Morgunblaðið - 01.12.2008, Page 41
www.myspace.com/bdgdesign
www.etzy.com
Brynja hefur ekkert nema gott um reynslu sína af
því að selja í gegnum netið að segja. „Í staðinn fyrir
að einn lítill hópur geti séð vöru mína getur fólk út
um allan heim skoðað hana og keypt. Viðbrögð frá
kaupendunum koma líka beint til mín milliliðalaust.
Ég fæ daglega bréf frá fólki með skoðanir og álit á
hönnun minni.
Ég hef t.d. fengið mikið af viðbrögðum í gegnum
síðuna TalentDatabase.com en hún er ekki
sölusíða heldur fyrir listamenn og hand-
verksfólk til að sýna verk sín og kynna sig
á,“ segir Brynja sem selur út um allan
heim. „Það fer samt mest til Bandaríkjanna
en aðeins til Spánar og Kanada.“
Brynja hannar og prjónar aðallega lopa-
peysur og húfur. Peysur hennar hafa vakið
mikla athygli fyrir að vera öðruvísi en hún
gerir bara eina peysu af hverri tegund.
Aðspurð segist hún aldrei hafa lent í
vandræðum með að senda pöntun til kaup-
anda. „Ég nota PayPal, fæ greitt og sendi
svo vöruna af stað. Ég sendi t.d. peysu til
Bandaríkjanna í enda september og hún var
bara þrjá daga á leiðinni, yfirleitt tekur
þetta rúma viku.“
„ÉG er ekki viss um að mér hefði gengið svona
vel nema vegna tilkomu netsins,“ segir Brynja
Dögg Gunnarsdóttir sem selur lopavörur í
gegnum netið. Sex ár eru liðin síðan Brynja
fór að hanna sínar flíkur en aðeins eru um
tvö ár síðan hún setti upp sölusíðu á Mys-
pace.
„Ég fékk strax mjög góð viðbrögð frá
fólki og þetta vatt upp á sig svo að í
dag vinn ég alfarið við að prjóna. Í
fyrrasumar skráði ég mig síðan á
sölusíðuna Etzy en þar er aðeins
handverk til sölu. Það er gaman að
vera með í því netsamfélagi en ég
sel samt enn mest í gegnum Mys-
pace.“
Skráning Brynju á Etzy hefur
þó undið upp á sig því kona ein
búsett í Bandaríkjunum sem
rekur prjónabúð hafði upp á
henni og sóttist eftir að selja
flíkur hennar. Er það eina
búðin í heiminum sem selur
vöru Brynju, allt annað fer í
gegnum netið.
Þakkar netinu velgengnina
Einstök Brynja í eigin
hönnun en engin eins peysa
er til í öllum heiminum.
„ÞAÐ var fyrir um tveimur árum
sem mig vantaði armband fyrir
eitthvað. Ég fór að föndra úr smá-
vegis af leðri sem ég átti til heima
og útkoman er þetta fyrirtæki
mitt, Thors Hammer,“ segir Einar
Thor Garðarsson sem selur leð-
urarmbönd og belti um netið frá
Danmörku þar sem hann býr.
Einar er með eigin heima-
síðu fyrir framleiðsluna en
einnig er hann á Facebook
og Myspace. „Það er mik-
ilvægt að vera á þessum
síðum, þær koma manni
hratt fram og ég sel mikið í
gegnum þær,“ segir Ein-
ar. Armböndin selur
hann út um allan
heim þó 80% söl-
unnar sé til Íslands.
Eingöngu er
hægt að fá hönnun
Einars í gegnum
netið en hann segir
það vera á áætlun að fara með
vörurnar í búðir næsta sumar. „Ég
ætla að stækka við mig, færa út
kvíarnar hægt og rólega. Eins og
er er ég að vinna þetta einn
heima. Þegar ég gerði fyrsta
bandið hugsaði ég að eftir tvö ár
yrði þetta komið í þann farveg að
ég gæti bara unnið að þessu og
það er að rætast. Mér hefur
gengið vel að selja frá því að
ég byrjaði, nánast selt eitt
armband á hverjum degi
eða þangað til kreppan
dundi yfir Ísland, þá hefur
aðeins hægst um,“ segir Ein-
ar og kímir.
Hann mælir eindregið
með því að fólk fari með
hugmyndir sínar eða
áhugamál á netið og
reyni að koma því í
verð. „Þetta hefur virk-
að vel fyrir mig og aldrei
verið nein vandræði.“
www.myspace.cn/
thordesign
www.thordesign.dk
Föndur varð að fyrirtæki
Leður Einar segist selja
vel í gegnum netið.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÁSTRALSKI fatahönnuðurinn
Sruli Recht hefur búið hér á landi
síðustu þrjú ár. Hönnun hans hefur
verið fáanleg í gegnum netsíðurnar
srulirecht.com og birkiland.com.
„Vinnustofan hefur haldið úti vef-
síðu síðan 2004. Þótt hún hafi aldrei
verið kynnt sem vefbúð er hægt að
senda okkur tölvupóst og panta
vörur,“ segir Sruli og bætir við að
netviðskiptin gangi vel: „Netið
breiðir boðskapinn hratt út. Neyt-
andinn er alltaf að leita að ein-
hverju nýju og því er netið kjörinn
vettvangur til að koma vöru á fram-
færi.“
Sruli segir að vefbúð veiti hönn-
uðinum meira frelsi og vald. „Ann-
ars þarf að fara í gegnum flóknar
viðræður um sölu og dreifingu til
verslana. Innkaupastjórar í búðum
verða ósjálfrátt sýningarstjórar að
hönnun þinni, og geta af eigin geð-
þótta hindrað að vara þín nái til
neytandans vegna ýmissa takmark-
ana, t.d. staðsetningar búðar og
innkaupastefnu. En á hinn bóginn
getur orðspor búðar upphafið nafn
hönnuðarins. Báðar gerðirnar af
verslunum er mikilvægt að hafa því
ekki versla allir í gegnum netið og
ekki hafa allir möguleika á að kom-
ast í búðina.“
Þarf meiri stuðning
Sruli segir gott að starfa sem
hönnuður á Íslandi en þó megi ým-
islegt fara betur. „Í fyrsta lagi er
dýrt að fá aðra til að framleiða eitt-
hvað fyrir sig, kostnaðurinn við það
útilokar möguleikana á að selja vör-
una á viðráðanlegu verði. Í öðru
lagi er ekki verið að gera manni
auðvelt fyrir að flytja inn hráefni,
það þarf bæði að borga skatta til að
fá það til landsins og svo þarf að
borga aftur skatt af því þegar það
er orðið að vöru sem er seld úr
landi.
Þrátt fyrir þessa annmarka er
mikið af fallegum hlutum hannað
hér og flutt út. Undanfarin ár hefur
Útflutningsráð beint sjónum að
aukinni hönnun, sem er frábært, en
það þarf meira. Stjórnvöld, hönn-
unarmiðstöðvar, flug- og skipafélög
ættu að stofna til samvinnu um að
koma vörunni út, það yrði áhrifarík
leið, hönnunin myndi blómstra um
leið og hún færir þjóðarbúinu
tekjur. Það mætti líka bjóða upp á
Loftbrú fyrir hönnuði svo þeir geti
sýnt vöru sína í alþjóðlegu um-
hverfi. Nýlega var Hönnunarmið-
stöð Íslands sett á laggirnar sem er
mjög ánægjulegt og vonandi færir
hún nýja sýn á þennan geira.
Það verður að styðja betur við
innanlandsframleiðsluna og aðstoða
fólk við að búa til peninga fyrir
landið með hug og hönd,“ segir
Sruli að lokum.
www.srulirecht.com
www.birkiland.com
www.myspace.com/surlylooksout
Vefbúðir veita frelsi
Morgunblaðið/Sverrir
Hönnuðurinn Sruli Recht segir mega gera betur við íslenska hönnun.
Netið er eins og risastór verslunarmiðstöð þar
sem ekkert er ófáanlegt. Ótal vefsíður gera hönn-
uðum og handverksfólki auðvelt fyrir að koma
hönnun sinni á framfæri með góðum árangri.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í KRINGLUNNI
saga umdeildasta stjórnmálamanns aldarinnar.
Frá óskarsverðlaunaleikstjóranum Oliver Stone
Josh Brolin Elizabeth Banks Thandie Newton
Richard Dreyfus James Cromwell
SÝND Í ÁLFABAKKA
FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER
FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA!
MYND SEM ALLAR KONUR VERÐA AÐ SJÁ
SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK
NEW YORK TIMES- ROGER EBERT
- POPPLAND
„BODY OF LIES ER
FYRSTA FLOKKS
AFÞREYING SEM
SLÆR EKKI AF EITT
AUGNABLIK FYRR EN
MYNDIN ENDAR.“
S.V. – MBL. ATH.
SÝND
MEÐ
ÍSLEN
SKUT
ALI
FRÁ RIDLEY SCOTT, LEIKSTJÓRA
AMERICAN GANGSTER OG GLADIATOR.
- ROGER EBERT
- SÆBJÖRN, MBL
ÁSGEIR - SMUGAN
- GUÐRÚN HELGA, RÚV
ÓTRÚLEG UPPLIFUN,
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ KRINGLUNNI
MADAGASCAR 2 ísl. tal kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL
MADAGASCAR 2 enskt tal kl. 6D B.i. 16 ára DIGITAL
BODY OF LIES kl. 8D - 10:40D B.i. 16 ára DIGITAL
W kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára
SEX DRIVE kl. 6 síðasta sýning B.i. 12 ára
MADAGASCAR 2 ísl. tal kl. 6 LEYFÐ
MADAGASCAR 2 enskt tal kl. 6 - 8 LEYFÐ
BODY OF LIES kl. 8 B.i. 12 ára
MADAGASCAR 2 ísl. tal kl. 8 LEYFÐ
PASSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
TRAITOR kl. 10 B.i. 12 ára
THE WOMEN kl. 8 LEYFÐ
MADAGASCAR 2 ísl. tal kl. 8 LEYFÐ
QUARANTINE kl. 10:10 Síðasta sýning! B.i. 16 ára
HOW TO LOOSE ... kl. 8 B.i. 12 ára
RESCUE DAWN kl. 10:10 B.i. 16 ára
SÝND Í KRINGLUNNI TOPP GRÍNMYND