Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 Minningarkort Sími: 588 7555 www.skb.is                          ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, EBBA HVANNBERG, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 25. nóvember. Útförin verður frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. desember kl. 15.00. Margrét Hvannberg, Jakob R. Möller, Jónas Hvannberg, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Ebba Þóra Hvannberg, Helgi Þorbergsson, Gylfi Björn Hvannberg, Ingibjörg Þóra Gestsdóttir og barnabörn. um Grundar var sóttur á hverjum morgni í vinnu. Einn daginn spurðu tveir eldri menn hana hvert hún væri að fara og sagðist hún þá vera á leið í vinnu. Horfðu þeir þá hvor á annan og gáfu merki um að sennilega væri þessi ekki með öll- um mjalla. Við ömmubörnin höfum alltaf gaman af að segja fólki frá þessari iðju ömmu okkar og enginn segir frá eða hlustar á þessar sögur nema með bros á vör. Haukur Jörundur Eiríksson. Nú hefur okkar frábæra amma kvatt. Hún reiknaði allt í huganum og heillaði marga viðskiptavini þeg- ar hún gat margfaldað efnislengd með metraverði án aðstoðar reikni- vélar. Margir höfðu þetta á orði við hana og sumir reiknuðu þetta eftir til að staðfesta að hún hefði örugg- lega reiknað rétt. Hún sagðist nota hugarreikninginn til að halda heil- anum í þjálfun. Á sínum yngri ár- um nam hún við Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar meðal bestu nemenda og atti þar kappi um hæstu einkunnirnar við síðar þjóðþekkta menn. Hefur sú hugsun oft komið upp hvað hún hefði hugs- anlega tekið sér fyrir hendur ef hún hefði haft tækifæri til að halda áfram menntaveginn, en hún varð frá að hverfa af fjölskylduástæðum. Eiríkur pabbi okkar og Jórunn amma höfðu gaman af að spila hvort við annað og sátu löngum stundum í eldhúsinu í Fögru- brekku og spiluðu Rússa eða önnur spil. Slík var ánægjan af spila- mennskunni að pabbi fór oft til hennar sérstaklega upp á Grund til að taka í spil með henni. Oft hekl- aði hún dúllur sem hún síðan seldi í búðinni og hún var gjarnan að hekla upp í pantanir. Hún var alltaf heilsuhraust og hafði læknir sem skoðaði hana fyrir um ári síðan orð á því við hana, að hún gæti jafnvel orðið líffæragjafi. Þegar hún hafði ekki lengur lík- amlega burði til að standa vaktina í búðinni sinni og búðinni var lokað, voru allir við því búnir að hún færi að yfirgefa okkur. Tveimur dögum fyrir andlátið kvaddi hún okkur og virtist hún hafa þekkt sinn vitj- unartíma. Hún var alltaf skýr í hugsun og spilaði á spil viku áður en hún andaðist. Hún hafði lifað góðu lífi og andaðist sökum hás aldurs. Ragnheiður Erla Eiríksdóttir. Amma Jórunn var engin venju- leg amma sem sat heima og bakaði vöfflur eða prjónaði sokka. Ef við vildum hitta ömmu þá var auðveld- ast að finna hana í vinnunni. Hún var stolt af afkomendum sínum og börnin mín kölluðu hana alltaf „ömmu í búðinni“. Fyrir nokkrum árum komu til landsins nokkrir starfsmenn finnskrar sjónvarpsstöðvar sem óskuðu eftir að hitta ömmu, en þeir fullyrtu að amma væri elsti kaup- maðurinn á Norðurlöndunum. Okk- ur þótti það orðið svo sjálfsagt að hún væri í búðinni sinni að við hug- leiddum ekki hvort hún væri Norð- urlandamethafi. Það var fastur liður hjá okkur systkinunum að líta við í búðinni hjá ömmu á Þorláksmessu með fjölskyldum okkar. Það voru ekki eingöngu fjölskyldumeðlimir sem gerðu það að venju sinni að líta við í búðinni um jól, því að það gerði fjöldinn allur af fólki, sem þekkti hana ekki en hafði gert það að hluta af sínum jólavenjum að líta við og heilsa upp á hana. Það munu því eflaust margir hugsa til hennar þegar gengið er um Klapparstíginn núna um jólin. Amma Jórunn var trúuð kona. Hún sótti gjarnan kirkju og trúði að annað meira og betra tæki við þegar þessu æviskeiði lyki. Hún ræddi oft um hve hraði nútímans hefði slæm áhrif á fólk en trúði því að Íslands biði stórt hlutverk í framtíðinni. Við þökkum ömmu samfylgdina og þá umhyggju og visku sem hún hefur veitt okkur. Við biðjum henni blessunar á æðri tilverustigum. Um heilaga brú, inn í heimana björtu handan við lífið liggur þín leið. Í svanslíki flýgur og frelsinu fagnar, leiðin til ljóssins er víðáttu breið. Þú svífur um dyr þær er eilífðin opnar, þar englar himnanna fagna þér dátt. Við kveðjum þig vina og vegsemdar biðj- um, kærleika Guðs í auðmýkt og sátt. (Björg Einarsdóttir.) Sigurður Örn Eiríksson. Elsku amma mín, nú er komið að leiðarlokum okkar og mjög viðburðaríkri ævi þinni. Þú varst merkilegasta persóna sem ég þekkti og tel ég að allir sem kynntust þér séu á sama máli. Að vera í vinnu allt fram á 98. ald- ursár er ekkert smáafrek. Að fara aftur út á vinnumarkaðinn 82 ára gömul af því að þér leiddist er lýs- andi fyrir þig. Ekkert stoppaði þig í því sem þú ætlaðir þér að gera. Þú fórst í vinnuna með leigubíl síð- ustu árin en þú lést þig ekki vanta og stóðst í búðinni frá 10 til 18 hvern dag og lengur ef þess gerðist þörf eins og fyrir jólin sem dæmi. Mig langar að kveðja þig og rifja upp þau ófáu skipti sem ég kom til þín í búðina á Grundarstígnum strax eftir skóla og líka á sumrin til þess að aðstoða þig í búðinni. Ófá skipti var maður að leika sér á lag- ernum og taka til og þú minntist á það allt fram á síðasta dag þegar ég ætlaði að búa til hús handa okk- ur úr pappakössum og ströngum. Það var alltaf gaman að koma til þín hvort sem það var í búðina eða heim á Flyðrugrandann. Við spil- uðum mikið og naut ég þess ætíð og gátu heilu kvöldin farið í spila- mennsku. Ég minnist ætíð sagnanna sem þú sagðir mér af veru þinni í Hrís- ey og sérstaklega um langafa þeg- ar hann eitt sinn var staddur í kaupfélaginu á aðfangadag og var að spyrja kaupfélagsstjórann um hvort ekki væru allir búnir að fá jólamatinn. Kaupfélagstjórinn sagði svo vera fyrir utan eina fjöl- skyldu sem átti ekki fyrir matnum. Óskaði þá langafi eftir því að kaup- félagsstjórinn sendi þeirri fjöl- skyldu kjöt fyrir jólin og myndi skrifa þetta á sinn reikning. Á jóla- dag komu börnin frá þeirri fjöl- skyldu og tóku utan um langafa og þökkuðu honum fyrir matinn sem hann hafði sent til þeirra og þökk- uðu honum fyrir að bjarga jólun- um. Þessi hugsunarháttur fylgdi þér ætíð og gast þú ekki hugsað þér að vita af einhverjum sem var í vanda og vildir allt fyrir alla gera. Mig langar að kveðja þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og þá sérstaklega að hugsa um náungann og að allt hef- ur sinn tilgang og að þú verður dæmdur út frá því hvernig þú kem- ur fram við aðra. Kveðja, Bjarni Ólafsson. Ég man hvað mér fannst gaman að fara niður í búð til hennar ömmu löngu. Ég man eitt skipti þegar ég fór með vini mínum til hennar, við vorum að fara niður á Ingólfstorg og fórum til hennar í leiðinni. Hún tók mjög vel á móti okkur og hún gaf okkur nammi og flöskusvuntur og sagði við okkur: „Þegar þið giftið ykkur eigið þið að setja þetta á flöskurnar.“ Ég man alla laugardaga þegar hún kom heim til ömmu Binnu, þá fengum við okkur alltaf kaffi og kökur. Þegar við komum til hennar á Grund þá tók hún alltaf vel á móti okkur og hún var alltaf með nammi. Hún var bara mjög góð manneskja yfirhöfuð. Kveðja, þinn Ólafur Guðni. Ég var í heimsókn hjá dóttur- dóttur Jórunnar þegar ég sá hana. Það var föstudagskvöld og við sát- um þrjú á spjalli inni í stofu þegar hún kom heim af Guðspekifélags- fundi. Ég sneri baki í borðstofuna en heyrði að einhver var þar á ferli svo ég stóð upp og sneri mér við og sá þá þessa fullorðnu konu standa í báða fætur beint fyrir framan mig – hún í borðstofunni en ég í stof- unni. Jórunn bjó þá á heimili dótt- ur sinnar og manns hennar og þar bjuggu einnig dótturdóttir hennar og barnabarnabarn. Það leið ekki svo langur tími þar til ég tilheyrði einnig þessari litlu stórfjölskyldu. Það hafði Jórunn reyndar séð fyrir, löngu á undan mér og reyndar löngu áður en við hittumst þarna í fyrsta sinn. Jórunn var berdreymin. Hún var svo berdreymin sem barn í Hrísey að heimilisfólk hennar vann sum verk sín með hliðsjón af því hvað barnið hafði dreymt um nóttina. Fiskimaðurinn faðir hennar gat stundum stuðst við drauma hennar við störf sín og húsfreyjan móðir hennar gat stundum undirbúið óvæntar gestakomur fyrir tilstuðl- an drauma hennar. En það vissu ekki allir draumar á gott og fátt var um slíka drauma rætt. Jórunn var fædd með þessa gáfu sem við höfum flest heyrt getið en enginn hefur getað skýrt og hún fylgdi henni alla ævi hennar þótt hana hafi dreymt minna síðari árin. Ég held að þessi gáfa hennar hafi haft mikil áhrif á það hvaða augum hún leit lífið og tilveruna. Hún var fyrst og fremst boðberi kærleika og hug- rekkis. Ég fékk að reyna það og er henni þakklátur fyrir. Það var nokkuð óvænt að upplifa það að fullorðin kona á tíræðisaldri væri þess fyllilega umkomin að veita sér mun yngra fólki styrk en þannig var því farið með Jórunni. Guð einn veit hvaðan hún fékk sinn styrk. Hún virtist geta gengið í einhvern óþrjótandi sjóð og veitt sér og öðrum úr honum að vild og hún var gjafmild. Það var síðan aftur á föstudegi fyrir fáeinum dögum að við kvödd- umst, að þessu sinni um morgun, hún hafði sótt og von til að henni gæti farnast vel en hún lést um kvöldið. Ég bið Guð að blessa hana Jórunni og þakka henni góða og lærdómsríka samfylgd. Helgi Hjálmtýsson. Kær vinkona mín hefur kvatt okkur eftir langa ævi 98 ár. Henn- ar er saknað vegna mannkosta. Hún hafði þægilega nærveru, alltaf jákvæð og umhyggjusöm og gat sagt skemmtilega frá ýmsu sem hún hafði upplifað um ævina bæði í æsku sinni í Grímsey og síðar á ævinni. Jórunn átti marga vini sem litu gjarna til hennar í búðinni hennar á Skólavörðustígnum. Þar mætti hún alla daga í fjölda ára al- veg fram á seinasta ár. Það var alltaf notalegt að koma þangað, eins og á sólskinsblett, hlýtt faðm- lag gleði og þakklæti, helst varð maður að fara út með einhverja smágjöf fyrir heimsóknina. Ég kynntist Jórunni í Guðspekifélag- inu, hún hafði áhuga á andlegum málum og kom oft á fundi, í þakk- lætisskyni gaf hún félaginu fallega dúka úr búðinni sinni á borðin þar, sem minna okkur á hana. Umhyggjan um búðina sína og það að standa á eigin fótum var svo rík að hún gat ekki mætt í félaginu á laugardagseftirmiðdögum vegna þess að hún var að vinna, þó að hún væri á tíunda áratug. Það er sagt í fræðunum að allir sem fæðast í þennan heim komi með ljós með sér, aðeins mismun- andi bjart. Jórunn var ein af þeim björtu sem ylja í kringum sig. Blessuð sé hennar minning. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona. ✝ Lárus IngiKristjánsson fæddist á Akureyri 14. janúar 1958. Hann lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 22. nóvember síð- astliðinn. For- eldrar hans voru Kristján Haukur Magnússon, f. á Ísafirði 28.2. 1935, d. 6.3. 1984 og Hrefna Lúth- ersdóttir, f. á Ak- ureyri 6.7. 1936, d. 5.12. 2005. Systkini Lárusar eru Magnús Haukur, f. 1.9. 1954, Inga Lára, f. 13.10. 1956, d. 19.12. 1956, Eymundur, f. 26.5. 1959, d. 5.5. 2007, Hilmar, f. 1.10. 1960, Helga Ragnhildur, f. 13.4. 1962 og Inga Lára, f. 17.1. 1969. Sonur Lárusar Inga og Rutar Bragadótt- ur, f. 30.9. 1959, er Eyjólfur Bragason, f. 5.10. 1977. Börn Eyjólfs eru Daníel Ingi, f. 21.12. 1996 og Rut Sumarrós, f. 15.3. 2001. Börn Lárusar Inga og fyrrver- andi sambýliskonu, Láru Guðrúnar Gunnarsdóttur, f. 3.12. 1961, eru Kristjana Rós, f. 29.2. 1996 og tvíburarnir Hrefna Ösp og Ottó Ingi, fædd 22.6. 1997. Útför Lárusar Inga fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli þegar ég set hér saman minningabrot um bróðurson minn, Lalla, eins og hann var ávallt kallaður. Einungis eitt og hálft ár er liðið síðan Eymundur bróðir hans lést af völdum hjartaáfalls. Eftir lát Munda fóru eftirlifandi bræður hans í rannsókn hjá Hjartavernd og kom þá í ljós krabbamein í brjóstholi Lalla. Fór hann í nauðsynlega með- ferð og fékk úrskurð lækna um góð- an bata. Hann veiktist svo hastar- lega er hann dvaldi erlendis á fimmtugsafmæli sínu í janúar sl., greindist með illkynjuð æxli í höfði og gekkst undir aðgerð ytra. Varð krabbamein honum að aldurtila. Haukur bróðir og Hrefna kona hans eignuðust sjö börn á fimmtán árum. Lalli var þriðja barn þeirra og fæddist á Akureyri rétt rúmu ári eftir að þau misstu telpu, tveggja mánaða gamla. Á þeim árum var lífsbaráttan hörð hjá ungu hjónun- um, ekki ósvipað og nú er hjá mörgu fólki hérlendis. Börnin fæddust eitt af öðru, faðirinn í námi og illa laun- uðu starfi, og dauðsfall næstelsta barnsins hafði mikil áhrif á þau. Foreldrar Lalla fluttu síðar frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og jukust tengsl okkar við fjölskylduna. Þeir Lárus Ingi og Eymundur dvöldu um tíma hjá Sigrúnu systur og Trausta fyrrverandi eiginmanni hennar, þá búsett á Flateyri. Minnist Sigrún þeirra bræðra með mikilli hlýju og kveður þá með söknuði og þakklæti fyrir árin sem þau áttu saman. Við Laufey systir minnumst Lalla sem hlédrægs lítils drengs og unglings innan systkinahópsins, þó eigi skap- lauss. Hann var laghentur dugnað- arforkur við vinnu og trúr sínum nánustu. Á æviferli sínum stundaði Lalli beitingar, sjómennsku, smíðaði sjálfur bát sem hann m.a. gerði út frá Arnarstapa á Snæfellsnesi um skeið og vann mörg hin síðari ár í byggingavinnu með Magga bróður sínum. Ráku þeir saman járnabind- ingafyrirtæki sem gekk vel. Lalli aflaði sér skipstjórnarrétt- inda og jók menntun sína með því að sækja ýmiss konar námskeið. Börn- um sínum var hann góður og um- hyggjusamur faðir. Við Lalli áttum þá sameiginlegu lífsreynslu að eiga tvíbura, stúlku og dreng. Þau Lára, sambýliskona hans til margra ára, eignuðust þrjú börn og bjuggu sam- an þar til fyrir um tveimur árum síð- an. Reyndist hann syni hennar, Gunnari Elí, sem góður fósturfaðir. Þótt samband milli okkar Lalla væri stopult eins og oft vill verða á full- orðinsárum ræddumst við stundum saman símleiðis og fann ég hve stoltur hann var af velgengni sinni og staðráðinn í að framkvæma ým- islegt börnum sínum og sér til góðs. Í heimsókn minni til hans í sumar, stuttu eftir að hann hafði gengist undir uppskurð á höfði, ræddum við mein hans og hvað væri framundan. Kom þá vel í ljós bjartsýni hans sem hélst alveg fram í andlátið. Sagðist hann þó vera tilbúinn að taka örlög- um sínum, hver svo sem þau yrðu. Þótt dauðinn sé ávallt sár er það huggun harmi gegn að hann er líkn við þraut. Við föðursystur Lalla, makar okkar og börn vottum öllum hans nánustu innilega samúð vegna ótímabærs fráfalls hans. Helga Magnúsdóttir. Lárus Ingi Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.