Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2008 ✝ Ásta KatrínJónsdóttir fæddist á Borg- arfirði eystra 6. maí 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Björnsson, f. í Njarðvík 1.9. 1899, d. 8.3. 1970, og Sig- rún Ásgrímsdóttir, f. á Brekku í Hró- arstungu 19.9. 1898, d. 23.2. 1985. Þau bjuggu lengst af á Svalbarði, sem stend- ur í jaðri Bakkagerðiskauptúns í Borgarfirði eystra. Jón stundaði sjósókn og búskap framan af ævi en var síðar kaupfélagsstjóri þar lengi. Sigrún var húsmóðir á þeirra gestrisna og oft mann- marga heimili. Systkini Ástu eru: Hilmar Björn, f. 12.8. 1925, d. 9.2. 1995, maki Árný S. Þor- steinsdóttir, f. 21.5. 1928; Elsa Guðbjörg, f. 7.9. 1928, maki Arn- grímur Magnússon, f. 22.3. 1925, d. 14.3.2007; Ásgrímur Ingi, f. 10.10. 1932, d. 3.12. 1973, maki Ásta Magnúsdóttir, f. 8.10. 1941. Hinn 23. júlí 1946 giftist Ásta Kristjáni H. Þorsteinssyni frá Akureyri, f. 27.1. 1920, d. 29.9. 2007. Hann er sonur hjónanna Þorsteins G. Halldórssonar og Jakobínu M. Björnsdóttur sem þau á æskuslóðir Ástu á Borg- arfirði eystra og byggðu nýbýli á jörðinni Jökulsá, þar sem þau bjuggu til ársins 1979, er þau byggðu sér húsið Háteig í Bakka- gerðiskauptúni og áttu þar heim- ili til æviloka. Lengst af stundaði Kristján vinnu utan bús hluta úr árinu, svo sem vetrarvertíðir, brúar- smíði og múrverk og sá þá Ásta um bústörfin, en síðustu árin sem þau bjuggu á Jökulsá vann hún í verslun KHB á Borgarfirði og einnig næsta áratug eftir að þau brugðu búi. Auk heimilis- og bú- starfa greip Ásta í ýmis önnur störf, má þar nefna fatasaum fyr- ir sveitungana, einkum fyrri árin á Jökulsá, handavinnukennslu, síldarsöltun á sjöunda áratugn- um og síðar vinnu í frystihúsi. Ýmislegt handverk stundaði Ásta af miklum áhuga, einkum á efri árum og var órög við að til- einka sér nýjungar á því sviði sem öðrum. Ásta sat lengi í stjórn kven- félags, var fulltrúi þess á fjórð- ungs- og landsþingum og í eig- endanefnd félagsheimilisins Fjarðarborgar. Þá sat hún í stjórn saumastofu á Borgarfirði meðan fyrirtækið var starfrækt. Ásta gekkst fyrir stofnun félags eldri borgara á staðnum, var for- maður þess í mörg ár og í stjórn til dánardægurs. Þá tók hún einnig virkan þátt í félagsstörf- um eldri borgara á landsvísu. Útför Ástu fer fram frá Bakka- gerðiskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. þar bjuggu. Börn Ástu og Kristjáns eru: Þor- steinn, f. 15.11. 1951, maki Katrín Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1954. Þeirra börn eru Ásta Krist- ín, Guðmundur Þór og Kristján Geir. 2) Sigrún, f. 9.7. 1955, maki Björgvin Ólafsson, f. 26.2. 1954. Þeirra börn eru Katrín og Andri. 3) Björn, f. 1.11. 1960. Börn hans, eru Halldóra, Þórður og Daði Freyr, móðir þeirra Guðrún Hildur Þórð- ardóttir. 4) Jakobína Birna, f. 7.6. 1962. Sonur hennar er Gunn- ar Örn, faðir hans Jón Sigurðs- son. 5) Kristján Karl, f. 24.12. 1963. Dóttir hans er Freyja, móð- ir hennar Gunnhildur Gunn- steinsdóttir. Ásta ólst upp á Borgarfirði eystra. Að loknu barnaskólanámi var hún í unglingaskóla í Fagra- dal við Vopnafjörð. Ásta stundaði síðan nám við Alþýðuskólann á Eiðum veturinn 1940-41 og í Laugaskóla 1941-42. Hún byrjaði ung að vinna í verslun Kaup- félags Borgarfjarðar eystra, Síð- an fór hún til Akureyrar og starfaði lengi í verslunum KEA. Ásta og Kristján bjuggu á Ak- ureyri árin 1946-52, en þá fluttu Ég kom fyrst á Borgarfjörð eystra til að heimsækja kærustuna mína fyrir margt löngu. Ég vissi ekkert hvar hún átti heima, spurði eftir henni á kaupfélagsplaninu og var vísað inn á sveit. Ég hitti Ástu tilvonandi tengdamóður mína í eld- húsinu á Jökulsá og hún var örugg- lega að baka kleinur. Mér var tekið eins og þjóðhöfðingja þótt henni lit- ist ekkert á tengdasoninn í fyrstu enda nýkominn úr sollinum að sunnan og lítill fyrir mann að sjá. En eftir því sem fram vatt ást- arævintýri mínu við Borgarfjörð urðum við Ásta fljótlega perluvinir og sú vinátta er eilíf. Kannski var hún ekki í eldhúsinu á Jökulsá, kannski var hún uppi á kaupfélagslofti þar sem hún ríkti eins og drottning innanum metra- vöru, gúmmískó, axlabönd og dúka. Eða kannski sat hún bara í berja- mó með Elsu systur sinni inná af- rétt í sunnangolu og sólskini. Ásta var ævintýri. Hún lék sér í fjörunni út á bakka í hvítum kjól, fór ung úr sveitinni í stórborgina Akureyri og spásséraði um á Ráð- hústorginu á háhæluðum skóm í kjól með hatt samkvæmt nýjustu tísku, hitti þar glæsilegan herra- mann með hattinn slútandi yfir annað augað og svo fóru þau í bíó á mynd með Ingrid Bergman eða út að dansa með Fred Astaire. Svo yf- irgáfu þau sældarlífið og menn- inguna fyrir náttúruna og sjálf- stæðið, hún henti tískufötunum ofan í kassa, tróð honum innst á háaloftið á Jökulsá og leit aldrei í hann framar. Klæddist í strigakjól og braut land. Hún fór alla leið. Þrælaði heima fyrir börnum og búi meðan Stjáni fór á vertíð í öðrum landshlutum. Og eins og gjarnt er um miklar manneskjur geta hlekkir þrældóms ekki fjötrað andann og sannarlega var Ásta frjáls mann- eskja þrátt fyrir stritið, hún gaf allt og krafðist einskis. Nú svífur andi hennar yfir berja- mónum á Borgarfirði eystra þar sem ríkir eilíf sunnangola, allt blátt af berjum og gargandi kjóinn víðs- fjarri. Aðeins ómur af mófuglum og angan af lyngi. Sólin skín á bláum himni og Staðarfellið glitrar í lita- dýrð sinni og þannig verður það alltaf. Ásta er stærsta manneskja sem ég hef kynnst og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til samvista við hana. Ég mun sakna hennar mikið. Björgvin Ólafsson. Elsku amma mín. Það er svo margt sem ég náði ekki að segja þér. Hlutir sem hringluðu sífellt í hausnum á mér en komust samt aldrei til þín. Ég vildi að ég hefði sagt þér þetta og ég vildi að ég hefði getað kvatt þig almennilega áður en þú fórst. Þú varst svo hlý og góð. Það voru forréttindi að eiga þig sem ömmu. Mér fannst svo gaman að tala við þig og þú hafðir svo ein- lægan áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú mundir eftir öllu sem ég sagði við þig og trúðir á allt sem ég gerði. Þú gerðir allt fyrir mig, sagðir alltaf já og bannaðir mér aldrei neitt. Þú varst alltaf til staðar, sagðir svo fallega hluti við mig og lést mér líða eins og ég væri algjörlega ótrúleg manneskja. Þú varst gjafmild og fannst gaman að gera vel við fólkið í kringum þig. Þú varst skemmtileg og hnyttin, brosmild og klár. Minningarnar frá Borgarfirði eru yndislegar. Þú að leggja kapal og ég, hinum megin við eldhúsborðið í stólnum hans afa, að reyna að hjálpa þér. Frosnar kleinur og mjólk í kaffitímanum. Við kúrandi, hlið við hlið uppi í sófa, horfandi á einhverja kúrekamynd sem mig langaði endilega að sjá. Þú og ég, úti í garði að baka drullukökur með fíflum. Og á kvöldin leyfðirðu mér að fara í náttkjól af þér og sagðir mér að fara að sobba mér. Ég veit ekki hvort að þetta á nokkurn tímann eftir að komast til þín. En miðað við hversu vel þú fylgdist með minningargreinum annars fólks meðan þú varst á lífi þá hlýtur þú nú að finna þér tíma til að kíkja í Moggann og lesa þetta. Ég vona það allavega. Ég elska þig, amma, og á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Þín Katrín. Elsku Ásta. Um leið og ég kveð þig mín kæra frænka vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt sam- an. Það var alveg einstaklega ljúft að banka upp á hjá þér þegar ég var lítil. Alltaf tókstu vel á móti mér með kossum og gafst mér alltaf tíma, hvort sem ég var að selja „listaverk“ eða gera skólaverkefni um gamla tíma. Og eftir að ég varð eldri hefur verið gott að leita til þín bara til að spjalla um lífið og tilveruna í eld- húsinu og alltaf hafðir þú tíma til að setjast niður og ræða málin. Það var yndislegt að hlusta á þig og ömmu spjalla um gamla tíma yfir myndum sem ég kom með til ykkar og ykkar systrasamband var alveg dásamlegt að horfa á. Takk fyrir alla þá tíma sem við höfum eytt saman, þær stundir gleymast aldrei. Elsku amma mín, börn Ástu og fjölskyldur þeirra, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Aldís Fjóla. Jæja, Ásta mín, það verður víst ekkert af því að ég heimsæki þig á aðfangadaginn eins og við töluðum um þegar þú hringdir um daginn. Þakka þér fyrir hringinguna, þetta var skemmtilegt samtal og er mér dýrmæt minning. Ég á eftir að sakna þess að sitja við eldhúsborðið í Háteigi og ræða landsins gagn og nauðsynjar við þig. Við vorum nú ekki alltaf sammála um hlutina þó þú værir nú ótrúlega víðsýn og nú- tímaleg í hugsun, svona af fram- sóknarmanni að vera. Við töluðum um allt milli himins og jarðar en mestan áhuga hafðir þú eins og Helgi frændi okkar á öllum borg- firskum málefnum. Þú varst alltaf uppveðruð þegar þú fréttir af ein- hverjum framkvæmdum og mig langar að biðja þig fyrirgefningar á að vera ekki búinn að klára fjár- húsið mitt áður en þú fórst. Sem krakki og unglingur hitti ég þig oftast í Kaupfélaginu í þínu ríki uppá lofti. Þangað kom maður nú oftar en maður átti beint erindi, bara til að hitta þig og spjalla, og ég var nú ekki einn um það. Þó lík- amleg heilsa hafi nú ekki verið upp á marga fiska hjá þér síðustu ár eða áratugi var sú andlega góð og hugurinn bar þig oft langa leið þó þú værir nú oft óþarflega dugleg og þyrftir þá að liggja í rúminu daginn eftir. En það var bara þinn stíll, þú vildir gera hlutina sjálf og helst aldrei biðja nokkurn mann um hjálp. Haustið og berjatíminn var þinn tími og alltaf hjarnaðir þú við á þeim tíma. Þá varst þú í ess- inu þínu sitjandi útí móa með Elsu systur þinni að tína bláber og drekka kaffi af brúsa. Ég þakka svo að lokum fyrir að hafa fengið að kynnast þér því þó þú hafir ekki verið há manneskja varstu stór manneskja. Helgi Hlynur Ásgrímsson. Það fæðist stelpa, organdi lista- verk, kríli með hjarta sem slær. Svo dregur hún að sér lífsandann. Hún er skírð Ásta Katrín. Hún er dóttir Jóns og Sigrúnar á Sval- barði. Svo er hún orðin unglingur að af- greiða í kaupfélaginu á Borgarfirði eystra og stundum stelst hún og les eina setningu eða jafnvel málsgrein í bók upp í hillu. Það er Bréf til Láru. Þar eru spennandi hugmynd- ir um frelsi, frið og framfarir. Hún er forvitin um lífið. Hún gerir líka ýmis prakkarastrik með Ásgrími frænda sínum. Hún er leið á í Eiðaskóla gang- andi með Hilmari bróður. Það er þungt göngufæri. Snjórinn brotnar undan þeim alla leiðina. Daginn eft- ir vaknar hún á heimvist með blóð- hlaupin augu eftir erfiðið. Hana verkjar í allan líkamann. Hún er ung kona, kominn til Ak- ureyrar, afgreiðir í verslun KEA. Það er kreppa og vöruskortur; löng biðröð eftir smjöri þennan daginn. Svo er smjörið búið. Hún sér gamla konu sem snýr heim smjörlaus, með tár á hvarmi. Það oft erfitt að afgreiða við svona kringumstæður. Hún fer í bíó, horfir á myndina, Á hverfanda hveli. Fer mörgum sinnum, rómantísk með vonir og þrár. Það er gaman. Svo eignast hún vin. Hann heitir Kristján, fæddur í Gilinu og býr á Eyrinni. Kannski er hún orðin skotin í hon- um. Það er hún sem gengur í gegnum storminn og élið á leið út í Bakka- gerði á fund í kvenfélaginu. Það er verið að byggja félagsheimili og kvenfélagið er með í því. Á leiðinni til baka hefur veðrið lægt, það er heiður himinn, logn og stilla, mána- skin. Hún virðir fyrir sér fjöllin, aldrei þessu vant. Fannbarin varpa þau frá sér mánabirtunni og gera fjörðinn himneskan verustað í smá- stund. En hún er fyrir löngu búin að loka rómantískar hugsanir ofan í kofforti sem geymir gömul blöð, ef hún er þá ekki búin að henda þeim. Nei, henni finnst hún ekki þurfa aðra heimspeki en þá að drífa sig heim til barnanna. Hún saumar fram á nótt. Hún vinnur meira en líkaminn getur höndlað og hnígur niður, missir meðvitund um þennan heim. Vaknar aftur næsta dag. Heldur áfram. Hún er fimm barna móðir. Börn- in vaxa úr grasi og flytja að heiman og þau eru tvö eftir í Háteigi ásamt blómum og trjám sem vaxa í reglu- legum röðum og beðum. Hún sinnir félagsmálum sem fyrr, föndrar, stússast við heimilið og fellur aldrei verk úr hendi. Hún er gömul kona sem býr í litlu þorpi úti á landi. Það er gott að koma til hennar. Hún er sjaldan ein af því að hún á Elsu systur, marga vini og frændur allt um kring. Hún er á sjúkrahúsi í Reykjavík og veit að hún er að deyja bráðum. Það er nótt og hún fallin í mók. Hún opnar augun og segir: Það er ekkert að óttast. Um morguninn hefur lífsandinn yfirgef- ið líkamann. Og nú fer líkami hennar ofan í moldina hvar blómin sofa af sér veturinn. Þannig er hringrás lífs- ins, eilíf og afstæð; óstöðvandi. Hún sporaði fyrst, svo ég, örlít- inn blett á þessari jörð. Björn. Ásta Katrín Jónsdóttir Í dag, 1. desember 2008, hefði Bryndís El- ín Einarsdóttir, systir mín, orðið 37 ára göm- ul. Hinn 26. desember 2008 eru 20 ár síðan hún lést í um- ferðarslysi, þá nýorðin 17 ára gömul. Þegar hún lést átti hún eina bróð- urdóttur. Nú hefði hún átt 2 bræðra- syni, 2 bræðradætur og systurdóttur og systurson til viðbótar. Hún væri nú líka orðin afasystir. Á þessum 20 árum hefur varla liðið sá dagur sem ég hef ekki hugsað til systur minnar. Þar sem yngri bróðir minn býr enn Bryndís Elín Einarsdóttir ✝ Bryndís ElínEinarsdóttir fæddist í Lúx- embourg 1. desem- ber 1971. Hún lést í Bandaríkjunum 26. desember 1988 og var útför hennar gerð frá Neskirkju 6. janúar 1989. erlendis hittumst við, foreldrarnir, systkinin, börn og barnabarn ekki oft. En alltaf vant- ar hana Bryndísi. Það er jú svo einkennilegt að þótt við lifum með og við þá staðreynd að hún sé löngu farin frá okkur í þessu lífi, þá eru minningarnar allt- af til staðar, sumar sterkari en aðrar. En 20 ár! Hvað tíminn er í raun fljótur að líða. Al- veg ótrúlegt að systra- samband og söknuður geti verið svona sterk þrátt fyrir 7 ára aldurs- mun. Minningin um Bryndísi Elínu lifir áfram í hjarta okkar. Hún var barn- góð, mikill dýravinur, trygg vinum sínum, glöð og vildi gjarnan knúsa þá og fá knús frá þeim sem henni þótti vænt um. Hún fæddist með skap og var þrjósk en einnig bar á góðlátlegri stríðni. Hún var því mjög áhugaverð ung stúlka og við hefðum átt að fá að sjá hana þroskast og dafna. En mað- ur fær víst ekki allt það sem maður vill. Hvað hefði hún valið sem fram- tíðarstarf? Við héldum um tíma að hún mundi læra eitthvað í sambandi við hesta, enda átti hún hest og hafði hún unnið mörg verðlaun í hindrun- arstökki. Hún hefði allavega haft gaman af því að pabbi okkar er nú al- veg farinn í hestana – eða þannig. Eða kannski hefði hún lært eða gert eitthvað allt annað… Mig dreymdi einu sinn að hún hefði tekið sér frí frá dauðanum og komið og heilsað upp á mig í sólarhring. Hún var á mótor- hjóli og kom með kampavín. Hún varð að fara til baka eftir sólarhring- inn – því hún þurfti að hvíla sig leng- ur. Hún mætti alveg kíkja aftur inn – heimsóknin var afar skemmtileg. Bryndís Elín hvorki fæddist, né ólst hún upp, hér á Íslandi. Hennar vinir eru enn í Luxembourg eða Bandaríkjunum og fáir, aðrir en stór- fjölskyldan, þekktu hana hér á Ís- landi. Hún var litla systir mín, hún er alltaf hjá mér, hennar er alltaf sakn- að, á hana er oft minnst, ég ræði um hana við börnin mín – hún var og er partur af mínu lífi. Halldóra. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.