Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 SMÆRRI fyrirtæki á mat- vörumarkaði telja sig ekki fá út- hlutað lóðum á höfuðborgarsvæð- inu og vill Samkeppniseftirlitið að úr þessu verði bætt. Samkeppn- ismat verði framkvæmt samhliða vinnu við gerð deiliskipulags. Þá nefnir eftirlitið í skýrslunni að einkasölu-, einkakaupasamningar og tryggðarafslættir stærri smá- söluverslana feli í sér aðgangs- hindranir og vill að matvörukeðjur felli úr gildi einkasölusamninga. Þá hafi Hagar mikið forskot á aðra keppinauta vegna stærð- arhagkvæmni og lóðréttrar sam- þættingar í rekstri og geti það dregið úr líkum á samkeppni. Vill eftirlitið að kannað verði hvort það myndi auka samkeppni að smáir keppinautar gætu átt viðskipti við innkaupa- og dreifingarfyrirtækið Aðföng, sem er í eigu Haga. Finnur eftirlitið að mörgu varð- andi framleiðslu og sölu á mjólk og mjólkurafurðum. Afurðastöðvar séu undanþegnar banni við sam- keppnishamlandi samráði og þá megi þær sameinast án tillits til ákvæða samkeppnislaga. Því hafi Mjólkursamsalan því sem næst komist í einokunarstöðu. Vill eft- irlitið að MS selji frá sér af- urðastöðvar og að búvörulög verði endurskoðuð Fá ekki lóðir Búvörulög verði tek- in til endurskoðunar NÝ og smærri olíufyrirtæki hafa oft átt í erfiðleikum með að fá lóð- um úthlutað fyrir afgreiðslu- stöðvar, að því er kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Framtíðarskuldbindingar sveitar- félaga um lóðir til stærri olíu- fyrirtækja hafi útilokunaráhrif á nýja eða smærri keppinauta. Sama á við um kvaðir á lóðum um að óheimilt sé að setja upp af- greiðslustöðvar á þeim. Telur eftirlitið mikilvægt að sveitarfélög geri ráð fyrir því að ný eða smærri olíufyrirtæki fái lóðir fyrir afgreiðslu- og birgðastöðvar, í nýjum sem eldri hverfum. Þá megi stóru fyrirtækin ekki notfæra sér fákeppnisaðstæður til að hindra þátttöku eða vöxt minni keppinauta, eða koma á eða við- halda verðlagningu, sem ekki bygg- ist á heilbrigðri samkeppni. Erfitt fyrir ný fyrirtæki Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SVEITARFÉLÖG hafa sjaldnast mótað skýra stefnu um áhrif skipu- lags á samkeppni og leggur Sam- keppniseftirlitið til að áskilið verði í skipulagslöggjöf að samkeppn- issjónarmið hafi vægi í ákvörðunum. Kemur þetta m.a. fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Segir þar að bankahrunið hafi leitt til mjög alvarlegs efnahagsástands hér á landi. Þetta ástand geri það að verkum að brýn nauðsyn sé að hefja öfluga uppbyggingu í íslensku at- vinnulífi. Í því sambandi skipti miklu að viðhalda og eftir atvikum að efla samkeppni. Meðal þeirra samkeppnishindr- ana, sem eftirlitið bendir á í skýrsl- unni, er tilhneiging hjá sveit- arfélögum til að hafa frumkvæði að því að velja stóra keppinauta til að hefja verslunarrekstur á kostnað minni keppinauta. Þá séu dæmi um tregðu við úthlutun lóða til smærri keppinauta, og er olíumarkaður nefndur í því sambandi. Kvaðir á lóðum Oft séu kvaðir á lóðum um að óheimilt sé að starfrækja á þeim til- tekna starfsemi eða skylda eiganda til að byggja skrifstofuhúsnæði á sömu lóð og matvöruverslun, svo dæmi sé tekið. Slíkar kvaðir geri smærri fyrirtækjum erfiðara fyrir og dragi þar með úr samkeppni. Vill eftirlitið að sveitarfélög beiti sér fyrir því að ekki séu settar sam- keppnislega takmarkandi kvaðir á lóðir, að lóðum sé úthlutað með út- boði, þegar það er hægt. Gerir Sam- keppniseftirlitið það að tillögu sinni að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma samkeppnismat í tengslum við undirbúning að setn- ingu laga og stjórnvaldsfyrirmæla, m.a. við gerð deiliskipulags. Samkeppnismat væri staðlað ferli, þar sem m.a. væri leitað svara við því hvort aðgerðin auki líkur á því að fyrirtækjum fækki, hvort hún tak- marki möguleika fyrirtækja til að mæta samkeppni eða hvort hún tak- marki frumkvæði fyrirtækja til að stunda virka samkeppni. Eru í skýrslunni nefnd dæmi um aðgerðir, sem falið gætu í sér röskun á samkeppni. Feli hún í sér einhvers konar einkarétt, leyfiskerfi eða kvóta geti hún valdið því að fjöldi fyrirtækja verði takmarkaður. Feli aðgerðin í sér að fyrirtæki verði und- anþegin samkeppnislögum eða ef fyrirtæki eru skyldug til að skiptast á viðskiptalegum upplýsisingum geti það dregið úr frumkvæði fyrirtækja til að stunda samkeppni. Telur eftirlitið að samkeppnismat sem þetta geti verið öflugt tæki fyrir stjórnvöld til að átta sig á afleið- ingum aðgerða sinna á viðkomandi markaði. Samkeppnismat geti stuðl- að að því að markaðir haldist opnir og þannig verði komið í veg fyrir óþarfar opinberar aðgangshindr- anir. Einnig geti samkeppnismatið gert það að verkum að hags- munaaðilar geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri með skýrum og skilvirkum hætti. Í skýrslunni er jafnframt farið yfir stöðu samkeppnismála á helstu mörkuðum innanlands og bent á samkeppnishindranir og mælt fyrir hugsanlegum lausnum til að ryðja þeim úr vegi. Morgunblaðið/Ómar Skortir skýra stefnu  Samkeppniseftirlitið finnur að samkeppnishindrunum á helstu mörkuðum  Vill að stjórnvöld vinni samkeppnismat áður en stórar ákvarðanir eru teknar Morgunblaðið/Valdís Thor Samkeppnismat Samkeppniseftirlitið vill að tekið sé tillit til samkeppn- islegra áhrifa við gerð deiliskipulags hjá sveitarfélögum. FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is STEFNT er að því að kynna frum- varp menntamálaráðherra um tak- mörkun á þátttöku RÚV á auglýs- ingamarkaði fyrir þingflokkum í dag. Fyrir helgi boðaði ráðherra frumvarp þess efnis og hefur nefnd á vegum ráðherra skilað tillögum um leið sem fara á. Annars vegar er miðað að því að draga úr um- svifum RÚV á auglýsingamarkaði og hins vegar er reynt að bæta RÚV tekjumissinn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa ýmsar leiðir verið ræddar um hvernig takmörkuninni yrði háttað. Ein leið hafi orðið ofan á í nefndinni og hafi ríkisstjórnin lagt blessun sína yfir hana fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi sl. föstu- dag. Mismiklar takmarkanir Heimildarmenn Morgunblaðsins eru sammála um að takmark- anirnar verði verulegar en muni koma mismikið niður á miðlum RÚV, útvarpi og sjónvarpi. Sjón- varpið muni frekar finna fyrir tak- mörkununum en útvarpið, enda hef- ur helsti styrinn staðið um auglýsingar þar. Ekki er búið að afmarka end- anlegan kostnað við þessar breyt- ingar. Við núverandi aðstæður sé erfitt að gera sér grein fyrir kostn- aðinum, enda hafi auglýsingamark- aðurinn tekið stakkaskiptum á skömmum tíma. Takmarkanirnar koma í kjölfar frétta af bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla. Skjárinn, sem rekur sjón- varpsstöðina Skjá einn, fékk yfir 55 þúsund Íslendinga til að skrifa und- ir áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um að leið- rétta samkeppnisumhverfi einka- rekinna sjónvarpsstöðva. Þá hefur samkeppniseftirlitið tekið fyrir aug- lýsingamál RÚV. Stutt í að tillögur birtist  Takmarkanir á auglýsingum RÚV fyrir þingflokka í dag  Líklega verða meiri takmarkanir á auglýsingum sjónvarps Morgunblaðið/Árni Sæberg Færri auglýsingar verða í sjónvarpi AUK sérstaks leyfis til að mega starfa á sviði lyfjainnflutnings þurfa innflytjendur að hafa sér- stakt markaðsleyfi fyrir innflutn- ingi á hverri lyfjategund fyrir sig. Segir í skýrslu samkeppniseftirlits- ins að þetta sé kostnaðarsamt og umsóknarferlið tímafrekt. Þá geti stjórnsýslukostnaður takmarkað hvata til að flytja inn lyf. Þá segir eftirlitið að bann við auglýsingum á flestum tegundum lyfja geti skert möguleika nýrra keppinauta til að komast inn á markaðinn og vaxa. Einnig hindri það samkeppni að lausasölulyf, önnur en nikótín- og flúorlyf, megi ekki selja annars staðar en í lyfja- búðum. Leggur eftirlitið það til að ís- lenskur lyfjamarkaður verði opn- aður með því að samþætta hann frekar erlendum lyfjamarkaði, t.d. hinum sænska. Þannig gæti mark- aðsleyfi í öðru landinu gilt í þeim báðum. Þá sé hugsanlega hægt að endurskoða verklag stjórnsýslu lyfjamála hér á landi með það fyrir augum að létta hana. Samþætting með erlendum markaði Með þátttöku sinni á auglýs- ingamarkaði raskar RÚV sam- keppni á fjölmiðlamarkaði, að mati Samkeppniseftirlitsins. Þá hafi 365 miðlar staðið í vegi fyrir af- hendingu sjónvarpsmerkja og séu vísbendingar um að þeir hafi með því brotið gegn ákvörðunum sam- keppnisráðs. Vill eftirlitið að unnið verði gegn þeim samkeppnishömlum, sem stafa af stöðu RÚV á auglýs- ingamarkaði. Þá eigi 365 miðlar og Skjárinn ekki að standa í vegi fyrir afhendingu sjónvarpsmerkja til nýrra keppinauta. Að lokum vill eftirlitið að núver- andi keppinautar á sjónvarps- mörkuðum, dreifiveiturnar Voda- fone og Síminn og efnisveiturnar 365 miðlar og Skjárinn, opni að- gengi að kerfum sínum og efni fyr- ir nýja aðila, sem vilji hasla sér völl á fjölmiðlamarkaði. RÚV raskar samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.