Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008
auðvitað einu sinni ung, giftist Banda-
ríkjamanni og fluttist til New York þar
sem hún gekk í gegnum ýmislegt.
Maður kemst að því að á bak við ömmu
Kötu er saga sem væri efni í heila bók.
Kannski er það þess vegna sem henni
var svona annt um fjölskylduna sína og
samverustundirnar.
Elsku amma mín, við vorum heppin
að fá að hafa þig svona lengi, takk fyrir
allt.
Ég bið að heilsa afa Þóri.
Frank Þórir Hall.
Til elsku ömmunnar minnar sem var
alltaf svo sæt og góð.
Elsku allra besta amma Kata í
heimi! Vá hvað mér finnst þetta allt
skrýtið, að nú sért þú bara farin frá
okkur og að ég eigi ekki eftir að heim-
sækja þig meira, eða jafnvel spyrjast
fyrir hvernig amma hafi það. En svona
er nú lífið, og við fáum bara að lifa
ákveðið lengi og þú fékkst svo sann-
arlega góðan tíma.
Elsku amma mín, þær voru svo
margar stundirnar sem við áttum sam-
an og alltaf var jafngott að fá að knúsa
þig og vera hjá þér. Man alltaf hvað
mér þótti gott að fá þig austur í heim-
sókn því þá stoppaðir þú svo lengi og
fannst okkur Kötu svo gott að fá að
sofa inni hjá þér og gátum við allar
skemmt okkur við að lesa brandara og
tala saman þangað til við sofnuðum.
Eða þá þegar við sátum á pallinum
heima í Neskaupstað í sólinni og þú
varst með spice girls derhúfuna, algjör
pæja. Klattarnir þínir voru líka alltaf
jafngóðir og varstu alltaf til í að baka
þá. Maður gat sagt þér allt og leitað til
þín þegar manni leið illa og var í Fóu
feykirófustuði einsog þú oft kallaðir
mig þegar illa lá á mér og hvíslaði ég að
þér mörgum af leyndarmálum mínum
og áttum við nokkur saman og eigum
enn. Þú varst svo mikil vinkona okkar
krakkanna, sagðir okkur alltaf ein-
hverjar sögur og voru Siggusögurnar
algjört ævintýri. Það var alltaf svo mik-
ið fjör að koma til þín á Lindargötuna,
því við lékum leikrit fyrir þig, fórum í
bingó og spiluðum rommí með fulla
skál af Nóakroppi og rúsínum, og end-
uðum svo daginn á að búa til flatsæng í
stofunni til að geta gist hjá þér. Öll þín
skemmtilegu orð um marga hluti gæti
enginn annar en þú hafa sagt. Ég gæti
skrifað svo miklu meira til þín, en ætla
láta þetta duga og geyma í hjartanu
mínu allar þær minningar um þær
góðu stundir sem við áttum saman og
gleymi ég ekki minni síðustu heimsókn
til þín á Droplaugarstaði, þar sem þú
varst sofandi svo falleg haldandi í
höndina mína og opnaðir aðeins augun
til að líta í kringum þig. Sendi þér millj-
ón kossa og knús og ég er búin að biðja
alla fallegu og góðu englana um að
passa upp á þig.
Þóra Kristín.
Ég mun sakna ömmu minnar afar
sárt. Alltaf skal ég hugsa til hennar og
minnast hennar af hlýju og með þakk-
læti. Amma spilaði stórt hlutverk í
uppeldi mínu og var mikið með mér
þegar ég var yngri. Hún á því stóran
þátt í því að ég er sá maður sem ég er í
dag og ég vona að hún geti verið stolt.
Amma var yndisleg kona, góð og
hjartahlý, skemmtileg og fyndin. Svo
er mér sagt að hún hafi verið allt þetta
áður en hún varð amma mín og efast ég
ekki um það. Af ljósmyndum frá því
fyrir mína tíð að dæma var hún lífsglöð
og hress enda alltaf brosandi. Hún
elskaði lífið og fannst hún ekki alveg
tilbúin að sjá eftir því, eðlilega. En
amma lifði merkilegu og viðburðaríku
lífi og mér er heiður að hafa fengið að
vera hluti af því.
Við mamma bjuggum mikið hjá
ömmu þegar ég var lítill og leit hún oft
og reglulega eftir mér. Við eyddum því
miklum tíma tvö ein saman og hafði ég
gagn og gaman af. Við höfðum það oft
kósí eins og hún sagði, en þá skaust ég
út í búð og keypti mér Sinalco og hraun
og TAB og Síríuslengju handa henni.
Svo horfðum við á sjónvarpið saman og
ég sat í fanginu á henni. Stundum var
handbolti á skjánum. Hún hafði gaman
af honum, fannst hann spennandi. Hún
hélt með Víkingi og hafði sérstakt dá-
læti á Árna Friðleifssyni og Bjarka
Sigurðssyni. Mér verður alltaf hugsað
til ömmu og verð dálítið meyr þegar ég
sé Árna Friðleifs við umferðareftirlit á
mótórhjólinu sínu.
Amma hafði stundum áhyggjur af
mér, sérstaklega þegar ég fór til út-
landa, hvort sem það var í helgarferð
eða í skiptinám. Stundum var henni
bara annt um það að ég hefði það gott
og hún lét mig líka vita af því. Mér
þótti alltaf vænt um það. Ég ímynda
mér að hún hafi haft dálitlar áhyggjur,
vitandi það að hún væri að fara að
kveðja, hvort ég myndi ekki örugglega
spjara mig og hafa það gott. Ég veit að
hún mun fylgjast með mér og á meðan
ég veit það þá mun ég spjara mig og
hafa það gott.
Annað sem hughreystir mig er viss-
an um að hún muni vaka yfir og passa
litlu stelpuna mína, Elísabetu, og ég er
glaður að þær hafi náð að kynnast. Ég
hlakka til að geta sagt Elísabetu sögur
af langömmu sinni, af nógu er að taka.
Mér þótti svo vænt um ömmu Kötu og
ég er feginn að hafa getað sagt henni
það áður en hún dó. Ég veit að hún er
á góðum stað með góðu fólki og þar
eru fagnaðarfundir. Sú vitneskja gerir
þetta auðveldara fyrir alla. Ég vil
skilja eftir handa henni bænina sem
hún fór svo oft með fyrir mig.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þórir Hall Stefánsson.
Elsku amma mín, ég veit ekki alveg
hvernig ég á að kveðja þig vegna þess
að þó svo söknuðurinn sé sár þá er
stoltið yfirsterkara. Stoltið yfir ævinni
sem þú lifðir til fulls, áttatíu og átta ár-
in sem þú lifðir, börnin fjögur sem þú
ólst og áhrifin sem þú hafðir á alla sem
hittu þig á lífsleiðinni, sérstaklega á
mig. Ég mun aldrei gleyma þér og sér-
staklega ekki lófunum þínum sem mér
virtust hafa einhvern yfirnáttúrlegan
lækningamátt. Ég man enn tilfinn-
inguna sem ég fann þegar þú straukst
mér um ennið og mun aldrei gleyma.
Ég, Raggi og Þórir vorum fastir lið-
ir á Flókagötunni og Láguhlíð og sá
tími er og mun alltaf verða mér afar
kær. Þú varst svo blíð og góð og settir
alltaf fjölskylduna í fyrsta sæti, enda
varstu höfuð fjölskyldunnar og munt
alltaf verða. Ég mun aldrei gleyma þér
og segja börnunum mínum sögur af
þér, sérstaklega frá sögunni um þig í
Ameríku eftir að þú eignaðist pabba,
sem mér finnst lýsandi fyrir hversu
ákveðin og hugrökk þú varst. Ekki
mun ég heldur gleyma að minnast á
það að þegar þú lagðir áherslu á orð
þín, þá straukstu alltaf af borðinu í
leiðinni þangað til borðið var orðið
hreinna en samviska Jesú! Þú varst
svo sannarlega karakter í bestu mögu-
legu merkingu þess orðs og alltaf sam-
kvæm sjálfri þér. Þú varst klettur sem
maður gat alltaf treyst á.
Störf þín yfir ævina lýsa þér líka
mjög vel, þú vannst sem ljósmóðir við
að koma lífi í heiminn og svo vannstu
við að hjálpa fólki í baráttunni við
Bakkus, þar sem fjöldamargir öðluð-
ust nýtt líf með þinni hjálp. Þetta lýsir
svo vel hversu óeigingjörn, hjálpleg og
göfug þú varst. Heimurinn var betri
með þig í honum, en einhvern tíma
þurfum við öll að yfirgefa hann og
halda á nýjan stað. Sá staður getur
verið þakklátur fyrir að fá Konu, með
stóru K-ái, eins og þig. Þú munt alltaf
vera með mér hvert sem ég fer, ein-
faldlega vegna þess að allt sem ég er, á
ég þér að þakka! Þú kenndir pabba
mínum, hann kenndi mér og ég kenni
börnunum mínum, þannig muntu lifa
að eilífu áfram í þessum heimi. Ég
mun sakna þín það sem eftir er og lík-
lega dreyma faðmlag þitt ófáum
draumum, en eins sterkur og söknuð-
urinn er og verður, þá er stolt mitt
sterkara og mun lifa að eilífu.
Elsku amma mín, hvíldu í friði og
við sjáumst vonandi síðar, en þangað
til munu minningarnar ylja mér. Þinn
Bjarni Lárus Hall.
Elsku amma, Ég trúi ekki að þú
sért farin. Ég mun aldrei hitta þig aft-
ur og tala við þig. Nú ertu komin á
góðan stað þar sem þér líður vel og í
faðm afa Þóris. Ég vildi að ég gæti hitt
þig einu sinni enn, spjallað við þig og
gefið þér shake.
Það var alltaf svo gaman að koma til
þín og ræða saman. Þú fylgdist alltaf
með af miklum áhuga, þótt það hafi
komið stundum fyrir að þér misheyrð-
ist, sem var bara skemmtilegt. Ótal
mörg gullkornin komu frá þér sem ég
mun aldrei gleyma. Það var alltaf
gaman að heyra þig rifja upp gamla
tíma og dáist ég að því hvernig þú lifð-
ir þínu lífi. Þú vildir alltaf hafa okkur í
heimsókn og fannst óþarfi að við fær-
um. Ef ég sagðist þurfa að læra undir
próf, þá sagðir þú að ég mætti gera
það heima hjá þér. Ef ég þurfti að bíða
milli skóla og vinnu þá átti ég endilega
að bíða hjá þér. Alltaf vildir þú hafa
okkur þegar eitthvað var um að vera á
Lindargötunni, til dæmis bingó og
jólaböll. Þú bauðst mér alltaf Nóa
Kropp eða After Eight því þú vissir
hversu gott mér fannst það. Núna
finnst mér eins og ég hafi ekkert að
gera eftir skóla. Það var svo mikill
partur af deginum hjá mér að fara til
þín ef tími gafst til.
Mér finnst þú merkasta kona sem
ég hef kynnst og allar mínar skemmti-
legu minningar um þig og stundir okk-
ar saman mun ég geyma í hjarta mínu
að eilífu. Ég sakna þín mjög mikið og
mun alltaf gera það.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Þín
Rakel.
Ég vil minnast hér stórmerkilegrar
konu, ömmu minnar sem nú er farin
frá mér.
Ég hef alltaf verið afar stolt af því
að heita í höfuðið á henni, Katrín, Kata
Hall(dóra) það verður gaman að fá
einhvern tímann líka viðbótina
„Amma Kata“. Verða eins amma og
hún var.
Mikil ósköpin sem mér þótti vænt
um þessa konu! Hún var hlý, mjúk og
góð eins og uppáhalds peysan.
Ég man eftir ömmu í kjallaranum
hjá okkur í Láguhlíðinni, hjálpandi
mömmu með okkur systur og bjóð-
andi konum heim í kaffi.
Ég man eftir ömmu á hvíta bílnum
og tómri sykurkrús hringlandi aftur í
skotti.
Ég man eftir ömmu segjandi okkur
krökkunum sögur uppspunnar á
staðnum um óþekktarorminn hana
Siggu á Klapparstíg.
Ég man eftir ömmu svamlandi í
fjólubláum sundbol í heilsulindinni í
Hveragerði.
Ég man eftir ömmu með stór, smá,
gul, svört, gullituð – alls konar gler-
augu sem hún átti þúsund pör af í öll-
um skúffum og jakkavösum.
Ég man eftir ömmu spila bingó og
rommý af ákefð með risastór blindra-
spil.
Ég man eftir ömmu bjóða upp á
súkkulaðirúsínur og nóakropp í skál á
stofuborðinu.
Ég man eftir ömmu sýna okkur
frænkunum allt glingrið sitt, drottn-
ingarhringinn og kjólana.
Ég man eftir ömmu baka klatta
með smjöri og súkkulaðiköku við
heimsóknir.
Ég man eftir ömmu beita einstakri
tækni við að taka inn allar pillurnar
sínar, ein, tvær, þrjár…ellefu!
Ég man eftir ömmu tala með
skemmtilegum orðtökum og nýyrðum
frá henni sjálfri, japlandi á flakes,
drekkandi pepsí og brús.
Ég man eftir ömmu horfa á sjón-
varpið í gegnum risastóran plazma-zo-
om skjá.
Ég man eftir ömmu talandi um árin
er hún var ung og ástfangin, hún var
algjör spjalldrottning.
Ég man eftir ömmu sem einstökum
áhorfenda, hún vildi alltaf horfa á
dans/söng/leikatriði hjá lítilli athyglis-
sjúkri stelpukjánu.
Ég man eftir hlátrinum hennar
ömmu.
Ég man eftir faðmlaginu hennar
ömmu.
Ég man eftir stórum augunum
hennar ömmu.
Ég man eftir lyktinni af ömmu.
Ég man eftir ömmu.
Það er gott að geta geymt og átt
ömmu Kötu inni í hjartanu sínu. Það-
an mun hún aldrei gleymast.
Ég vil enda þetta á búti úr laginu
okkar sem við sungum við hvert tæki-
færi saman. Sama hvernig stóð á hjá
henni, hún tók alltaf undir og raulaði
með: „Oft spurði ég mömmu er ung ég
var, sér einhver fyrir hvað verða
kann? Hlotnast mér fegurð, auðlegð
og ást aðeins hún svara kann : Keisera
sera, það verður og fer sem fer, hið
ókomna enginn sér, keisera sera.“
Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Þegar við systurnar fengum sím-
hringingu um að Kata væri látin fóru
minningar frá gamalli tíð að líða um
hugann. Góðar minningar. Kata var
meira en móðursystir, hún var okkur
sem önnur móðir. Hún tók okkur inn á
heimili þeirra Þóris þegar móðir okkar
fór í söngnám til Þýskalands. Eftir það
leit hún alltaf á okkur sem dætur sín-
ar.
Kata var lífsglöð kona með góða
nærveru sem gott var að leita ráða hjá.
Henni var annt um að halda fjölskyld-
unni saman. Það var því oft glatt á
hjalla á heimili þeirra Þóris. Vatns-
endasystkinin voru mjög samrýmd og
eiga mamma, Anna og Inga um sárt að
binda þegar stóra systirin er farin.
Það var mömmu mikill styrkur að
hafa Kötu hjá sér á Droplaugarstöð-
um. Við litum oftast inn til Kötu þegar
við heimsóttum mömmu og pabba.
Okkur þótti erfitt að kveðja hana áður
en við fórum af landi brott og sáum
hvert stefndi. Það er sárt að geta ekki
fylgt henni síðasta spölinn.
Kæru fjölskyldur, hugur okkar er
hjá ykkur. Minningin um Kötu frænku
yljar okkur um hjartarætur. Far í friði
elsku Kata.
Emilía og Ingibjörg Ólafsdætur.
Mér er ljúft að minnast móðursyst-
ur minnar Katrínar Lárusdóttur Hall
eða Kötu frænku eins og hún var oft
nefnd, enda tengist hennar lífsganga
mörgum hlýjum og góðum minning-
um frá bernskudögum mínum og fram
á þennan dag. Katrín skilaði líka
heilladrjúgu lífsstarfi sem ljósmóðir
og móðir fjögurra barna. Fyrstu
minningar mínar af Kötu eru bundnar
þeim tíma sem hún hafði með höndum
starf forstöðukonu á barna- og ung-
lingaheimilinu Elliðahvammi við El-
liðavatn. Í Elliðahvammi var Kata
heitin rétt manneskja á réttum stað,
en hún hafði einstakt lag á börnum og
varð vinnur þeirra barna og unglinga
sem í Elliðahvammi dvöldu um lengri
eða skemmri tíma.
Æskuheimili mitt Fagranes var
ekki langt frá Elliðahvammi og í
næsta nágrenni var Vatnsendi, þar
sem afi og amma, foreldrar Kötu og
móður minnar Sigurveigar bjuggu.
Það var því eins og gefur að skilja mik-
ill samgangur milli okkar ættingjanna,
sem á Vatnsendasvæðinu bjuggum. Á
Elliðahvammsárum kynntist Kata
frænka seinni manni sínum Þóri Hall.
Eftir að þau giftust flutti hún til
Reykjavíkur og var heimavinnandi á
þeim tíma, sem hún og Þórir heitinn
stofnuðu heimili og áttu sín börn. En
Kata frænka var starfsöm og atorku-
mikil. Hún fór því aftur út á vinnu-
markaðinn, þegar börnin voru vaxin
úr grasi og sneri sér að ljósmóður-
störfum, enda var hún menntuð til
þeirra.
Katrín var í því starfi vinsæl og eft-
irsótt og virkilega naut vinnunnar á
fæðingardeildinni og ekki síður hjá
SÁÁ er hún hóf störf þar. En árið 1981
breyttust hagir Kötu frænku skyndi-
lega og hún varð fyrir verulegum mót-
byr því þá andaðist Þórir Hall, eig-
inmaður hennar, langt um aldur fram.
Þetta var áfall enda hafði hjónaband
þeirra verið afar kærleiksríkt og gott.
Katrín frænka hélt þó sínu striki og
vann úti meðan aldur og heilsa leyfðu.
Síðustu árin bjó hún í þjónustuíbúð
við Vitatorg og þar undi hún hag sín-
um mjög vel og eignaðist góða vini
sem hún var afar þakklát fyrir, en fyr-
ir um það bil ári flutti hún á Droplaug-
arstaði og fékk hægt andlát þar.
Katrín frænka var afar heilsteypt
kona og virk, bæði í félags- og líkn-
armálum. Hún var sérlega orðheppin
og skemmtileg í viðræðum og stál-
minnug og fylgdist með þjóðmálum
fram til hinstu stundar. Það var því
virkilega ánægjulegt að ræða við hana
um liðna daga og óhætt er að segja að
hún hafi skilað farsælu dagsverki. Ár-
in sem Kata frænka var í Elliða-
hvammi eru okkur systkinunum og
ekki síður móður minni Sigurveigu
Hjaltested ofarlega í huga nú á
kveðjustund og því finnst okkur við
hæfi að þakka stundirnar þar forðum
daga, sérstaklega. Reyndar eru öll
samskipti við Kötu frænku og eigin-
mann hennar Þóri Hall meðan hans
naut við þakkarverð og veit ég að
margir eru mér sammála í því. Við
fjölskyldan sendum börnum og
tengdabörnum Katrínar Hall og af-
komendum þeirra svo og öðrum ætt-
ingjum hennar og vinum samúðar-
kveðjur.
Ólafur Beinteinn Ólafsson.
Englar hafa verið mér einkar hug-
leiknir undanfarna daga. Ég trúi á
engla, trúi því að horfnir ástvinir okk-
ar séu nálægir og vaki yfir okkur, séu
englar. Nú hefur englaherskörunum
bæst öflugur liðsauki. Katrín, móður-
systir mín, hefur í mínum huga alla þá
kosti sem prýða góðan engil. Henni er
annt um mann og lætur mann vita
það. Hún hefur skoðanir og áhuga á
öllu sem maður gerir, en fellir enga
dóma. Er skapgóð, fyndin, ástrík og
örlát. Fyrir mér var hún engill í lif-
anda lífi.
Kata frænka hefur verið ættarhöfð-
inginn okkar í mörg ár. Hún ólst upp í
hópi sex náinna systkina, sem öll hafa
eignast marga afkomendur. Bræður
hennar, Sigurður, Pétur og Jón, eru
allir látnir, en systurnar, Sigurveig,
Anna og Ingveldur, lifa systur sína.
Nú tekur Sigurveig sæti höfðingjans,
nú er hún elst okkar.
Minningar mínar um Kötu frænku
eru svo hlýjar og samofnar lífi mínu
og uppeldi. Hún var alltaf til staðar, á
öllum stórum stundum lífsins. Var allt
í senn; móðir, stóra systir og vinkona
mömmu minnar. Tók á móti börnum
hennar. Þær voru saman í sauma-
klúbb. Unnu saman. Reiddu sighver á
aðra, eins og þær allar gera, systurn-
ar. Ég get varla ímyndað mér nokkuð
sem móðir mín myndi ekki gera fyrir
systur sínar og veit að það er gagn-
kvæmt.
Amma bjó hjá Kötu frænku þegar
ég var krakki. Stundum í skemmri
tíma hjá okkur hinum, en aðallega hjá
Kötu. Flókagatan var líka einhver
besti staður í heimi, fannst mér. Ég
held að ég hafi aldrei verið skömmuð
þar. Þar var amma, þar var Kata
frænka og Þórir, sá dásamlegi maður,
og frændsystkinin sveipuð dýrðar-
ljóma. Húsið fullt af lífi og Kata var
hjartað sem hélt öllu gangandi. Svo
kvöddu þau amma og Þórir, en nýr
Þórir kom í staðinn á Flókagötuna og
fyllti allt nýju lífi og von. Þá var ég
unglingur og fékk að vera barnapía.
Líf minnar elskulegu frænku varð
langt og gæfuríkt, þó ekki hafi það
verið samfelldur rósadans. Hún hafði
alveg einstakt geð, var öflug fé-
lagsvera, mikil móðir og yndisleg
amma. Og einhver sú besta frænka
sem hægt er að hugsa sér.
Elsku Aggi, Siggi, Ragga, Hía og
fjölskyldur, elsku mamma mín, Veiga
og Inga. Það er ekki ónýtt að eiga
svona engil.
Ingveldur Lára Þórðardóttir.
Í dag kveðjum við sómakonuna
Katrínu Hall eftir rúmlega 30 ára
samleið eða meira, m.a. í gegnum
saumaklúbbinn „Flóka“. Dætur Katr-
ínar eru báðar stofnfélagar og er nafn
klúbbsins vísun til Flókagötunnar þar
sem Katrín bjó með fjölskyldu sinni til
margra ára. Katrín var á stundum
meðlimur í klúbbnum í gegnum árin
og mátti þá oft ekki sjá hver elstur var
á staðnum.
Katrín reyndist öllu því unga fólki
sem átti samleið með börnum hennar
á Flókagötunni einstaklega vel og átti
í þeim vini alla tíð.
Eins og þegar eldur deyr í hlóðum
yfirgefins tjaldstaðar um haust,
vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum,
sópar af hellu silfurgráa ösku,
sáldrar henni yfir vatn og fjörð
svo vil ég duft mitt berist burt með þeynum
um beitilönd og þýfðan heiðamó,
falli sem skuggi á fjallsins spegil,
finni sér skjól í hlýrri mosató,
heimkomið barn við barm þér, móðir jörð.
(Rose-Marie Huuva, þýð. Einar Bragi.)
Þökkum samfylgdina
Guðbjörg, Soffía, Guðrún,
Jónína og makar.