Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is AUKINN kuldi er hlaupinn í sam- skipti kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans eftir ódæði íslamista í fjármálaborginni Mumbai. Talið er að minnst 172 liggi í valn- um eftir grimmilegar árásir á óbreytta borgara í borginni og hafa böndin borist að pakistönsku hryðju- verkasamtökunum Lashkar-e-Taiba, sem berjast gegn indverskum yfir- ráðum í Kasmírhéraði. Pakistönsk stjórnvöld hafa hins vegar gefið Indverjum merki um að þau kæri sig ekki um að Pakistanar séu bendlaðir við ódæðismennina og hóta því nú að draga úr aðgerðum sínum gegn íslamistum við landa- mæri Afganistans og Indlands fjölgi indverski herinn í liði sínu við landa- mæri Indlands og Pakistans. Á sama tíma eru indversk stjórn- völd undir miklum þrýstingi um að beita sér gegn hryðjuverkaöflum, nú þegar aðeins nokkrir mánuðir eru til þingkosninga í landinu í maí. Komið hefur fram að röð mistaka átti þátt í að árásin var ekki kæfð í fæðingu og hafa þeir Shivraj Patil innanríkisráðherra og M.K. Naray- anan, aðalöryggisráðgjafi indverska forsætisráðherrans, sagt af sér. En Narayanan hefur sætt gagn- rýni fyrir að beina spjótum sínum að átökunum á Srí Lanka í stað þess að beina kröftum sínum að hryðjuverka- mönnum sem hyggi á árásir á óbreytta borgara á Indlandi. Líta á ódæðin sem mikinn sigur Fréttaflutningur af því að íslam- istar líti á ódæðin sem mikinn sigur kann að ýta undir þennan þrýsting. Metur rithöfundurinn Amir Taheri það svo í grein sinni í breska dag- blaðinu Telegraph að árásirnar kunni að hvetja múslíma til að láta á ný fé af hendi til baráttu öfgamanna. Á reiki er hversu margir árásar- mennirnir voru og hefur verið giskað á að þeir hafi verið frá tíu og allt upp í 25. Aðeins einn þeirra náðist á lífi, Pakistaninn Mohammed Ajmal Qa- sam, að því er talið er að maðurinn heiti, sem lýsti því við yfirheyrslur að hópurinn hefði haft hugann við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkj- unum haustið 2001 þegar þeir skipu- lögðu aðgerðirnar. Mennirnir þóttu þaulskipulagðir og eru vísbendingar um að nokkrir þeirra hafi bókað sig inn á Taj Mahal- hótelið, sem þeir tóku í herkví, áður en látið var til skarar skríða. Þeir voru í stöðugum samskiptum við útlönd og sóttu næringu í möndlur og þurrkaða ávexti til að geta haldið aftur af sérsveitarmönnum jafnlengi og raun bar vitni. Þeir sýndu fórnarlömbum sínum enga miskunn. Þannig lýsir lög- reglumaðurinn Arun Jadhav því hvernig einn árásarmannanna hafi af handahófi skotið á gesti kvikmynda- húss út um glugga sendiferðabíls. Töluðu mennirnir hindí með norður- indverskum hreim og hentu gaman að því að lögregluþjónn skyldi falla fyrir byssukúlum þrátt fyrir að vera klæddur í skothelt vesti. Annar mannanna var síðar skotinn til bana en hinn tekinn höndum. Pakistanar hóta að draga úr baráttu við íslamista  Kuldi í samskiptunum við Indverja  Íslamistar fagna ódæðunum í Mumbai Reuters Virðing Indverji snertir mynd af lögreglumanninum Hemant Karkare í virðingarskyni við þá sem létust í átökum við árásarmenn. Um 300 særðust. Í HNOTSKURN »Starfsfólk Taj Mahal-hótelsins þótti sýna mikla hetjulund í árásinni. »Einn hótelgesta, PrashantMangeshikar, hefur lýst því þegar hótelstarfsmaður steig fram fyrir hann, eig- inkonu og tvær dætur þegar ódæðismennirnir hleyptu af skotum sínum. Komst fjöl- skyldan lífs af en pilturinn beið bana í kúlnahríðinni. ÞAÐ vakti gleði í ófáu barnshjartanu þegar boðið var upp á mikið sjón- arspil flugelda yfir brasilísku borginni Rio de Janeiro um helgina. Tréð er um 82 metra hátt, eða um 8 metrum hærra en Hallgrímskirkju- turn, og er vel skreytt með alls um 2,8 milljónum ljósapera. Jólatréð er það stærsta sem flýtur á miðju vatni, en athöfnin þegar kveikt er á því er sett í flokk með kjötkveðjuhátíðinni og áramótafagnaðinum í stórborginni. Reuters Jólagleði í Brasilíu TALIÐ er að minnst 200 manns, jafn- vel nokkur hundruð, hafi legið í valn- um eftir bardaga helgarinnar í níger- ísku borginni Jos, þar sem átök brutust út í kjölfar ásakana stjórn- arandstöðunnar um að Lýðræðis- flokkur alþýð- unnar (PDP) hefði haft rangt við í kosningum á fimmtudag. En flokkurinn, sem sækir fylgi sitt einkum til krist- inna kjósenda, var úrskurðaður sig- urvegari í Pla- teau-ríki, þar sem Jos er höfuðborg. Andstæðingar þeirra í Lýðræðis- hreyfingu Nígeríu (ANPP), sem litið er á í Plateau-ríki sem öðrum þræði íslamskan stjórnmálaflokk, undu ekki við niðurstöðuna og efndu til óeirða á götum borgarinnar. Upp úr sauð þegar kristnir and- stæðingar þeirra svöruðu í sömu mynt og þegar yfir lauk höfðu nokkr- ar kirkjur og moskur verið brenndar til grunna. Þúsundir flúðu heimili sín Rauði krossinn í Nígeru áætlaði á föstudag að 300 manns hefðu slasast í uppþotunum og að yfir 10.000 manns hefðu neyðst til að flýja heimili sín og leitað skjóls frá ofbeldismönnum í kirkjum, moskum og í bækistöðvum hersins og lögreglunnar. Óljóst er hversu margir féllu og taldi einn full- trúa Rauða krossins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að yfir 300 hefðu týnt lífi í átökunum á föstudag og laugardag. Khaled Abubakar, ísl- amskur leiðtogi í Jos, áætlaði hins vegar að 400 lík hefðu verið talin í að- almosku borgarinnar. Flest bendir til að það versta sé yfirstaðið eftir að herinn batt enda á óeirðirnar, þótt óstaðfestar fregnir í gær hafi bent til þess að enn stæðu yfir átök fámennra hópa. Höfðu heimamenn þá einkum áhyggjur af því hvort átök myndu brjótast út í úthverfum Jos, en haft er eftir James Mannok, talsmanni rík- isstjóra Plateau, að yfir 1.500 liðs- menn ungliðahreyfinga hefðu verið teknir höndum vegna gruns um aðild þeirra að óeirðunum um helgina. baldura@mbl.is Mikil spenna í Nígeríu Hundruð talin af eftir átök helgarinnar                                  !        " #  $                              !"    #     $                     %       %       Múgurinn bar eld að bifreiðum. Caracas. AFP. | Hugo Chavez, forseti Venesúela, skýrði frá því í gær að hann hygðist beita sér fyrir breyt- ingum á stjórn- arskránni svo hann geti sóst eftir endurkjöri. Vonast Chavez til að geta gegnt embættinu til ársins 2021 með þessu móti. „Ég er tilbúinn og ef heilsan leyfir, með Guðs vilja, mun ég verða með ykkur […] til 2021,“ sagði forsetinn í höfuð- borginni Caracas. Chavez sagðist sannfærður um að af þessum breytingum yrði en skammt er síðan flokkur hans vann góða sigra í sveitarstjórnarkosn- ingum, á sama tíma og hann varð fyrir því áfalli að bíða lægri hlut í mikilvægum kjördæmum. „Sigur stjórnarandstöðunnar var táknrænni en ráð var fyrir gert. Þeir unnu í höfuðborginni og í ríkj- um þar sem er að finna hinar efna- hagslega og stjórnmálalega hjarta landsins,“ sagði greinandinn Luis Vicente Leon um kosningarnar. Forseti til 2021? Hugo Chavez TVEIR vísindamenn telja að ný tækni sem sækir orku í hreyfingu vatnsmassa geti annað allri orku- þörf heimsins í framtíðinni. Búnaðurinn sem um ræðir getur framleitt orku í vatni sem hreyfist aðeins með eins hnúts hraða og kem- ur því til greina sem orkukostur í flestum árfarvegum og skurðum, einnig á hafsbotni þar sem skilyrði henta. Vísindamennirnir Michael M. Ber- nitsas og Kamaldev Raghavan eiga einkaleyfi að tækninni sem fjallað er um í nýjasta hefti tímaritsins Journ- al of Offshore Mechanics and Arctic Engineering. Segir þar m.a. í inngangi að tækn- in þurfi lítils viðhalds við, endist í 10- 20 ár og uppfylli arðsemiskröfur. Tæknin byggist á því að sækja orku í skriðorku vatnsmassa og jafnvel þótt hreyfing vatnsins sé aðeins 0,25 metrar á sekúndu bjóði hún upp á hagkvæmari lausn en fyrri hug- myndir um orkubeislun í hafi. Telja þeir að ef hægt yrði að beisla 0,1 prósent af þeirri orku sem er fólgin í hreyfingu vatnsmassa væri hægt að sjá 15 milljörðum manna fyrir nægri raforku. Næg orka í öldunum Í hönnun Frumgerð búnaðarins verður sett upp í Detroit-ánni. SAGT er að margir karlar hlakki hóflega til samveru við tengda- mæður sínum. Nú eru hins vegar vísbendingar um að sama máli gegni um konur, ef marka má nýja breska rannsókn á samskiptum nokkur hundruð fjölskyldna. Kom þar í ljós að hátt í tvær af hverjum þremur konum játa að árekstrar við tengdamæður þeirra hafi valdið þeim óhamingju og streitu í lengri tíma. Samkvæmt rannsókninni, sem náði til tveggja áratuga, saka konur tengdamæður sínar um að láta í ljós afbrýði vegna sambandsins við synina. Terri Apter, sálfræðingur við Cambridge-háskóla, fór fyrir hinni viðamiklu rannsókn. Þola ekki „tengdó“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.