Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁRLEG hátíð Búddafélags Íslands fór fram í Rimaskóla í gær. Nefnist þessi forna hátíð Loy Krathong, en á henni losa þátttakendur sig við nei- kvæðu hliðar lífsins, svo sem illar hugsanir, með því að kveikja á kertum. Í Taílandi er kertunum fleytt á fljótum landsins, en gestir hátíðarinnar í gær létu sér nægja að kveikja á kertunum innandyra. Á hátíðinni kom unga fólkið fram í taílenskum þjóðbúningum og sýndi tungumálakunnáttu sína, en mikil áhersla er lögð á að börnin viðhaldi menningu sinni. Að sögn forsvarsmanna hátíðarinnar gekk allt vel fyrir sig og töldu þeir að ekki hefðu færri en 300 manns lagt leið sína í skólann. Talið er að á fjórða þúsund búddista séu á Íslandi og hafa þeir í hyggju byggingu Búddahofs í grennd við Rauðavatn í Reykjavík. andresth@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hið illa skilið eftir á hátíð búddista ÞRJÚ skip köstuðu á síld út af höfnunum í Keflavík og Njarðvík í gær og fengu ágætisafla. Þótt síld- in sé blönduð verður reynt að vinna sem mest af henni til mann- eldis, að sögn Ólafs Einarssonar, skipstjóra á Álsey VE, sem var á leið til Eyja með 900 tonn. Síldveiðiskipin hættu veiðum á Breiðafirði vegna sníkjudýrs sem herjar þar á síldina. Ekki er hægt að vinna sýkta síld til manneldis og fór því aflinn sem fékkst á Breiðafirði eftir að sníkjudýrið greindist í bræðslu. „Maður er uggandi yfir ástandinu, ekki síst ef stór hluti síldarinnar drepst úr þessu,“ sagði Ólafur. Hann sagði óskrifað blað hvert yrði haldið næst. helgi@mbl.is | 20 Veiða við hafnirnar Sníkjudýr í síldinni Morgunblaðið/Þorgeir Síldveiðar Súlan veiðir fyrir Mar- gréti nálægt landi á Suðurnesjum. segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Hún segir að tilgangur fundar aðila vinnumark- aðarins sl. fimmtudag hafi verið að draga upp heildarmynd af stöðunni. „Samtök launamanna voru ekki tilbúin að líta á byrjunarreitinn fyrr en búið væri að klára samningana sem útistandandi væru við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg,“ út- skýrir Guðlaug, sem segir að þar hafi stórir hópar ekki fengið neina kjaraleiðréttingu. „Til að geta sagt að félagsmenn stæðu á svipuðum punkti við upphaf nýrrar sáttar þurfti að ljúka þessu.“ Ný þjóðarsátt í burðarliðnum? „Það hefur svo sem enginn endilega viljað nota akkúrat það orð,“ segir Guðlaug spurð hvort að- ilar vinnumarkaðarins væru nú að undirbúa ein- hvers konar þjóðarsátt. Hún segir stöðuna skelfi- Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is ÖLL aðildarfélög BHM sem gera kjarasamninga við Reykjavíkurborg undirrituðu samninga í gær. Þá hafði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sam- ið í sumar. Hljóða samningarnir upp á 20.300 króna hækkun á taxta og gilda þeir út ágúst á næsta ári. Í samningunum er bókun þess efnis að samningsaðilar muni koma að viðræðum allra að- ila vinnumarkaðarins, sem hófust sl. fimmtudag. Forsenda sameiginlegrar vinnu „Bókunin fjallar í raun og veru um að aðilar samningsins komi að sameiginlegri vinnu aðila vinnumarkaðarsins, sú niðurstaða sem kemur úr þeirri vinnu verður hluti af þessum samningi,“ lega. „Besta leiðin í [þessari] stöðu er að allir tali saman. Þegar staðan er þetta slæm þurfum við öll að huga að ákveðnum grundvallaratriðum,“ bætir hún við. Samningar við önnur sveitarfélög renna út um mánaðamótin. Starfsgreinasambandið og Efling sömdu Á laugardaginn undirritaði launanefnd sveitar- félaga og Reykjavíkurborg framlengingu kjara- samninga við Starfsgreinasamband Íslands. Á sama tíma var undirritaður samningur Eflingar stéttarfélags við Reykjavíkurborg. Var þar samið um sömu krónutöluhækkun og sama gildistíma. Í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu segir að samningurinn verði á næstunni kynntur fé- lagsmönnum og til standi að kjósa um samninginn 17. desember næstkomandi. Flest BHM-félög sömdu  Mörg félög sömdu við Reykjavíkurborg í gær  Starfsgreinasambandið samdi við borgina og sveitarfélögin á laugardag  Sömu heildarlínurnar í samningum ÁRVAKUR hf. sem gefur út Morgunblaðið og Nýi Glitn- ir hafa sammælst um það að vinna að framtíðarlausn á fjármálum Árvakurs sem tryggi félaginu rekstrargrund- völl til framtíðar. Miðað er við að vinnu við þetta ljúki fyr- ir lok vikunnar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Ár- vakri að niðurstaðan feli í sér endurfjármögnun félagsins með nýju hlutafé og að núverandi hlutafé verði fært niður í núll. Árvakur hefur átt við alvarlegan lausafjárvanda að stríða og skuldir félagsins hækkað verulega vegna geng- isfalls krónunnar. Um helgina var leitað lausna í sam- vinnu við Glitni sem er viðskiptabanki fyrirtækisins. „Það er mikilvægur áfangi fyrir okkur, að hafa komið okkur niður á verkáætlun um það hvernig við ætlum að vinna að framtíðarlausn,“ segir Einar Sigurðsson, for- stjóri Árvakurs. Árvakur og Glitnir leggja áherslu á að unnið verði að endurfjármögnun félagsins í opnu og gegnsæju ferli. Af hálfu Árvakurs verður verkefnið unnið undir forystu stjórnenda félagsins og verður lögð áhersla á að skapa breidd í hluthafahópi félagsins. Haft er eftir Þór Sigfússyni, stjórnarformanni Árvak- urs, í fréttatilkynningu að mikil vinna sé framundan við að ljúka málinu. „Meginmarkmið okkar er að tryggja hnökralausa útgáfu Morgunblaðsins og mbl.is, tveggja miðla sem hafa algera sérstöðu á markaðnum. Mikilvægi þessara miðla í samfélaginu hefur komið gleggst fram í því ástandi sem nú er í efnahagsmálum. Við munum því leggja allt kapp á að ljúka þessu máli farsællega,“ segir Þór. „Það hefur verið einstök reynsla fyrir stjórn og stjórn- endur félagsins að finna þann hug og þann mikla skilning sem við höfum haft hjá starfsfólki félagsins við þessar kringumstæður,“ segir Einar Sigurðsson. helgi@mbl.is Sammælst um að tryggja rekstrargrundvöll Árvakurs Fyrirtækið verður endur- fjármagnað með nýju hlutafé Morgunblaðið/ Jim Smart FULLTRÚAR Arkitektafélags Íslands og Félags arkitektastofa (FSSA) funduðu með forsætisráð- herra á laug- ardaginn og af- hentu honum ályktun félag- anna varðandi at- vinnuhorfur stéttarinnar. Segir FSSA að að óbreyttu sé ljóst að 48% starfs- manna á arkitektastofum horfi fram á atvinnuleysi frá og með 1. febrúar næstkomandi. Segja arkitektar það hafa víðtækar afleiðingar þegar op- inberir aðilar stöðvi undirbúning op- inberra framkvæmda með sam- stilltum hætti eins og nú er gert. Beina þeir því að stjórnvöldum að halda verkefnum gangandi og halda áfram undirbúningi framkvæmda. andresth@mbl.is 48% án atvinnu? Stöðvun kemur arkitektum illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.