Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Látið kerti aldrei loga innanhúss án eftirlits Munið að slökkva á kertunum Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is V ið erum orðnar háðar þessu. Við getum ekki hætt að fara á Íslend- ingasagnanámskeið. Það verður alltaf skemmti- legra og skemmtilegra. Við finnum sí- fellt nýjar tengingar milli sagnanna og við komumst alltaf lengra inn í fornsögurnar okkar. Auk þess er þetta svo skemmtilegur félagsskap- ur,“ segja þær Anna Birna Jóhann- esdóttir og Ólöf Sigurðardóttir, en þær hafa undanfarinn rúman áratug farið árlega á námskeið um fornsög- urnar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þær lesa eina sögu á haust- önn og aðra á vorönn. „Eftir hverja sögu sem við höfum lesið er farið í ferðir, bæði á söguslóð- ir innanlands og út fyrir landstein- ana. Þá fáum við sérstök vegabréf með tilskrift þar sem við lofum því að fara með friði og vopnlaus að kalla. En næst gætum við þurft að grípa til vopna, miðað við ástandið eins og það er í dag,“ segja þær vinkonur sem eru þó nokkuð spaugsamar. „Andrúms- loftið er mjög létt og skemmtilegt í þessum ferðum og við játum það fús- lega að við erum óragar að sprella ef svo ber undir, enda er ákveðið mottó prentað í ferðabækurnar af sjálfum umsjónarmanninum Magnúsi Jóns- syni, en þar segir að skylt sé að hafa það sem skemmtilegra reynist. Við erum semsagt ekki alltaf með nefið ofan í forneskju, heldur reynum æv- inlega að hafa eitthvað skemmtilegt með.“ Fólk úr öllum stéttum Þær segja marga hagyrðinga vera í hópnum og tveir þeirra hafa fengið þann virta titil að vera hirðskáld. „Þetta eru þeir Sturla Friðriksson og Halldór Ármannsson, en þeir fara létt með að yrkja undir fornyrðislagi eða dróttkvæðum hætti. Þeir segja oft ferðasöguna í bundnu máli. Eins hef- ur verið svolítið um limruyrkingar um einstaka atburði en þá er meira sprell í gangi. Einn hátíðarkvöldverð- ur er í hverri ferð, þar sem þátttak- endur leggja sitt af mörkum við að skemmta sér og öðrum. Þegar heim er komið eru svo myndakvöld,“ segja þær Anna Birna og Ólöf sem hafa eignast góða vini í gegnum þessi námskeið. „Okkur finnst gaman hvað þessi hópur er blandaður, þarna er fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Fólk leggur líka til eitthvað á sínu sérsviði, til dæmis er læknir í hópnum sem lét okkur fá á prenti tilgátu sína um hvers konar sjúkdómur hafi verið á ferð í Fróðárundrunum.“ Syndaaflausn í Róm Þær vinkonurnar segja utanlands- ferðirnar vera mikla og fræðandi skemmtun. „Við förum í gegnum kirkjulist og menningu og í öllum okkar ferðum eru mjög góðir erlendir leiðsögumenn sem sýna okkur forn- minjar. Þegar við Steingrímur mað- urinn minn fórum á okkar fyrsta námskeið fyrir þrettán árum, lásum við Sturlungu og fórum í Suðurgöngu eftir leiðarlýsingu til Rómar sem Nikulás ábóti skrifaði. Þá fórum við í tíu kirkjur til að fá syndaaflausn, rétt eins og sagt er frá í sögunni,“ segir Anna Birna. Þá var Ólöf ekki með í för en hún fór aftur á móti án vinkonu sinnar til Rússlands á víkingaslóðir. „Við erum yfirleitt þrjú saman á þess- um námskeiðum og í ferðunum, ég, Anna Birna og Steingrímur mað- urinn hennar. En það væsti ekki um mig í Rússlandsferðinni, þó ég hafi vissulega saknað fjörsins sem fylgir Önnu Birnu.“ Ekki verið að hlýða fólki yfir Anna Birna og Ólöf hafa verið vin- konur síðan í sjö ára bekk í Hlíða- skóla. Þær spiluðu líka saman hand- bolta með Val og voru saman í Kennaraskólanum og vinna báðar sem kennarar. Þær taka fram að fólk þurfi ekki að vera vel að sér í Íslend- ingasögunum til að geta farið á svona námskeið. „Það er ekkert verið að hlýða fólki yfir, við erum fyrst og fremst að sitja og njóta þess að hlusta á Magnús lesa. Ferðirnar innanlands á söguslóðirnar skilja mikið eftir sig og gefa okkur alveg nýja sýn á landið. Það er gaman að koma í brekkuna þar sem Melkorka hjalaði við son sinn Ólaf Pá í Dalasýslunni. Og það er gaman að læra hvernig sögurnar tengjast. Hallgerður í Njálu er til dæmis hálfsystir þessa fyrrnefnda Ólafs Pá í Laxdælu. Höskuldur átti Ólaf með Melkorku ambátt sinni en Hallgerði átti hann með konu sinni.“ Nú vantar sáttamenn Þær segja fornsögurnar ekki vera lokaðar inni í einhverjum heimi, þær sé hægt að skoða með ýmsum gler- augum. „Magnús er flinkur við að tengja sögurnar við nútímann. Við getum tengt atburði þjóðfélagsins núna við til dæmis Sturlungu. Þar segir frá því að fimm ættir höfðu völdin hér á landi. Þessar ættir áttu í raun landið og misstu það undir Nor- egskonung. Kannski má segja að örfáar ættir eða stofnanir sem óþarft er að nefna, eigi núna Ísland og séu að tapa völdum. Við förum kannski undir Evrópusambandið í stað Nor- egskonungs.“ Í beinu framhaldi segir Ólöf að þrjár sögupersónur séu henni hugleiknar, vegna þess að einmitt nú vanti slíka menn á Íslandi. „Þetta eru þeir Runólfur í Dal í Njálssögu, Gest- ur Oddleifsson í Laxdælu og Þórður Gellir í Eyrbyggju, en þeir voru sáttamenn sem höfðu traust og tiltrú í samfélaginu og lögðu sitt af mörkum til að halda jafnvægi í þjóðfélaginu.“ Hafa skal það sem skemmtilegra reynist Þær eru ekki alltaf með nefið ofan í forneskju þó svo að þær séu orðnar háðar því að fara á nám- skeið í fornsögum. Þær leggja líka mikið upp úr skemmtilegheitum rétt eins og stjórnandi nám- skeiðanna. Og tvö hirð- skáld eru ævinlega með í för. www.endurmenntun.is Morgunblaðið/Ómar Þjóðlegar Anna Birna og Ólöf spjalla yfir kaffibolla í góðum félagsskap ís- lenskra lamba, enda eru þær áhugasamur um allt er við kemur þjóðinni. Íslendingasagnanámskeiðin byrjuðu sem fámennt Njálunámskeið með Jóni Böðvarssyni árið 1992. Þá var Magnús Jónsson fararstjóri í ferð- unum en hann tók alfarið við umsjón námskeiðanna eftir að Jón hætti fyrir nokkrum árum. Ásókn hefur aukist jafnt og þétt og á haust- námskeiðinu um Eyrbyggju eru núna tveir hópar, samtals 140 manns. Ásókn hefur aukist jafnt og þétt Ferð um Edinborg: Ég kempan er komin að lotum, og kraftar mínir að þrotum, af að aka um torg hér í Edinborg, sem er uppfull af skúma Skotum. Ferð um Noreg: Egill sá víkingur vaski velkominn ei var að Aski. Berg-Önund vó bændafólk hjó og fór frá húsum í méli og maski. Höf.: Dr. Sturla Friðriksson Limrur úr ferðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.