Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
✝ Katrín Lár-usdóttir Hjalte-
sted Hall ljósmóðir
fæddist á Sunnu-
hvoli í Reykjavík 21.
maí 1920. Hún lést á
Droplaugarstöðum
22. nóvember síðast-
liðinn. Hún var dótt-
ir hjónanna Lárusar
Hjaltested óðals-
bónda á Vatnsenda
við Elliðavatn, f.
22.2. 1892, d. 8.6.
1956 og Sigríðar
Guðnýjar Jóns-
dóttur húsfreyju, f. 6.1. 1896, d.
12.2. 1980. Lárus var sonur Georgs
Péturs úrsmiðs og kaupmanns á
Sunnuhvoli í Reykjavík Ein-
arssonar Hjaltested og Katrínar
Lárusdóttur frá Narfeyri á Skógar-
strönd á Snæfellsnesi. Sigríður
Guðný var dóttir Jóns Einars
prentara í Reykjavík Jónssonar og
Sigurveigar Guðmundsdóttur frá
Ánanaustum í Reykjavík. Systkini
Katrínar voru Sigurður bóndi á
Vatnsenda, f. 11.6. 1916, d. 13.11.
1966, Pétur málarameistari og
kaupmaður, f. 11.4. 1918, d. 27.9.
1996, Sigurveig óperusöngvari, f.
10.6. 1923, Jón vélfræðingur, f.
27.8. 1925, d. 22.4. 2002, Anna
sjúkraliði, f. 23.5. 1932 og Ingveld-
ur óperusöngvari, f. 22.5. 1934.
Katrín flyst á unga aldri með for-
eldrum sínum og systkinum að
Öxnalæk í Ölfusi en 7 ára að aldri
fluttust þau að Vatnsenda við El-
liðavatn þar sem systkinin ólust
upp.
Sigurveig Salvör Hall ferðaþjón-
ustufulltrúi, f. 19.8. 1956, maki
Gunnar Þorsteinsson múrarameist-
ari. Börn þeirra eru a) Björn Leví,
maki Heiða María Sigurðardóttir,
b) Þórir Hall, maki Helga Jóns-
dóttir, dóttir þeirra Elísabet, c)
Rakel og d) Lárus. Synir Þóris af
fyrra hjónabandi eru Þórir Jón
Hall, f. 31.12. 1946 og Hrafnkell
Hall, f. 8.1. 1952.
Katrín lauk ljósmæðraprófi við
LMSÍ 1950. Veitti forstöðu Upp-
tökuheimilinu að Elliðahvammi
1950-1953. Heimavinnandi hús-
móðir frá 1954-1967. Ljósmóðir á
fæðingardeild Landspítalans 1967-
1975 og mæðraeftirliti Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur 1975-
1979. Vann við hjúkrun á Sjúkra-
stöð SÁÁ Silungapolli og síðar
Vogi 1980-1992. Katrín sat í stjórn
Ljósmæðrafélags Íslands 1969-
1977; í Kvenréttindanefnd félags-
ins 1972-1974, félagi í Kvenfélag-
inu Hringnum og í stjórn þess um
skeið. Stofnfélagi í Sinawik-klúbbi
Reykjavíkur 1969 og formaður
1969-1970; í stjórn Landssambands
Sinawik-klúbba á Íslandi 1976-
1980. Katrín tók ásamt Þóri eig-
inmanni sínum virkan þátt í fé-
lagsstarfsemi Oddfellow-reglunnar
og Kiwanis-hreyfingarinnar á Ís-
landi og erlendis. Katrín tók þátt í
öllu sem varðaði félagsstörf ljós-
mæðra á Íslandi og ýmsum góð-
gerðarfélögum og var mikil áhuga-
manneskja um starfsemi SÁÁ og
uppbyggingu samtakanna á hjúkr-
unarheimilinu að Vogi.
Árið 1993 flutti Katrín í þjón-
ustuíbúð fyrir aldraða að Lind-
argötu 57 og bjó þar þar til fyrir
réttu ári er hún fluttist á Droplaug-
arstaði.
Útför Katrínar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Katrín giftist
Frank Szalay frá
New York 13. sept-
ember 1944, en þau
skildu.
Hún giftist 4.9.
1954 seinni eig-
inmanni sínum Árna
Þóri Hall skrif-
stofustjóra í Reykja-
vík, f. 19. 3 1922, d.
21.1. 1981. Þórir var
sonur Nieljohníusar
Hall verslunar-
manns, f. 19.9. 1883,
d. 1949 og Ragnheið-
ar Kristínar Árnadóttur frá Ólafs-
vík, matráðskonu í Laugarnes-
skóla, f. 30.12. 1894, d. 8.6. 1983.
Börn Katrínar og Þóris eru: 1)
Frank Pétur Hall vélfræðingur,
fæddur Szalay, f. 11.5. 1944, maki
Guðlaug Magnúsdóttir skrif-
stofumaður. Börn þeirra eru a)
Katrín, maki Guðjón Pedersen,
börn þeirra Frank Fannar og Matt-
hea Lára, b) Frank Þórir, maki
Helga Haraldsdóttir, synir þeirra
Dagur og Þórir og c) Bjarni Lárus,
sambýliskona Viktoría Her-
mannsdóttir. 2) Sigurður Lárus
Hall matreiðslumeistari, f. 6.8.
1952, maki Svala Ólafsdóttir at-
hafnakona. Börn þeirra eru a)
Krista Sigríður, sambýlismaður
Guðjón Emilsson og b) Ólafur Árni.
3) Ragnheiður Kristín Hall skrif-
stofumaður, f. 18.8. 1955, maki sr.
Sigurður Rúnar Ragnarsson sókn-
arprestur í Neskaupstað. Börn
þeirra eru a) Ragnar Árni, b) Þóra
Kristín og c) Katrín Halldóra. 4)
Ástkær móðir okkar og tengdamóð-
ir lést laugardaginn 22. nóvember sl.
Síðustu vikur voru búnar að vera
henni erfiðar en þar til í des. sl. var
hún tiltölulega hress og bjó á Lind-
argötunni í íbúðinni sinni. Það kom þó
að því í að hún gat ekki búið þar lengur
ein og fékk vistun á Droplaugarstöð-
um. Mamma tók þessum umskiptum
með miklu æðruleysi og sætti sig við
að þetta væru nauðsynlegar breyting-
ar, hún var orðin sjóndöpur og líkam-
inn farinn að gefa sig, en andlega var
hún hress. Mamma ólst upp ásamt sex
öðrum systkinum á Vatnsenda. Hún
var elsta systirin og tók alla tíð að sér
að vera í forsvari fyrir þeim, hún bar
ábyrgðina. Samband systkinanna
allra var mjög gott og alltaf glatt á
hjalla hjá þessu mikla söng- og gleði-
fólki. Öll áttu athvarf á Vatnsenda-
svæðinu og þangað fórum við fjöl-
skyldan á hverju vori og bjuggum í
einhverja mánuði. Allur barnahópur-
inn þeirra systkinanna var að leik og
mikið gaman – bæði hjá börnum og
fullorðnum. Eftir að mamma varð ein
með Frank fór hún í Ljósmæðraskól-
ann og lærði til ljósmóður. Upp úr því
kynntist hún pabba og þau giftust.
Fyrst fæddist Sigurður, næst Ragn-
heiður og loks Sigurveig. Hún var
heimavinnandi þegar við vorum yngri.
Þegar amma Sigríður var orðin full-
orðin og þarfnaðist aðstoðar flutti hún
inn á heimilið til okkar. Það var mikið
áfall fyrir mömmu þegar pabbi dó
1981 aðeins 58 ára að aldri en þau voru
mjög samhent og samstiga hjón. Hún
var þá byrjuð að vinna á Sjúkrastöð
SÁÁ á Silungapolli, það starf gaf henni
mikið og hún gaf sjálf mikið á móti.
Frá þeim tíma helgaði hún SÁÁ
starfskrafta sína, fylgdi með á Vog og
vann þar til hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Þar nýttist hæfni hennar
til að ræða við fólk og að flest sé hægt
ef vilji sé fyrir hendi. Ljósmóðirin fékk
nýtt hlutverk – að hjálpa fólki að byrja
nýtt líf. Mamma hélt mikið upp á okk-
ur börnin sín og eftir því sem fjölgaði í
hópnum því glaðari varð hún. Ánægð-
ust var hún þegar allir voru hjá henni í
einu og mikil og góð tengsl voru milli
hennar, tengdabarnanna og barna-
barnanna. Hún fylgdist með öllum í
leik og námi, hvenær voru próf, hvern-
ig gekk og átti trúnað þeirra, allir gátu
treyst ömmu, hún sagði engum frá.
Sama má segja um stórfjölskylduna
Hjaltested, allir gátu leitað til Kötu
frænku enda sýndi það sig þegar hún
var komin á Droplaugarstaði, litið var
við hjá Kötu um leið og ættingjar voru
heimsóttir. Mamma var góð kona,
skemmtileg og alltaf glöð og kát. Hún
hafði sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og fór enginn varhluta af
því. Allir voru þó jafnir í hennar aug-
um, sama hvaða stétt þeir tilheyrðu.
Hún átti trú, bað bænir daglega og
fyrir þeim sem voru í kringum hana.
Hún mátti ekki missa af því að hlusta á
orð kvöldsins ásamt útvarpsmessun-
um.
Við biðjum góðan Guð að taka vel á
móti elsku mömmu, tengdamömmu,
ömmu og langömmu, nú er hún komin
til ljóssins sem þær systur voru svo
sannfærðar um að biði þeirra og þar
hittir hún alla sem eru farnir, eigin-
mann, foreldra og bræður ásamt öðru
samferðafólki.
Börn og tengdabörn.
Mamma er konan sem heldur í
höndina á manni fyrstu árin en í hjart-
að alla ævi.
Ég sakna þess að geta ekki lengur
haldið í höndina á mömmu.
Ég sakna fallegu handanna hennar.
Ég sakna stundanna á Lindargöt-
unni þegar við sátum og spjölluðum
saman um allt.
Ég sakna þess að heyra hana ekki
lengur segja: „Þetta er alveg eitur-
sniðugt.“
Ég sakna líka allra skemmtilegu
orðanna hennar, þegar hún sagði:
„Hía mín, ég var að hugsa …“ en þá
voru yfirleitt einhver plön í gangi hjá
henni.
Ég sakna þessa að heyra ekki leng-
ur sagt: litla lúsabarnið.
Ég sakna þess að hafa hana ekki
alltaf til taks.
Ég sakna hlýju hennar og vináttu.
Guð geymi mína elsku bestu
mömmu, hún á stað í hjarta mínu.
Sigurveig S. Hall.
Kær kveðja til tengdamóður minn-
ar Katrínar Hall.
Það eru liðin 47 ár síðan ég kynntist
tengdamömmu fyrst, og síðan má
segja að við höfum verið í daglegu
sambandi, samband sem var alla tíð
gott. Fyrstu rúmu tvö sambýlisárin
okkar Franks bjuggum við hjá þeim
hjónum og fjölskyldu, fyrst á Sólvalla-
götu 13, þar sem dóttir okkar Katrín
fæddist og síðan í Bólstaðarhlíð 52,
þaðan sem við fluttum árið 1967 að
vori í okkar fyrstu íbúð. Katrín dóttir
okkar var mikið hjá ömmu sinni eftir
að ég byrjaði að vinna eftir fæðing-
arorlof sem var í þá daga heilir þrír
mánuðir og þótti gott.
Það var mjög gaman að kynnast
Kötu, hún var glaðlynd og fyndin,
reytti bara af sér brandara þegar vel
lá á henni sem var langoftast, aldrei
hafði ég kynnst svo gamansamri
manneskju sem komin var nánast á
efri ár, að manns eigin áliti sem ungr-
ar manneskju í þá daga, og ekki hafði
manni fundist eldri kynslóðin detta
neitt um gamansemina. Í erli hvers-
dagsins í gegnum öll árin hélt hún
þessari gamansemi jafnt inni á heimili
sem utan, bæði við börn og fullorðna.
Gestkvæmt var jafnan á heimili þeirra
hjóna, stórfjölskyldan kom reglulega í
heimsókn og mikið samband milli fjöl-
skyldumeðlima, jafnt ungra sem og
eldri. Veislur voru glaðværar og há-
værar, þar sem mikið var sungið og
allir töluðu hver upp í annan og þótti
sjálfsagt. Í einni slíkri, eða ættarmóti
árið 1980 á laugardegi 22. nóvember
fóru allir þreyttir heim að lokinni
veislu, síðar um nóttina vorum við
börnin vakin með símhringingu, Þórir
eiginmaður Kötu var kominn á spítala
hafði fengið hjartaáfall eftir að hafa
lagst til svefns, hann missti meðvit-
und, lá þannig í þrjá mánuði og dó í
janúar 1981. Þetta var óvænt, og mikið
áfall fyrir Kötu, sem tók því af æðru-
leysi og hugprýði, eins og öðrum áföll-
um sem hún varð fyrir. Nokkru síðar
eða 1983 þurfti hún að fara í erfiða
hjartaskurðaðgerð til London, sem
tókst þó vel. Eins veit ég að tók á hana
þegar eitt af hennar barnabörnum
greindist með krabbamein og þurfti að
fara í aðgerð og erfiða meðferð . Lík-
lega hefur æðruleysisbænin sem var
henni hugleikin, hjálpað henni í gegn-
um þessi áföll. Hún fylgdist vel með
allri sinni fjölskyldu af einlægum
áhuga. Kata eltist vel að því leyti að
hún hélt, þrátt fyrir að líkaminn gæfi
sig nokkuð, andlegri heilsu fram undir
það síðasta, er hún var farin að þreyt-
ast, og missti að mestu meðvitund viku
fyrir andlátið sem bar að á þeim ör-
lagaríka degi laugardegi 22. nóvem-
ber, tuttugu og átta árum upp á dag
eftir ættarmótið áðurnefnda þegar
Þórir veiktist.
Ekki ætla ég að fara yfir starfsferil
eða aðra upptalningu um hennar líf
þar sem ég veit að það kemur fram
annars staðar heldur aðallega þakka
henni samveruna hér á jörð og hvað
hún hefur ávallt reynst okkur vel,
þakka henni fyrir hvað hún var góð við
börin okkar, gætti þeirra og fylgdist
með öllu sem þau gerðu af áhuga. Ég
óska henni góðrar ferðar og blessunar
á þeim slóðum sem hún er nú á.
Guðlaug Magnúsdóttir.
Elsku amma mín.
Þú varst hetjan mín og fyrirmynd.
Það er svo erfitt að kveðja því þú hefur
verið svo stór partur af lífi mínu. Mér
finnst ég miklu frekar vera eins og eitt
af börnunum þínum heldur en elsta
barnabarnið. Ég bjó hjá ykkur afa
fyrstu ár ævi minnar og var hjá ykkur
öllum stundum. Fyrst á Sólvallagötu,
svo í Bólstaðarhlíð, í Sigtúni og loks á
Flókagötunni. Ég fékk meira að segja
að fara með ykkur afa í „siglingu“ til
Spánar eins og þú orðaðir það svo flott,
ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Ég
var ofdekruð, mátti allt. „Hún má“ er
fræg setning í fjölskyldunni og allir
vissu við hvern var átt. Aðfangadagur
hjá þér var heilagur. Þegar mamma
tók af skarið og ákvað að halda okkar
eigin jól á Barðaströndinni hélt ég að
ég myndi aldrei jafna mig. Og möndlu-
grauturinn. Elsku amma mín, þú
svindlaðir alltaf. Einhvern vegin rataði
mandlan alltaf í skálina hjá sama ein-
staklingnum, ár eftir ár. Möndlugjöfin
var alltaf eitthvað fallegt sem hentaði
einstaklega vel stúlkum á ákveðnum
aldri. Þú fórst með mig í inntökupróf í
Listdansskóla Þjóðleikhússins og varst
spenntari en ég. Þú hvattir mig áfram
og fylgdist með öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur. Ef mér leið illa, leitaði ég
til þín. Ef ég þurfti að tala, leitaði ég til
þín. Ef ég þurfti að gráta, leitaði ég til
þín. Ef ég þurfti að hlæja, leitaði ég til
þín, enda skopskyn þitt og kímnigáfa
einstök. Þú sást lífið oftast í spaugilegu
ljósi og tilsvör þín voru stutt, fyndin og
hnitmiðuð. „Eins og skotin rotta“ svar-
aðir þú þegar ég spurði hvort þú hefðir
sofið vel. Ævi þín amma og lífshlaup
var ævintýri líkast. Þú varst svo mikil
hetja, svo mikill „töffari“ í lífinu, en
samt svo einstaklega ljúf og hlý. Það
var nánast eins og hjartað þitt væri úr
gulli. Ótrúlega fordómalaus, réttsýn og
félagslynd, vildir helst hafa okkur hjá
þér öllum stundum. En þú gast líka
verið afskaplega þrjósk ef þú tókst eitt-
hvað í þig.
Fyrsti viðkomustaður minn eftir
stúdentsútskriftina mína var Landspít-
alinn af því að þar lást þú, nýkomin úr
hjartaaðgerð.
Þú keyrðir frá Hveragerði í einum
spretti til að reyna að ná fæðingu
Franks míns. Bara ég, Gíó, Frank og
svo komst þú. Yndisleg stund.
Þú hlustaðir á hjartslátt barnanna
minna í móðurkviði og gast rétt til um
kyn í bæði skiptin. Strákur sagðir þú
og þá kom Frank, og svo sagðir þú
stelpa og þá kom Matthea Lára. Þú
varst óspör á hrós, ég geymi í hjarta
mínu öll hlýju orðin. Vænst þótti mér
þó um þegar þú hrósaðir mér fyrir
börnin mín núna bara fyrir nokkrum
dögum síðan. Þú fannst alltaf leið til að
láta mér líða vel. Ég er þér svo óend-
anlega þakklát fyrir allt sem þú hefur
gefið mér og kennt mér í lífinu, amma
mín. Ég skal passa nistið sem þú gafst
mér eins og sjáaldur auga míns.
Guð geymi þig.
Þín nafna,
Katrín Hall.
Elsku amma. Við kveðjum þig með
söknuði þótt allar skemmtilegu minn-
ingarnar um þig lifi áfram í hjörtum
okkar. Minningar um þrælskemmti-
lega og góða konu með frábæran húm-
or sem aldrei var lognmolla í kringum.
Ósjaldan hefur maður lent í því að
hitta fólk sem var svo heppið að kynn-
ast þér einhvers staðar á lífsleiðinni og
hefur ekkert nema eftirminnilegar og
góðar sögur af þér að segja. Enda
varstu svo sannarlega áhugaverður og
einstakur persónuleiki sem stimplaðir
þig vel inn í hjörtu fólks.Þú lifir með
okkur á glaðværum stundum þar sem
það var svo einkennandi fyrir þig að
vera síkát og hlæjandi.
Hvíl í friði og skilaðu kveðju til afa.
Krista Sigríður
og Ólafur Árni Hall.
Ef hún amma Kata ætti að tjá sig
um það sem er að gerast í þjóðfélaginu
tel ég miklar líkur á að hún hefði sagt
„ekki er gaman að guðspjöllunum, eng-
inn er í þeim bardaginn“. Þetta orðtak
var henni tamt að nota, sem og mörg
önnur og alls kyns orðatiltæki, og eig-
inlega væri ekki hægt að skrifa um
ömmu án þess að minnast á eitt slíkt.
En jafnvel þetta dæmi er svo lýsandi
fyrir það, sem mér finnst amma hafa
kennt manni, sem er sérstakt æðru-
leysi og auðmýkt fyrir aðstæðum og
því sem lífið og örlögin ætla manni.
Góðvild í garð náungans var henni líka
eðlislæg. Það var alltaf gott að tala við
hana og leita ráða hjá henni og ég tel
það hafa verið mikla gæfu að hafa búið
stóran hluta bernsku- og unglingsár-
anna undir sama þaki og amma. Þá átti
ég ávallt hjá henni stuðning og afdrep
þegar ég varð eldri, svo sem á skóla-
árum mínum þegar ég kíkti til hennar
með mat eða bara fékk mér kaffisopa
hjá henni, og sat um stund til skrafs og
ráðagerða.
Þessar stundir og samvistirnar við
ömmu gleymast aldrei, ekki frekar en
hún sjálf en hún mun vafalaust lifa
lengi áfram í sögum og minningum
okkar sem eftir stöndum, hvert sinn
sem fjölskyldan hittist og minnist á það
að þá vanti aðeins „hershöfðingjann“.
Ragnar Árni Sigurðarson.
„Þú ert alltaf með svo hlýjar hendur,
Addi minn“ var eitt það síðasta sem
amma mín sagði við mig. Það er falleg
minning. Ég var að hlýja henni á hönd-
unum, henni var svo kalt. Kaldar hend-
ur, heitt hjarta segir einhvers staðar.
Ekki veit ég hvort þau orsakatengsl
eru vísindalega staðfest en hjartað
hennar ömmu var hlýtt. Það er kannski
eitthvað sem kemur af sjálfu sér þegar
maður vinnur við að hjálpa börnum í
heiminn. Amma var ljósmóðir og síðar
hjá SÁÁ; fyrst hjálpaði hún þeim sem
voru nýir í lífinu og svo þeim sem höfðu
misst tökin á því. Amma hafði sjálf fyr-
ir löngu síðan sagt skilið við áfengið en
var nú samt sem áður mikið sam-
kvæmisljón nánast fram á síðasta dag.
Það var ekki haldin veisla án þess að
amma Kata væri með, varla að börnin
hennar og fjölskyldur tækju fram pott
án þess að bjóða henni líka. Og ég veit
að það var ekki af skyldurækni við
móður sína sem þau gerðu það, heldur
einfaldlega vegna þess að það var svo
skemmtilegt að fá hana, hún var svo
fyndin, hlý og góð. Oftast sat hún við
endann á borðinu, matgæðingurinn, lét
rétta sér veitingar. „Og hvað er nú
þetta, Addi minn,“ sagði hún þegar hún
var farin að sjá illa. Svo gat hún verið
þrjóskari en andskotinn og bankaði í
borðið máli sínu til stuðnings þegar
henni var mikið niðri fyrir. Áður var
hún sjálf mikill kokkur, svínakótelettur
í raspi, manstu, ég hef aldrei fengið
þær jafngóðar, hvorki fyrr né síðar.
Hvað þá jólamaturinn í gamla daga.
Jólin á Flókagötunni áður en afi Þórir
dó, það voru svona jól eins og maður les
um í bókum, öll stórfjölskyldan saman,
hrúga af pökkum undir trénu og jóla-
haldið stóð fram á nótt. Það þurfti góð-
an veislustjóra í þetta jólahald. Fyrir
jólin var líka alltaf svo notalegt að
koma til ömmu. Ég fékk að hjálpa til
við að pakka, milli þess sem við teikn-
uðum grýlumyndir og lásum Jóla-
sveina- eða Grýlukvæðin. hún þurfti
reyndar ekkert að lesa þau, hún kunni
þau utan að. Hún fór með þau öll fyrir
langömmubarnið sitt fyrir ekki alls
löngu – og hrifningin af þeim kvæðum
gengur greinilega í erfðir. Og alveg
furðulegt hvað jólasveinninn var alltaf
stórtækur í skógjöfum þegar ég gisti
hjá ömmu. Það skipti reyndar engu
máli hvort það voru jól eða ekki, amma
dekraði við mig. Næturpössun hjá
ömmu og afa á Flókagötunni var eins
og að fara í sumarbúðir. Síðan eldist
maður og kemst að því að amma var
Katrín Lárusdóttir
Hjaltested Hall
Nú er komið kallið þitt,
með Kristi heim þú gengur.
Veit ég Kata að kvæðið mitt,
kallar þig ei lengur.
Þú hefur margar stundir stytt,
á stundum verið fengur.
Nú færðu’ Þóri á himnum hitt,
þar hljómar ykkar strengur.
Þinn tengdasonur
Sigurður Rúnar
Ragnarsson.
HINSTA KVEÐJA