Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 34
„ÞRIÐJUDAGSKVÖLD eru uppáhalds- kvöldin hjá okkur öllum. Við skemmtum okkur vel,“ segir Páll Einarsson jarðeðl- isfræðingur, formaður Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna en hann leikur þar á selló. Yfir veturinn æfir sveitin á þriðju- dagskvöldum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990 og er þetta starfsár það nítjánda. Í hljómsveitinni leika hljóð- færaleikarar sem hafa atvinnu af öðru. Sveitin er einnig vettvangur nemenda og tónlistarkennara til að viðhalda færni sinni. Að jafnaði skipa 40 til 50 manns hljóm- sveitina, en alls hafa yfir 100 manns leikið með henni. Páll segir að það sé mismunandi erfitt að fylla sveitina fyrir tónleika. „Í hljómsveitinni er góður kjarni, sem spilar alltaf og mætir vel. Svo fer það eftir verkefnum hvað þarf að bæta mörgum inn í. Það getur stundum verið svo- lítill barningur að fylla upp í síðustu götin. Þá eigum við yfirleitt innhlaup hjá atvinnufólkinu. Það hefur verið afskaplega hjálpsamt við að hlaupa í skörðin.“ Ingvar Jónasson hefur verið listrænn stjórnandi Góður kjarni sem mætir alltaf hljómsveitarinnar frá upphafi, en aðrir stjórnendur hafa einnig komið við sögu og stjórnað tónleikum eða einstökum verkum. Frá 2005 hefur Oliver Kent- ish verið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Flest verkefnin hefur hljómsveitin sótt til klass- íska tímans. Hún hefur frumflutt nokkur íslensk verk. Þá hefur hljómsveitin átt samstarf við marga kóra og einleikara á liðnum árum. Strengjaleikarar Andrea Bramer, Páll Einarsson, Hrefna Guðmundsdóttir og fleiri á æfingu í Berlín. Ferðalangarnir Félagarnir í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna við Berlínarfílharmóníuna, að tónleikunum loknum. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á SUNNUDAGINN kemur flytur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Eld eftir Jórunni Viðar og Sinfóníu nr. eitt eftir Mahler, á tónleikum í Sel- tjarnarneskirkju. Hljómsveitin hóf þetta 19. starfsár með tónleikum í Berlín, þar sem hún kom fram ásamt annarri áhugamannasveit í kamm- ersal Berlínarfílharmóníunnar. „Á tónleikunum á sunnudaginn kemur höldum við upp á níræð- isafmæli Jórunnar Viðar,“ segir stjórnandi hljómsveitarinnar, Oliver Kentish. „Jórunn er elsta kven- tónskáld Íslendinga – og sú fyrsta. Tónleikana ber upp á afmælisdaginn hennar, og hún ætlar að mæta.“ Eldur er balletttónverk frá 1950, í einum þætti, sem skiptist í nokkra hluta. Þetta er eitt af fyrstu hljóm- sveitarverkum Jórunnar. Oliver seg- ir Eld vera ljóðrænt verk en einnig ryþmískt á köflum. „Það eru mjög fallegar strófur í verkinu – þetta er mjög fallegt stykki,“ segir hann. Eldur var frumsýndur á Lista- mannaþingi í Reykjavík árið 1950, við ballett Sigríðar Ármann. Oliver segir að hljómsveitin hafi leikið Eld í Berlín í haust. „Jórunn Viðar lærði í Berlín og því þótti vel við hæfi að flytja Eld þar, vegna þeirra tengsla.“ Eitt af stóru augnablikunum Um hitt verkið á efnisskránni á sunnudagin kemur, segir Oliver að Mahlersinfónían sé ein af þessum stóru. Þá sé hún fyrir „ferfalt tré“. „Það þarf mjög stóra blásarasveit, svo ég tali ekki um hornin. Hornleik- ararnir eru átta.“ – Er ekki erfitt að finna svo marga áhugamenn í þau sæti? „Átta áhugahornleikarar mættu á fyrstu æfinguna! Ég þurfti ekkert að biðla til atvinnublásaranna um að- stoð. Það var eitt af stóru augnablik- unum í þessu starfi, þegar ég mætti á fyrstu æfinguna og þarna voru átta mættir, tilbúnir að blása af lífi og sál.“ - En hvernig gengur almennt að manna hljómsveitina? „Það gengur vel að manna stöður blásaranna. Í strengjunum erum við kannski ekki í klemmu, en fleiri strengjaleikarar mættu treysta sér í svona stór verkefni. Svo ég segi alveg eins og er, þá er stundum erfitt að fá alveg nógu marga strengjaleikara.“ Oliver segist gjarnan vilja hafa fleiri strengjaleikara núna, til að vega á móti þessum öflugu blásurum og slagverkinu þarf svo öfluga strengjasveit. „En við gerum okkar besta – þeir sem eru spila bara sterk- ar!“ – Þarna eru áhugamenn að leika tónlist sem þeir þurfa að vera full- numa til að geta leikið. „Sumir hafa lært upp á há- skólastig, aðrir eru ekki eins langt komnir, en þetta fólk hefur haldið kunnáttunni við. Það er ekki stétta- skipting í þessari hljómsveit. Fólk kemur alls staðar að og það er ekkert kynslóðabil. Þarna sést öll flóra ís- lensks atvinnulífs. Það eru engin inn- tökuskilyrði. Fólk mætir ef það vill vera með og þátttakan kostar ekkert. Sumum finnst við færast mikið í fang að leika Mahler, en þetta er ekki erfiðasta sinfónía hans. Hún er að- gengileg, tónlistarlega, og fyrir utan nokkrar krefjandi strófur er auðveld- ara að leika hana en hinar. Það er gamall draumur okkar að leika þetta verk.“ Öll flóra íslensks atvinnulífs  Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur Eld eftir Jórunni Viðar á níræðisaf- mæli hennar og Fyrstu sinfóníu Mahlers  Engin inntökuskilyrði í sveitina 34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 VINSÆLDIR rithöfundarins Árna Þórarinssonar fara nú hratt vax- andi í Suður-Evrópu. Nýlega var greint frá því að sögur hans hefðu fengið gríðarlega góðar viðtökur í Frakklandi, en nú hefur komið í ljós að spænskir forleggjarar hafa einn- ig verið afar spenntir fyrir bókum hans, enda hafa þær selst eins og heitar lummur í nágrannalandinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Forlaginu. Linnti ekki látum „Spenningurinn náði hámarki á bókastefnunni í Frankfurt, þar sem forleggjari hjá spænsku útgáfunni Ediciones Ámbar hreppti útgáfu- réttinn á endanum, en hann linnti ekki látum gagnvart fulltrúum For- lagsins fyrr en hann hafði fengið með sér eintak af frönskum út- gáfum bóka Árna upp á hótel til að lesa. Eftir lesturinn var hann fljót- ur að setja fram tilboð í tvær bæk- ur, Tíma nornarinnar og Dauða trúðsins, og það þykir sæta miklum tíðindum að útgáfuréttur á tveimur bókum höfundar sé keyptur á sama tíma fyrir nýjan markað. Árni er því að ná verulegum árangri sem krimmahöfundur hinum megin við hafið,“ segir í tilkynningunni. Árni Þór- arinsson til Spánar Spænsk útgáfa kaup- ir réttinn að Tíma nornarinnar og Dauða trúðsins Morgunblaðið/Brynjar Gauti Víðlesinn Árni Þórarinsson. BÖRNUM og aðstandendum þeirra er boðið til dagskrár í Listasafni Árnesinga í dag. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kynnir hina uppá- tektarsömu Fíusól sem hefur verið vinsæl sem lesefni barna. Nemendur úr 7. bekk Grunn- skólans í Hveragerði lesa úr nýjum íslenskum barnabókum og nemendur Tónlistarskóla Árnesinga flytja tónlist. Um er að ræða samstarf Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði, þar sem málinu, myndlistinni og músíkinni er tvinnað saman gestum til ánægju. Dagskráin hefst kl. 17 og aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Málið, myndlistin og músíkin Kristín Helga Gunnarsdóttir JÓLATÓNLEIKAR Fíladelfíu verða haldnir í Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, í kvöld, annað kvöld og á mið- vikudagskvöldið. Tvennir tón- leikar verða öll kvöldin, kl. 19 og 21. Flytjendur eru Gosp- elkór Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar en gesta- söngvarar eru Stefán Hilm- arsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Edgar Smári Atlason og Maríanna Másdóttir ásamt fjölda annarra. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og rennur ágóðinn til þeirra sem minna mega sín. Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir í Sjón- varpinu á aðfangadagskvöld. Tónlist Jólatónleikar Fíla- delfíu næstu kvöld Stefán Hilmarsson Í KVÖLD kl. 20.15 hefst þriggja kvölda námskeið Ein- ars Kárasonar um Sturlungu. Námskeiðið er ætlað þeim sem langar að lesa Sturlungu en hafa aldrei getað brotist inn í hana. Samskonar námskeið var á dagskrá hjá Endurmenntun fyrir ári og naut mikilla vin- sælda. Einar mun segja sögur upp úr Sturlungu og kynna þannig helstu atburði og lykilpersónur sögunnar um leið og hann dregur upp leiðarvísi inn í sög- una. Enn eru örfá sæti laus á námskeiðið, en allar upplýsingar má finna á heimasíðunni endur- menntun.is. Námskeið Einar Kárason um Sturlungu Einar Kárason Ég tók upp efni allt þar til vélin var frosin í hel …39 » „ÞAÐ var mikið ævintýri, og mikil kraftaukning fyrir hljómsveitina að koma fram í Berlínar- Fílharmóníunni,“ segir Páll Ein- arsson, formaður hljómsveit- arinnar. „Þetta var allt afar ánægjulegt. Okkur var boðið í heimsókn til elstu áhugamannahljómsveitar Berlínar, Orchester Berliner Mus- ikfreunde, en hún var stofnuð árið 1866. Við höfum tengsl við hljóm- sveitina, því einn meðlima okkar, Andrea Bramer, þýsk stúlka sem bjó hér í nokkur ár, spilar með henni og kom heimsókninni á í samvinnu við Súsönnu Ernst Frið- riksdóttur efnaverkfræðing. Við gripum tækifærið fegins hendi, því það er erfitt að fara með stóra áhugamannahljómsveit til ann- arra landa. Það hentaði okkur vel að leika með hinni hljómsveitinni. Þeirra hljómsveit er svipuð okk- ar, byggist á fólki sem starfar við allt mögulegt annað í þjóðfélaginu og getur ekki vanið sig af því að spila á sín hljóðfæri. Við hittum marga sálufélaga sem eru á svip- uðu reki og við í músíkiðkuninni.“ Á efnisskránni voru Áttunda sinfónía Dvoraks, frumflutningur verks eftir tónskáld sem er með- limur þýsku sveitarinnar og verk eftir Jón Leifs og Jórunni Viðar; Eldur sem verður leikið á tónleik- unum á sunnudaginn kemur. Valið var að leika verk eftir Jón og Jór- unni vegna tengsla þeirra við borgina, en þar stunduðu þau bæði nám. Páll segir það hafa verið afar ánægjulegt að leika í kammersal Berlínar-Fílharmóníunnar. „Það var ómetanlegt að komast í þenn- an fræga tónleikasal. Flytjendur komast eingöngu að með því að panta langt fram í tímann; þýska hljómsveitin var búin að panta að spila á þessum degi tveimur árum áður og það var uppselt í salinn.“ Hittu sálufélaga í Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.