússon, f. 27.6. 1939, d. 15.12. 1996, dóttir þeirra er Ásta Ingi- björg, f. 1967, maki Helgi Hjálmtýsson, f. 1963, hún á 2 dætur, Sigurveigu og Svan- hildi. 2) Jóhanna, f. 9.8. 1945, maki Ei- ríkur E. Viggósson, f. 9.10. 1943, þau eiga 3 börn: a) Hauk- ur Jörundur, f. 1967, maki Lizy Steinsdóttir, f. 1964, þau eiga 2 börn, Daniel Einar og Katrínu Hönnu, b) Sigurður Örn, f. 1970, maki Berglind Björk Jónsdóttir, f. 1969, þau eiga 4 börn, Marinellu Ragnheiði, Jón Hauk, Hönnu Berglindi og Móeiði Örnu, og c) Ragnheiður Erla, f. 1984, maki Magnús Páll Gunnarsson, f. 1980. 3) Brynhildur, f. 28.12. 1946, maki Ólafur G. Bjarnason, f. 13.12. 1943, þau eiga 3 börn a) Bjarni, f. 1967, maki Gerða Björg Haf- steinsdóttir, f. 1974, sonur þeirra Óskar Þór, dóttir Bjarna og Val- gerðar Guðjónsdóttur er Helga Björg, Gerða á fyrir dæturnar El- Nú er hún amma mín farin eftir langa ævi. Hún var duglegasta manneskja sem ég þekki og lét ald- urinn ekki aftra sér. Alla daga stóð hún í búðinni sinni sem henni leið svo vel í þar til líkaminn hætti að leyfa henni það. Amma var alltaf með búð frá því að ég man eftir mér fyrir utan þessi 4 ár sem hún var á Hellu. Ég man fyrst eftir að fara í búðina til ömmu á Grund- arstíg 2. Þar var hún með efni, dúka, tölur og allt sem til þurfti. Það voru ófáar stundirnar sem ég lék mér með tölurnar hennar ömmu, taldi og sorteraði. Hún var sölumaður af Guðs náð og fannst gaman að gefa litlu hjörtun sín í búðinni. Það var í ófá skipti sem hún laumaði einhverju í pokann hjá fólkinu sem var að versla hjá henni. Hún var gjafmild og fannst gaman að geta gefið fólki eitthvað þó svo að það væri ekki stórt. Það var bara eitthvað við það að sjá ánægju frá fólki sem gaf henni svo mikið. Við áttum margar og skemmtilegar stundir saman. Henni fannst ógurlega gaman að spila og passaði sig á því að við gætum öll spilað við hana frá blautu barnsbeini. Maður átti að vera röskur að hugsa og ekkert að hanga of lengi við hlutina. Það átti illa við hana að sjá eitthvað svoleið- is. Hún var hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Ég man eftir ferðunum okkar ömmu austur á Hellu og í þeirri síðustu þegar við fórum með rút- unni á Selfoss eina páskana. Ferðin tók 4 klukkutíma frá Reykjavík og var fólk farið að undrast um okkur. Við vorum sjálfar hálfsmeykar um að komast ekki á leiðarenda. Í eitt skiptið bað amma mig um að skipta við sig um sæti því að þegar við myndum velta í rútunni þá myndi ég finnast lifandi undir henni en hún dáin ofan á mér. Ég var ekki nema 8 ára gömul og hélt að þetta yrði okkar síðasta. Eftir þessa ferð mátti ég ekki sjá smáþoku yfir Hellisheiðinni þá neitaði ég að fara austur nema að það væri helst heiðskírt og fínt. En þetta tókst að lokum og við amma rifjuðum þessa ferð oft upp og hlógum mikið. Hún var trúuð hún amma og kenndi okkur öllum að fara með bænirnar okkar. Hún sagði mér að maður skyldi alltaf biðja til Guðs og þakka fyrir það sem maður ætti. Hún sagði mér að það væri stutt á milli heimanna og hún myndi líta til með okkur þegar hún færi. Krakkarnir mínir hafa verið það heppin að fá að kynnast langömmu sinni vel og voru þau búin að eign- ast vini á Grund. Þau eiga eftir að búa að því alla ævi að hafa átt hana ömmu löngu eins og þau kölluðu hana. Fyrir hönd fjölskyldu Jór- unnar langar mig að þakka starfs- fólki Grundar fyrir góða og hlýja umönnun. Elsku besta amma mín, mig langar að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt í gegnum árin og allt það sem þú hefur kennt mér. Ég er stolt af því að bera nafn þitt og vona að ég verið þér til sóma. Ég á eftir að sakna þín. Þín Jórunn. Undanfarnar vikur hafði amma rætt það við mig að hún væri á för- um. Hún sagðist vita að hún færi bráðum að deyja, en hún sagði jafn- framt að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, hún yrði áfram hjá mér. Hún sagðist vera búin að sjá hvernig þetta væri og að hún yrði jafnvel nær mér en áður. Þegar ég kom til hennar á föstu- dagsmorguninn til þess að kveðja hana, þá var ég komin til að kveðja vegna þess að ég var að fara í ferðalag. Ég átti ekki von á því að þennan sama dag færi hún í sitt hinsta ferðalag og sennilega trúði ekkert okkar því. Í huga okkar var hún máttarstólpinn, bjargið sem ekki varð bifað. Áður en ég kvaddi tók hún þétt um höndina á mér og sagðist elska mig, elska mig svo heitt. Ég veit að þessum orðum var ekki bara beint til mín heldur var þeim beint til okkar allra, alls fólks- ins hennar, fólksins sem henni fannst gera sig svo ríka og lánsama. Sjálf sagði hún alltaf þegar hún var spurð hvað gerði hana svona sterka og kjarkaða að það væri kærleik- urinn til okkar, fólksins hennar, en í raun var það okkar gæfa að fá að eiga þessa sterku og kærleiksríku konu. Elsku hjartans ömmu mína kveð ég með söknuði og djúpu þakklæti fyrir allt það sem hún hefur verið mér en ég kveð hana jafnframt í þeirri fullvissu að hún verði ávallt með okkur. Blessuð sé minning hennar. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir. Hún langamma mín var einstök kona. Þegar ég hugsa um hana sé ég hana fyrir mér í búðinni sinni, sitjandi þétt upp við brennheitan ofninn að leggja kapal og drekka gulrótarsafa. Þegar ég lít til baka og rifja upp allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem ég hef átt með henni Löngu minni þá er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann. Hún var kraftmikil, klár og sterk kona sem féll sjaldan verk úr hendi. Þegar ég var lítil fannst mér ekk- ert betra en að kúra uppi í Löngu rúmi og hlusta á sögur frá Hrísey. Þær voru margar og spennandi. Hún hafði einstakt lag á að segja sögur og mér leið oft eins og ég væri ein af sögupersónunum. Og sumar sögurnar sem hún sagði mér voru sögur sem amma hennar og afi höfðu sagt henni þegar hún var lítil. Þegar hún flutti á Grund og var hætt að vinna kom ég við hjá henni og þá klifraði ég stundum upp í til hennar og tók hún þá í höndina á mér og kreisti hana þéttingsfast. Mér fannst alltaf ótrúlegt að svona lítil og nett kona hefði svona sterk- ar hendur. Langa var ávallt vel til höfð og hún hafði einstakt lag á að heilla fólk. Allt til hinstu stundar var hún áhugasöm um lífið, hún hafði alltaf áhuga á því sem ég var að gera og sýndi mér ávallt hlýju og um- hyggju. Ég tel mig hafa verið mjög lán- sama að hafa búið fyrstu æviárin í sama húsi og hún langamma mín. Og ég held að það sé ekki hægt að hugsa sér betri fyrirmynd en hana fyrir unga konu í dag. Ég hef í gegnum tíðina oft sótt til hennar styrk og ég mun halda áfram að gera það því eins og hún sagði sjálf þá er hún ekki farin langt og hún mun alltaf vera hjá mér. Sigurveig Þórhallsdóttir. Þegar amma Jórunn var komin á þann aldur sem flestir telja viðeig- andi að draga sig af vinnumarkaði, í kringum sjötugt, lokaði hún vefn- aðarvörubúð sinni á Laugavegin- um. Ömmu fannst þetta greinilega ekki vera rétti aldurinn til að hætta að vinna því stuttu síðar var hún staðin að verki við vinnu á helgarmarkaði uppi á Höfða. Hún starfaði þá fyrir kaupmann sem einnig rak vefnaðarvörubúð á Skólavörðustíg 19, efst á Klapp- arstíg. Þetta kom í raun engum á óvart og fjölskyldan gafst upp á að fá hana af þessu. Þar sem búið var að uppljóstra leyndarmálinu gat hún alveg eins farið að vinna á virkum dögum á Klapparstígnum sem hún og gerði. Þegar síðan búðareigandinn var kominn á ald- ur, sem þó var nokkuð yngri en amma, og ætlaði að loka búðinni á Klapparstígnum var amma ekki tilbúin að hætta og tók við rekstr- inum. Þessi ákvörðun hennar kom heldur engum á óvart. Leigubíl- stjóri sótti ömmu á morgnana og ók henni í vinnuna og það hélt áfram þó að hún væri komin á Grund. Það var víst dálítið und- arleg sjón þegar einn af elstu íbú- Jórunn Ragnheiður Brynjólfsdóttir Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið – að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr – að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín í geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Ég svara Drottinn, þökk sér þér af þínu ljósi skugginn er Helgi Magnús Arngrímsson ✝ Helgi MagnúsArngrímsson fæddist á Borg- arfirði eystri 12. júní 1951. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 22. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 29. nóv- ember. vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson.) Ég mun aldrei gleyma hve mjög það gladdi okkur hjónin þegar Helgi kom inn í líf fjölskyldu okkar er Bryndís og hann hófu sína sambúð. Ég hafði heyrt Snjólf tala um ágæti hans, þeir unnu hjá sama fyrirtæki, Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs. Kannski voru kynni okkar þó svolítið vand- ræðaleg, ég þessi málglaða, fljót- huga kona en hann dagfarsprúður, orðvandur maður. Ég bar sennilega fyrir honum óttablandna virðingu en með árunum hvarf óttinn og að sama skapi óx virðingin og hélst óbreytt alla tíð. Við urðum að mörgu leyti sálufélagar, höfðum sömu áhugamál um svo margt, þráðum útiveru og ferðalög og að sjá sem mest af því sem landið okk- ar býður okkur, blóm, fjöll, fossa og fleira. Naut ég og fjölskylda mín margra ógleymanlegra stunda með honum Bryndísi og krökkunum. Ógleymanlegar eru þær stundir sem við áttum saman við söng og gítarleik sem og allar hinar dýr- mætu stundirnar okkar saman. Ég vil þó sérstaklega þakka eina ógleymanlegustu stund lífs míns þar sem ég er stödd í litlum skála í Breiðuvík ásamt Helga og Bryn- dísi, eitt fagurt ágústkvöld fyrir nokkrum árum. Tunglið skein í fyll- ingu inn um gluggann á náttból mitt, eitt kertaljós á borði. Ég var þreytt en alsæl. Brátt heyrði ég gít- aróma og söng þeirra þar sem þau sungu mörg af mínum uppáhalds- lögum og ljóðum og snart það hjarta mitt meira en orð fá lýst. Svona gæti ég lengi talið. Ég minn- ist Helga með þökk fyrir alla hans hlýju og góvild í minn garð sem oft- ast var ekki sýnd með mælgi, jafn- vel í einni setningu sem sagði jafn mikið og löng lofræða frá öðrum. Ég læt þetta nægja en geymi í hug mér og hjarta minningar um elskaðan tengdason og vin sem ég trúi og veit að hefur verið tekið vel á móti af föður, tengdaföður og öðr- um ástvinum, að ógeymdum drengnum hans. Nú geta þeir faðm- ast og verið saman. Elsku Bryndís mín, þú ert búin að standa eins og klettur, líkt og alltaf, í gegnum mikla raun sem og fjölskyldan þín öll. Ég finn svo sárt til með ykkur öllum sem og henni Elsu minni sem nú hefur misst ást- kæran son og systur sína á nokkr- um dögum. Þér og öðrum ástvinum Helga óska ég Guðs blessunar. Ég hlakka til samverustundanna síðar. Hrefna Hjálmarsdóttir. Víknaslóðir á Austurlandi eru eitt best skipulagða göngusvæði landsins. Aðgengilegar gönguleið- ir, vel merktir og góðir göngustíg- ar ásamt nákvæmum upplýsing- um og kortum af svæðinu gera svæðið áhugavert fyrir alla úti- vistarunnendur. Helgi M. Arn- grímsson hefur farið fremstur meðal góðra manna heima í héraði við uppbyggingu svæðisins. Vinna Helga að uppbyggingu gönguleiða á Víknaslóðum lýsir honum vel. Gríðarlega áhugasamur, vand- virkur, traustur og afkastamikill. Helgi vann ekki aðeins að útivist- armálum heima fyrir heldur einn- ig um allt land. Um árabil vann hann að verkefni Ungmenna- félags Íslands „Göngum um Ís- land“ og ferðaðist þá um allt land- ið, safnaði upplýsingum og setti upp leiðarlýsingar á áhugaverðum gönguleiðum. Í samstarfi var Helgi einstaklega ljúfur og þægi- legur og aldrei langt í húmorinn. Helgi var fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands í gönguferðum um Víknaslóðir og miðlaði þá af mikilli reynslu og þekkingu bæði um náttúru og menningu svæðis- ins. Þá sýndi hann myndir á myndakvöldum félagsins og flutti fróðleg erindi um Víknaslóðir. Það er mikill missir að Helga M. Arngímssyni úr hópi útivistar- fólks. Ferðafélag Íslands þakkar Helga fyrir ánægjulega samfylgd og sendir fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Páll Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beð- ið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.